Síða 1 af 1

[TS] Ofur mulningsvél! [Hættur við í bili má læsa]

Sent: Mið 03. Júl 2019 10:50
af halipuz1
Sælir/ar Vaktarar! Mig langar til þess að kanna hvort það sé áhugi fyrir tölvuni sem ég er með. Þetta er ofur tölva sem ég fýla alveg í tætlur, en því miður þá hef ég ekki þann tima sem ég ætlaðist til að hafa til að nota hana.



Specs:
Móðurborð:ASUS ROG Strix Gaming Z390-F
Örgjörvi: Intel i9 9900k
Vinnsluminni: 32GB Corsair VEN PRO RGB
Skjákort: ASUS ROG STRIX 2080 Ti OC
Aflgjafi: EVGA 850W 80+ Gold
Örgjörva Kæling: Corsair H115i Pro
Útblásturs viftur: Corsair LL120 RGB 120mm x 3
Inntaks viftur: Corsair ML140 x 4 Eru configurated í PUSH/PULL á vatnskassanum
M.2 nVME diskur: Samsung 970 EVO Plus 1TB
SSD: Samsung QVO 1TB SSD
SSHD: Seagate 2TB SSHD 2.5"
Custom sleeved kaplar: CableMod Modmesh fyrir EVGA.
Custom PSU Shroud fyrir kassann kostaði í kríngum 60$ að koma því heim.
Kassinn: Corsair 750D Upprunalega var hann ekki Airflow edition en pantaði airflow kit framan á plús top filter sem ég reyndar seglaði við botninn hah.
Það er Commander PRO í kassanum.
Ljós: Corsair Lighting RGB LEDs

Allt heim og saman kemur þetta nýtt í sirka 650.000

Ég er svo sem ekkert stressaður að selja turninn og ég fer í ENGA PARTASÖLU.
En til þess að setja verðmiða á þetta þá segi 525.000-.

ALLAR nótur til, mest verslað hjá att.is en shroud, aflgjafi, kassi og kaplar annarsstaðar

Er til í að skoða að taka tölvu uppí eða jafnvel eitthvað annað sniðugt!
Endilega hafið samband hér eða í síma 778-4774 (ef ég svara ekki síma þá er það líklegast því ég er á vakt eða sofandi fyrir vakt)


Ekki hika við að hafa samband!


Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mið 03. Júl 2019 11:08
af HalistaX
Er þetta svona Shroud:
Shroud-Speechless-Massive-Twitch-Donations-4k.jpg
Shroud-Speechless-Massive-Twitch-Donations-4k.jpg (130.09 KiB) Skoðað 2726 sinnum

Eða svona Shroud:
shroud-scooter-580x334.jpg
shroud-scooter-580x334.jpg (29.93 KiB) Skoðað 2726 sinnum


????????

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mið 03. Júl 2019 11:27
af halipuz1
HalistaX skrifaði:Er þetta svona Shroud:
Shroud-Speechless-Massive-Twitch-Donations-4k.jpg
Eða svona Shroud:
shroud-scooter-580x334.jpg

????????


Þetta er fyrri shroud, lookar meira custom.

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mið 03. Júl 2019 12:02
af Blues-
Geggjuð maskína, gangi þér vel með söluna!

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mið 03. Júl 2019 13:15
af addon
Opnaði þráðinn og var tilbúinn að ránghvelfa augunum yfir öðrum "MULNINGSVÉL" titli þar sem vélin er svo með 1050 korti og 8100 i3. Nope... mjög viðeigandi titill :happy

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mið 03. Júl 2019 16:58
af halipuz1
Takk takk :)

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Fim 04. Júl 2019 00:17
af halipuz1
Upp. Sendið á mig eitthvað þess vegna til í að taka fartölvu eða eh sniðugt uppí! Hell, þó það væri bíll \:D/ :lol:

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Fim 04. Júl 2019 08:01
af ZoRzEr
Flott vél. Gangi þér vel með söluna.

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Fim 04. Júl 2019 13:11
af KiddiJ
Væriru til að taka uppí pc tölvu sem ég er með specs eru 1080ti gaming oc 10 mánaða gamalt i7 8700k 16gb ram man ekki hvað móðurborðið heitir 2x m2 500gb nvme ssd þetta allt er 8 mánaða gamalt kostaði mig í heildina um 330k hvað myndiru vilja a milli? Allt var sett saman af computer.is gætir jafnvel fengið með amd r1700 móðurborð 16gb ram og vökvakælingu a cpu sem var í tölvunni áður en ég setti i7 í.

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Fim 04. Júl 2019 14:45
af halipuz1
KiddiJ skrifaði:Væriru til að taka uppí pc tölvu sem ég er með specs eru 1080ti gaming oc 10 mánaða gamalt i7 8700k 16gb ram man ekki hvað móðurborðið heitir 2x m2 500gb nvme ssd þetta allt er 8 mánaða gamalt kostaði mig í heildina um 330k hvað myndiru vilja a milli? Allt var sett saman af computer.is gætir jafnvel fengið með amd r1700 móðurborð 16gb ram og vökvakælingu a cpu sem var í tölvunni áður en ég setti i7 í.


Hentu á mig línu með fleiri upplýsingum um tölvuna og svona. Spjöllum þar!

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Fim 04. Júl 2019 15:52
af gnarr
Getur hún keyrt Crysis?

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Fim 04. Júl 2019 15:56
af halipuz1
gnarr skrifaði:Getur hún keyrt Crysis?


Crysis? Crysis byrjaði #MeTooPCMR byltinguna þegar ég installaði hann á þessa vél.

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Fös 05. Júl 2019 13:54
af halipuz1
TO THE TOP PEOPLE

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Lau 06. Júl 2019 01:03
af HalistaX
Fyrir forvitnis sakir: Hvaða skjá ertu búinn að vera að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) með þessu kvikindi? Í hvaða upplausn og Hz?

Áttu til einhverjar benchmarking tölur frá vélini eða? :)

Þetta er alveg hreint SVAKALEG vél... Gangi þér vel með söluna! :happy

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Lau 06. Júl 2019 17:04
af halipuz1
HalistaX skrifaði:Fyrir forvitnis sakir: Hvaða skjá ertu búinn að vera að (það er rangt að tala um að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!), ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) með þessu kvikindi? Í hvaða upplausn og Hz?

Áttu til einhverjar benchmarking tölur frá vélini eða? :)

Þetta er alveg hreint SVAKALEG vél... Gangi þér vel með söluna! :happy


Er að nota Asus 27" 1440p skjá 165hz. :) minnir mig að ég hafi verið að fá 17k í timespy. Þarf að athuga það betur man ekki on the top of my head.

Edit: https://www.3dmark.com/3dm/37391924?

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mán 08. Júl 2019 06:18
af halipuz1
:)

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mán 08. Júl 2019 07:18
af Viktor
Finnst frekar bjartsýnt að þú sért að fara að selja þessa vél án þess að fara í partsölu.

Fólk sem er að fara að eyða meira en hálfri milljón í tölvu vill væntanlega gera sína eigin custom vél eftir sínu höfði - og er líklega að fara að kaupa allt nýtt hvort sem er.

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mán 08. Júl 2019 09:51
af halipuz1
Sallarólegur skrifaði:Finnst frekar bjartsýnt að þú sért að fara að selja þessa vél án þess að fara í partsölu.

Fólk sem er að fara að eyða meira en hálfri milljón í tölvu vill væntanlega gera sína eigin custom vél eftir sínu höfði - og er líklega að fara að kaupa allt nýtt hvort sem er.


Mikið til í þessu, meira svona að kanna áhugann. Korter í að ég hætti við og breyti yfir í AMD og sel þá það sem kemur úr þessari :)

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mán 08. Júl 2019 10:35
af Fletch
halipuz1 skrifaði:Mikið til í þessu, meira svona að kanna áhugann. Korter í að ég hætti við og breyti yfir í AMD og sel þá það sem kemur úr þessari :)


Hvaða AMD cpu og móðurborð? :twisted:

Re: [TS] Ofur mulningsvél!

Sent: Mán 08. Júl 2019 14:53
af halipuz1
Fletch skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Mikið til í þessu, meira svona að kanna áhugann. Korter í að ég hætti við og breyti yfir í AMD og sel þá það sem kemur úr þessari :)


Hvaða AMD cpu og móðurborð? :twisted:


Á eftir að skoða það. Eflaust nýju línuna. Hehe :)