Síða 1 af 1

Hvað er virði tölvunnar minnar?

Sent: Þri 03. Okt 2023 14:40
af elmsi
Góðan daginn.
Ég er að losa mig við borðtölvu sem að ég keypti árið 2014. Allir partarnir eru orðnir 9 ára gamlir nema einn Samsung Solid State Drive sem að mig minnir að ég hafi keypt 2018 og er 500gb. Ég læt fylgja nokkrar myndir sem að ættu að hjálpa en ég vildi bara vita hvað væri sanngjarnt verð til þess að setja á hana ef að ég set hana upp á einhverja sölusíðu á Facebook.

Með virðingu og vinsemd,
Elmar A. Hannah

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Sent: Sun 08. Okt 2023 11:59
af litli_b
Örgjörvinn, sem hefur 8 kjarna er fínn held ég, en er líklega ekki studdur af flestum leikjum. Skjákortið er 3% veikara en gtx 1050 kort. (Techpowerup segir það allavega) Það er eiginlega bara eldra en sterkara gt 1030 kort. Það fær ekki lengur drivers og hefur ekki offical directx 12 stuðning. Alveg frekar góður aflgjafi sem getur líklega ennþá verið notaður nú til dags. Bara eitt 8gb vinnsluminni? Það getur virkað fyrir fortnite og eitthvað en líklega ekki þyngri leiki. En þar sem það er 4 slots fyrir RAM þá ætti það nú að vera í lagi.

Ég persónulega myndi selja þetta á 30-50þ en það er bara frá hvernig tölvan er einmitt núna. Hún hefur potential ef maður ætlar sér að uppfæra hana eftir að kaupa hana. Ef þú ætlar þér að selja þetta á facebook, skoðaðu hversu mikið tölvur þar fara á, og reyndu að finna verð sem er aðlagandi. Annars getur allt eins selt þetta hér til einhverja áhugamanna

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Sent: Sun 08. Okt 2023 12:16
af Frussi
Ég held nú því miður að þetta sé ekki 30k virði

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Sent: Sun 08. Okt 2023 13:59
af gunni91
Myndi skjóta á 20-30k max.

Flott vél í youtube, netið og mjög létta vinnslu, varla meira en það.

Ég á til auka 8 gb ddr 3 gefins fyrir þann sem nælir sér í þessa vél til að hjálpa við sölu.

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Sent: Sun 08. Okt 2023 15:11
af KristinnK
Það er ekki séns að þessi tölva sé einu sinni 20 þúsund króna virði. Það var einn gæji sem auglýsti svona skjákort fyrir 3 þúsund stykkið á Bland fyrir nokkrum mánuðum, náði ekki að selja eitt einasta af þeim og endaði á því að gefa þau. Örgjörvinn er ekki ,,átta kjarna", það var aldrei nema innantóm markaðsbrella af hálfu AMD, hann er fjögurra kjarna að öllu leyti sem nokkru máli skiptir. Þar að auki eru kjarnarnir svo lélegir að hann er töluvert verri en eldgamlir Sandy Bridge örgjörvar (sem líka hafa oft verið auglýstir gefins á síðustu árum). 128GB SSD og 1TB HDD eru svo nánast verðlausir orðið líka.

Tölvan er kannski 10 þúsund króna virði. 15 þúsund í allra, allra mesta lagi.

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Sent: Þri 10. Okt 2023 13:28
af gRIMwORLD
Ef allt þetta er original hardware þá er ég hræddur um að 20K yrði vel sloppið fyrir þetta, bara eitt að kaupa 9 ára gamalt PSU er risky.
Ódýrasti AMD á Vaktinni R5 5500 er 360% hraðvikari á 50% færri wöttum.

Það er klárlega sniðugt fyrir einhverja að kaupa þetta til að æfa sig í hardware grúski. Einhverjir pabbar eða mömmur sem vilja kynna krökkum fyrir undrum tölvuparta og bios stillinga. :)