Fæ ekki mynd á skjá

Upplýsingar og ábendingar um viðgerðir

Höfundur
asgeirjl
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 31. Jan 2013 12:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fæ ekki mynd á skjá

Pósturaf asgeirjl » Fim 31. Jan 2013 12:15

Sæl öll,

Ég er nýr herna og veit ekki hvort þetta er rétti staðurinn til þess að spyrja en here goes.

Ég var að skipta um örgjörvaviftu í tölvunni minni en núna kemur engin mynd á skjáinn og ég hef reynt allt sem mér dettur í hug, eru einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að ?

kv Ásgeir
destinydestiny
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 21:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fæ ekki mynd á skjá

Pósturaf destinydestiny » Fim 31. Jan 2013 12:17

ertu búinn að prufa resetta bios?Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 518
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Fæ ekki mynd á skjá

Pósturaf beggi90 » Fim 31. Jan 2013 12:19

Taktu allt úr vélinni nema 1 vinnsluminni, örgjörva+viftu og skjákort ef það er ekki innbyggt í boði á móðurborði.
Sjáðu hvort hún kveiki á sér þannig.

Finnst reyndar líklegast að þú hafir rekist í annað vinnsluminnið og það sé hálflaust og tölvan neiti því að kveikja á sér.Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1550
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 60
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Fæ ekki mynd á skjá

Pósturaf Halli25 » Fim 31. Jan 2013 12:37

Dettur helst í hún að það hafi gleymst að loka sveifinni á örgjörvanum eða hann ekki settur rétt í.


Starfsmaður @ IOD


Höfundur
asgeirjl
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 31. Jan 2013 12:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fæ ekki mynd á skjá

Pósturaf asgeirjl » Fim 31. Jan 2013 12:50

Takk fyrir hugmyndirnar, vandamálið var að það voru 2 pinnar beyglaðir á örgjörvanum :)