Síða 1 af 1

SELT >>> 4090 <<< >>> Palit GameRock OC 4090, keypt í Kísildal <<<

Sent: Lau 11. Mar 2023 12:39
af Templar
>>> Palit GameRock OC 4090, keypt í Kísildal <<<

Til sölu Palit GameRock OC 4090 í óaðfinnalegu ástandi. Kortið er uppfært með Thermal Grizzly Kryonut EXTREME kælikremi og Thermal Grizzly Minus Pad EXTREME á RAMi og VRM. Paddarnir einir kostuðu í kringum 30K, auk þess setti ég padda aftan á kortið sem ekki voru fyrir, kortið keyrir því kalt og vifturnar snúast minna um amk. 300rpm miðað við þegar kortið kom frá framleiðenda. ATH. kortið er ekki í ábyrgð eftir þessa breytingu og hentar því best hjá enthusiast einstaklingi eða prosumer/tölvunörd.
>> Ekkert coil whine, 0. <<

Upprunalegar pakningar koma með og öll ásýnd kortsins er til fyrirmyndar.
Palit GameRock kortin eru klárlega flottustu kortin þegar maður sér þau RL, kortið er auk þess vel byggt en ég hef getað borið það saman við MSI Suprim X 4090, sem á að vera eitt af þessum "premium" kortum, og ég varð hreinlega fyrir vonbrigðum með Suprim kortið, Palit kortið er þéttara í hendi og betur skrúfað saman, það kælir auk þess alveg jafn vel ef ekki betur en er samt aðeins minna.
Þetta eru solid kaup fyrir hvern þann sem hefur áhuga.

Kortið fæst á 260.000,- og er hægt að nálgast það í borg óttans, nánar tiltekið 110 RVK


https://www.palit.com/palit/vgapro.php?id=4578