Síða 1 af 1

[SELT]MiBox

Sent: Þri 17. Júl 2018 17:29
af Gorgeir
Til Sölu MiBox
Ónotað enn í kassanum.
Ástæða sölu er: Ég keypti boxið til að nota við sjónvarpið inni í svefnherbergi sem er ekki snjallt.
Svo bilaði sjónvarpið frammi í stofu (á meðan ég var að bíða eftir að sendingin kæmi til landsins) svo sjónvarpið sem var inni í svefnherberginu fór fram í stofu.
Android TV 8.0 er komið á tækin (kemur með Android TV 6.0 en ferð bara í update device og setur upp Android TV 8.0, sama og er á Nvidia Shield)
Verðhugmynd:10 þúsund
https://www.mi.com/en/mibox/
s:8219492
Mynd
Mynd

Re: MiBox

Sent: Þri 17. Júl 2018 19:58
af peturthorra
Afhverju viltu 10.000kr fyrir hlut sem þú pantaðir að utan sem kostar 8.500kr fyrir almenning (með toll, vsk og sendingu)

Re: MiBox

Sent: Þri 17. Júl 2018 22:10
af Gorgeir
Ég keypti boxið á 65 dollara. Svo 18 dollara í sendingarkostnað (DHL)
Svo borgaði ég vask og umsýslugjald sem var um 2500 ISK.
Sem gerir samtals um 11.500 ISK.
Ég kann vel að meta að þú gerir athugasemd við verðið mitt
en ég setti inn bara verðhugmynd. Ég er ekki að reyna að svindla eða græða, bara að reyna að losa mig við boxið.

Re: MiBox

Sent: Þri 17. Júl 2018 22:46
af Gassi
peturthorra skrifaði:Afhverju viltu 10.000kr fyrir hlut sem þú pantaðir að utan sem kostar 8.500kr fyrir almenning (með toll, vsk og sendingu)



Á hann að selja einhvað sem hann pantaði og lét flytja
Til landsins til sín á sléttu?

Ef fólk vill svona tæki þá getur það alveg pantað
Sér það sjálft

Re: MiBox

Sent: Þri 17. Júl 2018 23:51
af Cascade
peturthorra skrifaði:Afhverju viltu 10.000kr fyrir hlut sem þú pantaðir að utan sem kostar 8.500kr fyrir almenning (með toll, vsk og sendingu)


Upp a forvitni
Hvar fær maður mibox með öllum gjöldum a 8.500kr?
Er möguleiki að þú getir sýnt okkur það?

Re: MiBox

Sent: Mið 18. Júl 2018 17:05
af Gorgeir
þakka áhugann en boxið er selt.

Re: MiBox

Sent: Mið 18. Júl 2018 20:56
af peturthorra
Cascade skrifaði:
peturthorra skrifaði:Afhverju viltu 10.000kr fyrir hlut sem þú pantaðir að utan sem kostar 8.500kr fyrir almenning (með toll, vsk og sendingu)


Upp a forvitni
Hvar fær maður mibox með öllum gjöldum a 8.500kr?
Er möguleiki að þú getir sýnt okkur það?


Ég get það Já! Annars hefði ég ekki gert athugasemd!

https://www.aliexpress.com/item/Free-Sh ... autifyAB=0

66.56$ kostar það með sendingar kostnaði ... Með virðisauka og toll er það 8.732kr.
Svo er Google vinur þinn ;)

Re: [SELT]MiBox

Sent: Mið 18. Júl 2018 21:37
af frappsi
peturthorra skrifaði:
Cascade skrifaði:
peturthorra skrifaði:Afhverju viltu 10.000kr fyrir hlut sem þú pantaðir að utan sem kostar 8.500kr fyrir almenning (með toll, vsk og sendingu)


Upp a forvitni
Hvar fær maður mibox með öllum gjöldum a 8.500kr?
Er möguleiki að þú getir sýnt okkur það?


Ég get það Já! Annars hefði ég ekki gert athugasemd!

https://www.aliexpress.com/item/Free-Sh ... autifyAB=0

66.56$ kostar það með sendingar kostnaði ... Með virðisauka og toll er það 8.732kr.
Svo er Google vinur þinn ;)


Er ekki Visa/Mastercard gengið nær 108 kr = 8900? I öllu falli þá kemur tollmeðferðargjald ofaná þ.a. þetta er nær 9500. 500 kall fyrir að sleppa við að bíða í mánuð finnst mér allt í lagi...