Síða 1 af 1

Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Þri 03. Sep 2019 19:40
af ishare4u
Góðan dag
Vantar smá ráðleggingar.

Ég er með skiptar skoðanir hvort ég ætti að uppfæra tölvuna mína eða ekki. Ég set specs hérna fyrir neðan og helstu notkun vélarinnar hjá mér :megasmile

Endilega kommentið ef eitthvað sker í augun á ykkur :D

Specs:
CPU: intel i7-7700(non-k) 240m AIO vatnskældur
Móðurborð: MSI B250M PRO-VDH
RAM: 16gb(2x8gb) 2400mhz
GPU: Asus 1080ti turbo - 240m AIO vatnskælt með kracken G12
Storage: Samsung 512gb m.2 Nvme SSD
Skjár: Massdrop VAST 100hz - 3440x1440

Notkun:
Leikir (aðalega Apex og sma Battlefield 5 eins og er)
Lightroom - ljósmyndavinna

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Þri 03. Sep 2019 21:36
af Bjarki Fannar
alls engin þörf til að upgreita. þetta er algjör beast fyrir tölvuleiki. :happy

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Þri 03. Sep 2019 22:54
af Mossi__
Það þarf að líða nokkur tími til þess að þessi dugi ekki.

En ef þú ert alveg að farast úr gremju, hvað væri budgetið?

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Mið 04. Sep 2019 13:53
af ishare4u
Mossi__ skrifaði:Það þarf að líða nokkur tími til þess að þessi dugi ekki.

En ef þú ert alveg að farast úr gremju, hvað væri budgetið?


Ég er ekkert að stress mig, en vildi bara fá skoðanir frá ykkur hvort að ég ætti að að fara að huga að uppfærslu :megasmile
Aðalega CPU þá, er t.d. ekki með möguleika á yfirklukkun.
Varðandi budget þá var ég að skoða 8700k/9700k intel megin og 3600x/3700x AMD megin sem dæmi.

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Mið 04. Sep 2019 14:11
af Mossi__
Imho.. þá væri gott múv að fara í 450-470 móðurborð og 3700x. Þá færiru líka í DDR4 Ram. 16 gíg er alveg nóg.

7700 óklukkaður er að fá ca 860-880 í Cinebench r15 3700x er að fá um 2000-2100. Myndir fonna hvað mestan muninn í Lightroom.

Þyrfti ekki að kosta eitthvað brjálað líka.
Þá væri vélin vel future proof.

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Mið 04. Sep 2019 14:30
af ishare4u
Mossi__ skrifaði:Imho.. þá væri gott múv að fara í 450-470 móðurborð og 3700x. Þá færiru líka í DDR4 Ram. 16 gíg er alveg nóg.

7700 óklukkaður er að fá ca 860-880 í Cinebench r15 3700x er að fá um 2000-2100. Myndir fonna hvað mestan muninn í Lightroom.

Þyrfti ekki að kosta eitthvað brjálað líka.
Þá væri vélin vel future proof.


Ok takk fyrir svarið. Hef einmitt verið að skoða 3700x og lýst ágætlega á hann þrátt fyrir að vera Intel fan haha :megasmile
Varðandi RAM þá er ég nú þegar að nota DDR4

En er ég þá alveg öruggur í bili með 7700(non-k) í leikina ?
Hef aðalega heyrt að menn séu að ná að lengja líftímann svo mikið á CPU með því að geta yfirklukkað

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Mið 04. Sep 2019 18:40
af Mossi__
Ég myndi halda það, að þú sérst alveg öruggur í bili með þennan örgjörva.

Ég er með 4710HQ (5 ára laptop) og hef ekki enn lent í vandræðum.

En silly me, fannst 7700 vera með DDR3. Aðeins að brainfarta.

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Fim 05. Sep 2019 00:42
af Sinnumtveir
ishare4u skrifaði:...
Hef aðalega heyrt að menn séu að ná að lengja líftímann svo mikið á CPU með því að geta yfirklukkað


Þumalputtareglan er að yfirklukkun styttir líftíma örgjörva.

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Fim 05. Sep 2019 02:59
af urban
Sinnumtveir skrifaði:
ishare4u skrifaði:...
Hef aðalega heyrt að menn séu að ná að lengja líftímann svo mikið á CPU með því að geta yfirklukkað


Þumalputtareglan er að yfirklukkun styttir líftíma örgjörva.


Já úr hverju ?
30 árum í 20 ár ?

Ég man ekki eftir neinum sem að hefur misst örgjörva vegna aldurs.

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Lau 07. Sep 2019 18:36
af ishare4u
Upp

Re: Uppfæra - bíða - ekki þörf?

Sent: Lau 07. Sep 2019 19:10
af SolidFeather
Ef þú þarft að spyrja þá þarftu þess ekki :guy

Ég er með svipað setup og finnst erfitt að réttlæta uppfærslu í 9900k/3900x og/eða 2080 Ti, en manni langar alltaf í nýtt dót. :guy :guy