Síða 1 af 1

[TS] Rafmagnshjól, Skoða áhugan

Sent: Þri 13. Mar 2018 16:29
af dawg
Er með svona hjól: Cube Aim SL, demparinn að framan er læsanlegur frá stýrinu. Gírar einungis að aftan því ég bætti við rafmagnsmótor.
https://imgur.com/8QjMlxh
https://imgur.com/56vgemD


Rafhlaðan er 52V 30A og situr í rammanum. Fjarlæganlegt ef viðkomandi vill hlaða fjarri hjólinu. Cellurnar í rafhlöðunni eru Sanyo 3500 GA. Rafhlaðan er ekki mikið notuð & hjólið alltaf geymt inni.

Ætlaði að kanna áhugann & hvaða verðbil fólk hafði hugsað sér áður en ég fer & græja fleiri myndir.

Hleðslan endist í nokkra daga m.v ferðir úr hfj í höfðatorg & hraðinn er einsog hentar. Stillanlegt í tölvunni á stýrinu hvað menn vilja aðstoð uppí háan hraða.

Það er einnig inngjöf á stýrinu sem er hægt að hafa eða fjarlægja. Hún er mjög þægileg ef maður þarf smá "búst" í brattri brekku eða rétt þegar maður er að koma sér á ferð.

Mótorinn er forritaður á 1000W en það er hægt að breyta honum í 1500W með því að tengja hann við tölvu. Það er samt algjör óþarfi.
Finnið ekki sambærilegan mótor & rafhlöðu í almennri sölu hér á íslandi.

Re: [TS] Rafmagnshjól, Skoða áhugan

Sent: Þri 13. Mar 2018 17:43
af kubbur
hvert er nývirði svona hjóls með mótor og batteríi og tilheyrandi

Re: [TS] Rafmagnshjól, Skoða áhugan

Sent: Þri 13. Mar 2018 19:20
af Aimar
leitaru eftir skiptum á tölvuhlutum?

Re: [TS] Rafmagnshjól, Skoða áhugan

Sent: Mið 14. Mar 2018 00:16
af dawg
kubbur skrifaði:hvert er nývirði svona hjóls með mótor og batteríi og tilheyrandi

Mótór er ca, 70k svo +shipping & tollur,
Rafhlaðan er ca, 40-50k +shipping & tollur(Þarf að fara sjóleiðina)
Sama módel á hjólin hjá Tri er ca 70k sýnist mér, Það er hinsvegar fyrir línuna sem er í gangi í ár. Fann ekki hjólið sjálft í sölu neinstaðar. Það kemur út ný "útgáfa" árlega.

En svo er það auðvitað samsetningar stússið líka. :)

Skoða allskonar skipti en vantar í rauninni ekkert.

Re: [TS] Rafmagnshjól, Skoða áhugan

Sent: Mið 14. Mar 2018 20:34
af dawg
Ekki vera feimnir við að henda á mig spurningum, þessi þráður er í construction & væri gott að fá ábendingar sem ég hendi mér svo í þegar það gefst tími til.

Hjólið er nb. "mun betra" en öll önnur rafmagnshjól á markaðinum þegar það kemur að afli. Hjólið sjálft hentar svo mjög vel í þetta. Til eru mun dýrari demparar en það er svona það eina sem mér dettur í hug innan skynsemis marka.

Re: [TS] Rafmagnshjól, Skoða áhugan

Sent: Sun 08. Sep 2019 19:10
af Frussi
Nú er ég í rafhjólapælingum og var að spá, hvar pantaðirðu rafhlöðuna og hvernig sneriru þér í sendingarmálum?