Fartölva: Asus - G51Vx - Video Card


Höfundur
einarths
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2012 10:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölva: Asus - G51Vx - Video Card

Pósturaf einarths » Mán 13. Ágú 2012 10:47

Sælir

Ég á Asus G51Vx (svona tölva: http://fr.asus.com/Notebooks/Gaming_Pow ... ifications )

Hún drap á sér um daginn, og virtist slá út hleðslutækinu í leiðinni. Semsagt græna ljósið á hleðslutækinu slokknaði um leið og ég plöggaði því í tölvuna og reyndi að kveikja á henni.

Ég sendi hana í viðgerð og eftir smá tíma fékk ég hana til baka, búið að rykhreinsa og gera eitthvað svoleiðis við hana sem og fékk ég þær upplýsingar að hleðslutækið væri ónýtt og ég þyrfti einfaldlega að kaupa nýtt.

Ég geri það, fer með tölvuna heim, kveiki og hún er í gangi í ca. mínútu, drepur svo á sér og vill ekki fara aftur í gang. (Í þetta skiptið var hleðslutækið enn í gangi en tölvan vildi ekki fara í gang, kveikti einungis á ljósnum sem kvikna þegar ég set hana venjulega í gang en einungis í eina sekúndu og slökkna svo)

Aftur fer ég með hana í viðgerð og nú var verið að hringja í mig og segja mér að video-card-ið væri bilað og það að panta nýtt myndi kosta 84.000 kr,

Spurningar til ykkar snillinganna:

1. Haldiði að það sé hægt að finna video-card sem er ódýrt (ódýrara en 84 þúsunda allavega) og væri hægt að bjarga tölvunni og laga hana?

2. Ætti ég að fara að huga að nýrri fartölvu? (meikar sense að standa í því að laga hana, er kannski bara betra að fá sér nýja?)
2.a. Ef ég kaupi nýja fartölvu, er mikið mál að komast í gamla harða diskinn á hinni fartölvunni og færa efnið yfir? (hann á að vera í fínu standi..)

ps. Tölvan er ca. 3 ára keypt í Bandaríkjunum í Best Buy.

pps. sá grein einhvers staðar að nú er óhagstætt að kaupa sér fartölvu vegna þess að Apple og Microsoft eru að gefa út ný stýrikerfi (windows 8 og eitthvað) í haust, er það eitthvað sem ég ætti að hafa í huga?




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 75
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva: Asus - G51Vx - Video Card

Pósturaf axyne » Mán 13. Ágú 2012 12:05

1. Fann samt ekkert á E-bay, myndi samt ekki útiloka það.

2. 84þús + vinna? finnst mér mikið fyrir gamla tölvu. Ég myndi kaupa nýja.

3. Ekkert það mikið vesen, en þyrftir að eiga dokku/flakkara fyrir 2.5 disk eða geta komið disknum í borðtölvu.


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
einarths
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2012 10:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva: Asus - G51Vx - Video Card

Pósturaf einarths » Mán 13. Ágú 2012 18:50

axyne skrifaði:1. Fann samt ekkert á E-bay, myndi samt ekki útiloka það.

2. 84þús + vinna? finnst mér mikið fyrir gamla tölvu. Ég myndi kaupa nýja.

3. Ekkert það mikið vesen, en þyrftir að eiga dokku/flakkara fyrir 2.5 disk eða geta komið disknum í borðtölvu.



Takk fyrir svörin! Þá fer maður bara í það að skoða fartölvur. Eitthvað sem þú (þið) mælið með? Ætti ég kannski að búa til nýjan þráð fyrir þær spurningar? :)

Tölvan væri að mestu leyti alltaf á sama stað, hins vegar væri ég til í fartölvu frekar uppá möguleikann á að kippa henni með mér uppí sveit og svoleiðis.

Leikjavél, preferable og verðhugmynd ekki hærra en 200.000 (lægra ef mögulegt) :)