Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
Joningvar
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 18. Feb 2020 22:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Joningvar » Mið 19. Feb 2020 16:18

Nú hefur maður ekki hundsvit á tölvum, vantar vél sfyrir csgo mér var boðið þessa fyrir 75þús

Örgjörvi: Intel G4560 @3.5Ghz
Móðurborð: AsRock H110M-ITX/Ac
Skjákort: Gigabyte Windforce GTX780Ti
Minni: 8GB G.Skill DDR4 (Hægt að stækka)
SSD: Sandisk 120GB
HDD:Toshiba 500gb
PSU: Aerocool Strike-X 600W
Kassi: Thermaltake Core V1
CPU kæling: Prodigy ST1266
Stýrikerfi: Windows 10 Pro (Nýuppsett)Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 880
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Njall_L » Mið 19. Feb 2020 16:20

Nei, 75 þúsund fyrir þessa vél er heldur mikið.

Værir mun betur settur á að kaupa þessa hérna viewtopic.php?f=11&t=81211 (35k) og notað GTX1070 til dæmis á 25-30k. Fengir miklu betri vél fyrir minni pening


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB


Höfundur
Joningvar
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 18. Feb 2020 22:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Joningvar » Mið 19. Feb 2020 16:28

já þú meinar hann var upprunalega að selja hana á 100
Mossi__
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Mossi__ » Mið 19. Feb 2020 18:27

Joningvar skrifaði:já þú meinar hann var upprunalega að selja hana á 100


Sæll!!

Einhver héðan?
Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Emarki » Fim 20. Feb 2020 04:44

Þessi vél væri 25k virði
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 438
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf KristinnK » Fim 20. Feb 2020 08:59

Intel G4560 er þriggja ára gamall örgjörvi með bara tvemur kjörnum. Jafnvel ódýrasti Intel örgjörvinn á Vaktinni er fjögurra kjarna, með hærri tíðni (og augljóslega nýrri sem þýðir fleiri instructions per cycle) og kostar 14 þúsund. Þannig þessi örgjörvi er í mesta lagi 5-8 þúsund króna virði.

120 GB SSD kostar 4 þúsund krónur nýr. Þannig notaður er kannski 2-3 þúsund?

8GB minni kostar 6.5 þúsund nýtt, þannig segjum 4 þúsund notað.

500GB harðir diskar fást ekki nýjir lengur, en 1TB diskur kostar 7 þúsund, þannig kannski 2-3 þúsund?

Örgjörvakæling notuð er kannski 2-3 þúsund.

Kassi, móðurborð og PSU notað sem er ekkert sérstakt við er kannski 15 þúsund.

Þannig í heildina myndi ég segja að sanngjarnt verð sé 30-35 þúsund. Í mesta lagi 40 þúsund.


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB + 128GB Crucial M4 | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 880
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Njall_L » Fim 20. Feb 2020 09:09

KristinnK skrifaði:Intel G4560 er þriggja ára gamall örgjörvi með bara tvemur kjörnum. Jafnvel ódýrasti Intel örgjörvinn á Vaktinni er fjögurra kjarna, með hærri tíðni (og augljóslega nýrri sem þýðir fleiri instructions per cycle) og kostar 14 þúsund. Þannig þessi örgjörvi er í mesta lagi 5-8 þúsund króna virði.

120 GB SSD kostar 4 þúsund krónur nýr. Þannig notaður er kannski 2-3 þúsund?

8GB minni kostar 6.5 þúsund nýtt, þannig segjum 4 þúsund notað.

500GB harðir diskar fást ekki nýjir lengur, en 1TB diskur kostar 7 þúsund, þannig kannski 2-3 þúsund?

Örgjörvakæling notuð er kannski 2-3 þúsund.

Kassi, móðurborð og PSU notað sem er ekkert sérstakt við er kannski 15 þúsund.

Þannig í heildina myndi ég segja að sanngjarnt verð sé 30-35 þúsund. Í mesta lagi 40 þúsund.

Ert reyndar að gleyma að taka GPU inn í þetta, en 780TI er í dag kannski 5-7k.
Ég myndi giska á að raunvirði á þessari vél væri á bilinu 25-35k, eins og hefur áður komið fram í þessum þræði


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB


Mossi__
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Mossi__ » Fim 20. Feb 2020 10:35

Og maður þarf frekar góðan örgjörva fyrir CS:GO.

Ég efa að Intel G4560 keyri hann vel.
Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Emarki » Fim 20. Feb 2020 15:09

Raunvirði endurspeiglast af hvað menn vilja borga fyrir "gamla" notaða hluti og hefur ekkert að gera með hvað hlutirnir kosta nýjir, þegar þeir eru t.d. ekki fáanlegir nýjir lengur.

T.d. 500 Gb noname diskur gæti verið 10 ára gamall og að mínu mati algjörlega verðlaus, sama um dual channel móðurborð með 1x minni í einu slotti, algjörlega útí hött að mínu mati og ekki þess virði.

Við á vaktinni höfum orðið varir við það að það eru einstaklingar þarna útí sem eru að róta á ruslahaugum, góða hirðinum og jafnvel ódýru drasli hérna inni til þess að setja saman kassa og selja á fáranlegu verði á bland.is enn þeir hafa brennt sig hérna inni ;)

Kv. Einar
Sinnumtveir
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 20. Feb 2020 18:10

Emarki skrifaði:Þessi vél væri 25k virði


Held minna, en að amk ekki krónu meira.
Sinnumtveir
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta sanngjarnt verð fyrir þessa vél

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 20. Feb 2020 18:16

Emarki skrifaði:...
Við á vaktinni höfum orðið varir við það að það eru einstaklingar þarna útí sem eru að róta á ruslahaugum, góða hirðinum og jafnvel ódýru drasli hérna inni til þess að setja saman kassa og selja á fáranlegu verði á bland.is enn þeir hafa brennt sig hérna inni ;)

Kv. Einar


Reyndar er furðu lítið af tölvudóti í Góða hirðinum, nánast ekki nokkur skapaður hlutur, var mun meira áður fyrr. Svo er "Góði" í mörgu tilfellum orðinn of dýr. Þarna hafa sömu 30 dimmarnir verið til sölu mánuðum saman, ekkert nýtt virðist koma inn og verðin eru út í hött.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Fim 20. Feb 2020 18:18, breytt samtals 1 sinni.