Síða 1 af 1

Thinkpad T570 - i7 - 32GB Ram - m.2 NvmE - Snertiskjár

Sent: Þri 19. Nóv 2019 00:50
af DJ-Darko7000
Sælir, vegna erfiða ástæða ætla ég að selja viðhaldið mitt. Stóri turninn fær að halda sér hjá mér en ég ætla bjóða þessa YNDISLEGU fartölvu til sölu.

Þetta er ThinkPad T570, ennþá í ábyrgð og er meira en 1 ár eftir að henni.
Vélin er með 15.6" snertiskjá, létt og þægileg. 2 Battery í henni, svo batterílíf getur verið heill dagur.

Smá texti frá Lenovo.com um T570:
" With the world open for business 24/7, you need a portable PC that can keep pace. Like the ThinkPad T570. Boasting powerful processing, a fast, smooth running operating system, and plenty of memory, this 15.6" laptop can run for 16 hours on a single charge. It also has solid-state storage for faster performance and time-saving features, including a secure fingerprint reader and facial recognition log in. All of this, plus our legendary ThinkPad reliability and support. "

Förum aðeins yfir speccana:
CPU: Intel i7 7600U @ 2.80GHz (https://ark.intel.com/content/www/us/en/ark/products/97466/intel-core-i7-7600u-processor-4m-cache-up-to-3-90-ghz.html )
RAM: 2x 16GB Samsung DDR4 2400MHz, dual-channel capable, 2 x SO-DIMM sockets = 32GB samtals
GPU: Intel(R) HD Graphics 620 & NVidia GeForce 940MX 2GB GDDR5
SSD: 256GB Samsung m.2 NvmE háhraða "diskur"

Hún er með WLAN og WAN, sem þýðir að hún er 4G, sem er skuggalega þægilegt. Alltaf nettengdur.

Tengimöguleikar eru: 3x USB 3.1 tengi - 1x USB Type-C - Ethernet - Thunderbolt - SD kortalesari - Audio Out - HDMI 2.0 - og Smart Card Reader.

Upplýst lyklaborð, Bluetooth (mjög langdrægt), HD Webcam með góðum míkrafón, Fingrafaraskanni, Face Recognizion.

Eflaust eitthvað sem ég er að gleyma. Í stuttu máli er þessi vél allt sem maður vill frá fartölvu.
Hef bæði spilað tölvuleiki (afar lítið reyndar, stóri borðdurturinn fær að sjá um það) en hún höndlaði það vel.
Ég nota hana hinsvegar mjög mikið í Adobe Photoshop, Premirer Pro, Illustraitor og hún fer létt með það.

Þessi vél kostaði ný yfir um 400þ.kr, og eins og ég sagði. Á ennþá eftir meira en ár eftir af ábyrgð.


Skoða öll tilboð, Þarf amk 150-180þ.kr í peningum, svo skoða ég tölvuhluti uppí (skjákort,örgjörva,móðurborð,tölvuskjái, 10TB+HDD, 2TB+SDD), Tölvur (ekki fartölvur), Síma, iPhone 11 Pro væri sterkur leikur. Og Myndavélar, Helst Canon DSLR eða DJi Dróna. SKOÐA ÖLL TILBOÐ....

Eða bara all í pening auðvitað.... er bara tækjasjúkur.

Veit ekki hvað á ég skal setja á hana
Tilboð sendist hér í einkaskilaboðum og ég svara vanalega innan sólahrings.

Tölvunni fylgir, tölvutaska, hleðslutæki, Windows 10 Professional. Gott Karma

Mbk

Re: Thinkpad T570 - i7 - 32GB Ram - m.2 NvmE - Snertiskjár

Sent: Þri 19. Nóv 2019 07:48
af Benzmann
vill ekki skemma söluna hjá þér, en langar til að benda á það að T590 ný hjá Origo kostar svipaðann pening. og ódýrari ef þú biður um 10% afslátt.
ég myndi ekki verðleggja þessa tölvu á meira en 200.000 þús kr gefið að hún sé 2 ára.
Einnig fáir á vaktinni myndi ég segja sem myndi tíma að eyða 200k í notaða fartölvu,
Mæli með að prófa að auglýsa hana á Bland, munt eflaust fá meiri pening fyrir hana þar en hér á vaktinni.

Re: Thinkpad T570 - i7 - 32GB Ram - m.2 NvmE - Snertiskjár

Sent: Þri 19. Nóv 2019 08:11
af Hjaltiatla
Minnir að viðmiðið hérna inni hafi verið
6 mánaða gamall hlutur eða yngri = 25-30 % slegið af upprunalega verðinu á hlut
Eldri en 6 mánaða gamall búnaður = 50 % slegið af upprunalega verðinu

En fólk á einnig til í að hafa skoðun á því hverjir eru með besta verðið á vöru, þannig að þessar prósentutölur eru svo sem ekkert heilagar.

Re: Thinkpad T570 - i7 - 32GB Ram - m.2 NvmE - Snertiskjár

Sent: Þri 19. Nóv 2019 09:51
af Daz
Hjaltiatla skrifaði:Minnir að viðmiðið hérna inni hafi verið
6 mánaða gamall hlutur eða yngri = 25-30 % slegið af upprunalega verðinu á hlut
Eldri en 6 mánaða gamall búnaður = 50 % slegið af upprunalega verðinu

En fólk á einnig til í að hafa skoðun á því hverjir eru með besta verðið á vöru, þannig að þessar prósentutölur eru svo sem ekkert heilagar.


Ég á Voodoo Banshee skjákort sem mig langar að selja þér...

Langbesta þumlaputtareglan (ef það er ekki virkur markaður fyrir þessa vöru) er að finna sambærilegan nýjan hlut og miða verðið á notaða hlutnum útfrá því. Hversu mikið þarf að lækka sig frá "nýja" verðinu er svo vandaverk. Ég miða oftast bara við hversu mikið lægra verðið þarf að vera til að ég myndi sjálfur hafa áhuga.

En það er búið að benda á að T590 er til á svipuðu verði og OP setti á sína tölvu, það er bölvað vesen að verðleggja notaðar high-end fartölvur.

Re: Thinkpad T570 - i7 - 32GB Ram - m.2 NvmE - Snertiskjár

Sent: Þri 19. Nóv 2019 10:10
af Hjaltiatla
Daz skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Minnir að viðmiðið hérna inni hafi verið
6 mánaða gamall hlutur eða yngri = 25-30 % slegið af upprunalega verðinu á hlut
Eldri en 6 mánaða gamall búnaður = 50 % slegið af upprunalega verðinu

En fólk á einnig til í að hafa skoðun á því hverjir eru með besta verðið á vöru, þannig að þessar prósentutölur eru svo sem ekkert heilagar.


Ég á Voodoo Banshee skjákort sem mig langar að selja þér...

Langbesta þumlaputtareglan (ef það er ekki virkur markaður fyrir þessa vöru) er að finna sambærilegan nýjan hlut og miða verðið á notaða hlutnum útfrá því. Hversu mikið þarf að lækka sig frá "nýja" verðinu er svo vandaverk. Ég miða oftast bara við hversu mikið lægra verðið þarf að vera til að ég myndi sjálfur hafa áhuga.

En það er búið að benda á að T590 er til á svipuðu verði og OP setti á sína tölvu, það er bölvað vesen að verðleggja notaðar high-end fartölvur.


Ok, Viðmið er ekki sama og hver raunveruleikinn er (hvort vara er úreld, kominn nýrri mun öflugri týpa á betra verði etc).
Hins vegar er hægt að þræta um þessa hluti endalaust og þegar á botninn er hvolft þá fer þetta alltaf efitr framboði og eftirspurn.

Re: Thinkpad T570 - i7 - 32GB Ram - m.2 NvmE - Snertiskjár

Sent: Þri 19. Nóv 2019 14:00
af MatroX
og það er hægt að fá t570 svipaða speccaða á undir 1000 dollurum á ebay og sumar þeirra eru á vel undir 1000$