Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út


Höfundur
dabbik
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 14. Sep 2007 11:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf dabbik » Mið 30. Des 2009 21:57

Þvottavél sem ég á bilaði og sló út rafmagnið í íbúðinni. Það slökknaði náttúrulega á tölvunni og hef ekki getað kveikt á henni síðan þá.

Einhverjar hugmyndir hvað gerðist? Gæti verið að þetta hafi smassað Power Supply-inum? Kunningi minn sagði að þetta hafi gerst fyrir sig og tölvan hans hafi farið í einhvernmegin "spennufall" og þá kviknaði á henni aftur eftir nokkra klukkutíma en nú er einn dagur liðinn síðan þetta atvikaðist.

Hjálp vel þegin




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf SteiniP » Mið 30. Des 2009 22:00

Ef það gerist nákvæmlega EKKERT þegar þú reynir að kveikja henni þá er nánast klárt mál að aflgjafinn er farinn. Bara vonandi að hann hafi ekki tekið neitt annað með sér.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2377
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf littli-Jake » Fim 31. Des 2009 11:42

unplugaðu powersnúruna og bíddu í svona 2 daga áður en þú ferð að fraga gröf.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Godriel
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Mið 03. Jún 2009 22:16
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Godriel » Fim 31. Des 2009 12:14

getur prufað að hreinsa CMOS, virkaði fyrir mig einu sinni, tekur batteryið úr og færir pinnan á JBAT yfir á pin 2-3 í 5 sec svo setur aftur á pin 2-1 og batteryið í og ath hvort að það kvikni ekki á henni aftur


Acer Aspire 7520G

Godriel has spoken

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf roadwarrior » Fim 31. Des 2009 13:19

Prufaðu að taka rafmagnssnúruna úr sambandi svona í ca 1 min og setja svo aftur í samband. Prufaðu því næst að setja hana í gang aftur



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf kiddi » Fim 31. Des 2009 13:29

Ég hef þrisvar lent í þessu í gegnum tíðina (ansi löng tíð reyndar) og í öll skiptin var aflgjafinn farinn. :|



Skjámynd

Legolas
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Reputation: 2
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Legolas » Fim 31. Des 2009 14:00

Ég hef lent í þessu og þá var móbóið fuckt :(


INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf emmi » Fim 31. Des 2009 14:06

Mæli með surgeprotector eða UPS. ;)




tolli60
Nörd
Póstar: 140
Skráði sig: Mán 05. Okt 2009 12:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf tolli60 » Fim 31. Des 2009 15:03

Hljómar eins og aflgjafi sé farinn



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Hnykill » Fim 31. Des 2009 16:40

Hef lent í þessu oft hérna fyrir vestan.. það er langverst þegar rafmagnið flöktir áður en það fer.. spennufall og rýkur svo upp aftur :/

er búinn að missa nokkra harða diska svona. allavega 1 móðurborð og 2 aflgjafa sem ég man eftir. örgjörvar og minniskubbar virðast geta harkað þetta af sér einhvernveginn.. ómögulegt að segja hvað er farið nema bilangreina hlut fyrir hlut í annari tölvu helst. en það er gott að tékka á aflgjafanum fyrst já.

Suckar :/ ..og gleðilegt nýtt ár ;)


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Some0ne » Fim 31. Des 2009 18:18

Þið eigið að geta farið fram á að rafveitan ykkar greiði skaðabætur vegna eyðilagðra raftækja..



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Gúrú » Fim 31. Des 2009 18:31

Some0ne skrifaði:Þið eigið að geta farið fram á að rafveitan ykkar greiði skaðabætur vegna eyðilagðra raftækja..

Það makar ekki sense fyrir mér.
Ekki einu sinni smá sense...


Modus ponens


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Blackened » Fös 01. Jan 2010 21:54

Gúrú skrifaði:
Some0ne skrifaði:Þið eigið að geta farið fram á að rafveitan ykkar greiði skaðabætur vegna eyðilagðra raftækja..

Það makar ekki sense fyrir mér.
Ekki einu sinni smá sense...


tjah.. ef að rafveitan er að senda ykkur eitthvað annað en 400/230v rafmagn þá áttu vissulega rétt á því ef að raftæki eyðileggjast.. þaðer ef spennan er of há eða of lá

lenti í því um daginn að koma á verkstæði þarsem að rafsuðuvél var búin að bila ítrekað yfir árið og við komumst að því að það voru bara 190v en ekki 230v eins og rafveitan er að SELJA manni..
þeir fengu vélina borgaða og einhvern viðgerðarkostnað líka og rafveitan þurfti að grafa niður sverari streng til að geta afhent umsamið rafmagn ;)

En svo að maður víkji sér nú að efninu.. það er klárlega ekki rafveitunni að kenna ef að þvottavél bilar og það slær út lekaliði ;) og þarafleiðandi rafveitan enganvegin ábyrg

ennnn.. það er samt spurning hvort að Heimilstryggingin dekkar þetta ekki bara? ég myndi tékka á því amk..




Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Some0ne » Fös 01. Jan 2010 21:57

Já lol, hann á náttúrulega engann rétt á skaðabótum út frá þvi að þvottavélin hans skíti á sig, ekki nema að rafmagnið inní húsið sé vitlaust eins og Blackened sagði.

Það gæti verið hinsvegar að heimilistryggingin dekki þetta, en það er alltaf einhver sjálfsábyrgð, frá 15k og uppúr, svo það er spurning um hvort að það borgi sig ef þetta er bara aflgjafinn.




Höfundur
dabbik
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 14. Sep 2007 11:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf dabbik » Þri 05. Jan 2010 19:33

Jæja ég keypti nýjann aflgjafa og virðist það ei virka, ætli móðurborðið sé ekki dautt?



Skjámynd

Narco
Ofur-Nörd
Póstar: 275
Skráði sig: Sun 26. Júl 2009 20:57
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf Narco » Þri 05. Jan 2010 19:36

Held þú ættir að skila aflgjafanum og spreða í bilanaleit t.d. í kísildal, þeir eru oft snöggir að finna út úr svona dóti og eru ekki dýrir.


Toshiba Satellite L555-12E. Intel Core i5 M430@2.27GHz. 4Gb 1066MHz minni. 64-bit W7. ATI mobility Radeon HD5165.
Hdmi, Esata, Vga, Bluray, Gskill 120Gb ssd. 17" Wxga+ í 16/9-LED. Og margt fleira.


Höfundur
dabbik
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 14. Sep 2007 11:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan kveikir ekki á sér eftir að rafmagnið sló út

Pósturaf dabbik » Þri 05. Jan 2010 19:50

Narco skrifaði:Held þú ættir að skila aflgjafanum og spreða í bilanaleit t.d. í kísildal, þeir eru oft snöggir að finna út úr svona dóti og eru ekki dýrir.


Hm já það er kannski rétt hjá þér að það ætti að kíkja með hana í viðgerð en það er samt eiginlega augljóst að móðurborðið sé dautt samt.

Aldrei heyrt um að örgjörvar, vinnsluminni eða skjákort "deyji" í svona tilfellum. Og ég var að fá nýjan aflgjafa þannig að það getur nánast ekki verið neitt nema móðurborðið og kannski harður diskurinn líka en hann skiptir engu við að ræsa tölvu.

Tel miklar líkur á að móbóið hafi farið, ef ekki þá móbóið og aflgjafinn.