Gefins fyrir safnara

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Gefins fyrir safnara

Pósturaf mainman » Mið 23. Jan 2019 20:53

Áður en þetta fer í ruslið hjá mér þá datt mér í hug hvort einhver safnari hérna hefði áhuga á að hirða þetta.
Það er 28.8K módem fyrir ISA rauf minnir mig og það þarf að stilla IRQ in með dippum.
Síðan koma heimsfrægir IBM Cyrix sem voru frægastir fyrir að hitna svo mikið að kælivifturnar bráðnuðu ofan í kælikubbana.
Þeir virkuðu næstum því vel í Windows 95 vél í léttri vinnslu en byrjuðu yfirleitt að bræða viftur ef það var installað vírusvörn eða einhverju svoleiðis sem reyndi of mikið á örgjörva á þeim tíma.
Svo kemur á eftir þeim eitt stykki AMD K5 sem þótti æðislegur því hann keyrði á 66mhz bus svo hann háði svaka samkeppni við Intel pentium 3 sem var álíka stór og öflugt 8GB skjákort er í dag.
Að lokum kemur Intel DX2 i486 sem var yfirklukkaður í heil 66mhz en þótti stabíll engu að síður.
Allt saman fæst þetta gefins fyrir þann srm hefur gaman að þessu.
Hægt að senda mér skilaboð eða hringja í 6168631 .