Síða 1 af 1

Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:16
af Magni81
Er að fá þetta inní texta hjá mér þegar ég er á netinu. Er búinn að gera full scan á tölvuna en hún fann ekki neitt. Getur einhver aðstoðað mig við að finna hvað þetta er og vonandi fjarlægja þetta. Takk fyrir. Mynd

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:18
af AciD_RaiN
Þetta er líklega eitthvað addon í vafranum hjá þér eins og unlike button fyrir facebook eða eitthvað þannig ;) Það var allavegana það hjá mér hehehe

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:19
af eriksnaer
Mér dettur bara vírus í hug þar sem þetta kemur ekki hjá mér.... Ég er samt í firefox, ekki chrome...

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:21
af Tiger
Ég hélt þú værir að tala um fótbolta ruglið...... og skildi þig vel. Síðan fattaði ég hvað þú áttir við og skil ekkert í þér að vilja losna við þessa snót úr tölvunni :guy

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:24
af Gúrú
eriksnaer skrifaði:Mér dettur bara vírus í hug þar sem þetta kemur ekki hjá mér.... Ég er samt í firefox, ekki chrome...


Þetta er ekki bókstaflega vírus en vissulega extension sem hefur troðið sér með installi á einhverju öðru.

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:29
af Magni81
Tiger skrifaði:Ég hélt þú værir að tala um fótbolta ruglið...... og skildi þig vel. Síðan fattaði ég hvað þú áttir við og skil ekkert í þér að vilja losna við þessa snót úr tölvunni :guy


Já snótin er svo sem fín en konan er ekki eins sátt með hana :-k ég er alltaf að reyna útskýra fyrir henni að ég viti ekkert hvað þetta er... né hvaðan þetta koma :|

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:29
af AciD_RaiN
Gúrú skrifaði:
eriksnaer skrifaði:Mér dettur bara vírus í hug þar sem þetta kemur ekki hjá mér.... Ég er samt í firefox, ekki chrome...


Þetta er ekki bókstaflega vírus en vissulega extension sem hefur troðið sér með installi á einhverju öðru.

Minnir einmitt að þú hafir komið með lausinina á þessu vandamáli þegar ég var að vesenast með þetta :megasmile Þá var það einmitt þessi dislike button fyrir facebook...

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:31
af Magni81
Ég var núna að prófa að opna sömu síðuna í Firefox og það kemur það saman inní textann....

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:32
af Gúrú
Magni81 skrifaði:Ég var núna að prófa að opna sömu síðuna í Firefox og það kemur það saman inní textann....


Já þetta er semsagt eitthvað sem að þú "valdir" ekki að installa ekki þegar að þú installaðir einhverju forriti af download-síðu og
það setur sig inn í alla vafra mögulega með þessi "suggestions" sem eru gerð til að fá auglýsingatekjur fyrir þetta douchebag application. :)

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:36
af Magni81
Gúrú skrifaði:
Magni81 skrifaði:Ég var núna að prófa að opna sömu síðuna í Firefox og það kemur það saman inní textann....


Já þetta er semsagt eitthvað sem að þú "valdir" ekki að installa ekki þegar að þú installaðir einhverju forriti af download-síðu og
það setur sig inn í alla vafra mögulega með þessi "suggestions" sem eru gerð til að fá auglýsingatekjur fyrir þetta douchebag application. :)


Einhver leið til að finna hvar þetta er í tölvunni og henda því út?

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:41
af Gúrú
Magni81 skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Magni81 skrifaði:Ég var núna að prófa að opna sömu síðuna í Firefox og það kemur það saman inní textann....


Já þetta er semsagt eitthvað sem að þú "valdir" ekki að installa ekki þegar að þú installaðir einhverju forriti af download-síðu og
það setur sig inn í alla vafra mögulega með þessi "suggestions" sem eru gerð til að fá auglýsingatekjur fyrir þetta douchebag application. :)

Einhver leið til að finna hvar þetta er í tölvunni og henda því út?


Þetta er á mörgum stöðum í tölvunni, einum fyrir hvern vafra. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða eintak þetta er svo ég get eiginlega ekki hjálpað þér.

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:43
af Magni81
Þetta heitir "CouponDropDown" http://botcrawl.com/how-to-remove-coupo ... extension/

Ég er með Windows security Essential. Er hann nóg til að losa mig við þetta eða þarf ég eitthvað anti malware forrit ?

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 22:54
af Magni81
Búinn að finna þetta og laga. takk fyrir

Re: Hvað er þetta?

Sent: Þri 01. Jan 2013 23:03
af Vignirorn13
Gúrú skrifaði:
eriksnaer skrifaði:Mér dettur bara vírus í hug þar sem þetta kemur ekki hjá mér.... Ég er samt í firefox, ekki chrome...


Þetta er ekki bókstaflega vírus en vissulega extension sem hefur troðið sér með installi á einhverju öðru.


Þetta er hjá mér líka.. Þetta kom með einhverju fjandans plugins dralsi fyrir youtube. náði samt að eyða því. ! ferð í program file-s og eyðir öllum plugins bara :D simple!

Re: Hvað er þetta?

Sent: Mið 02. Jan 2013 02:06
af eriksnaer
AciD_RaiN skrifaði:
Gúrú skrifaði:
eriksnaer skrifaði:Mér dettur bara vírus í hug þar sem þetta kemur ekki hjá mér.... Ég er samt í firefox, ekki chrome...


Þetta er ekki bókstaflega vírus en vissulega extension sem hefur troðið sér með installi á einhverju öðru.

=eitthvað óviðkomandi inn í tölvuna.. Ég hef alltaf heyrt talað um vírus sem óviðkomandi hluti inn í tölvuna sem koma með hinu ýmsa þótt þeir geri ekki allir neina hörmung... :megasmile

Re: Hvað er þetta?

Sent: Mið 02. Jan 2013 03:57
af Gúrú
eriksnaer skrifaði:=eitthvað óviðkomandi inn í tölvuna.. Ég hef alltaf heyrt talað um vírus sem óviðkomandi hluti inn í tölvuna sem koma með hinu ýmsa þótt þeir geri ekki allir neina hörmung... :megasmile


Það er ekki sama vænting á nákvæmni í daglegu tali á milli fólks sem kann lítið á tölvur og á stærsta tæknispjalli landsins. :)