[TS] Samsung 51" sjónvarp

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
mmugg
has spoken...
Póstar: 164
Skráði sig: Fim 13. Sep 2012 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

[TS] Samsung 51" sjónvarp

Pósturaf mmugg » Lau 17. Des 2016 20:56

Er með til sölu 51" samsung plasma hd sjónvarp, týpa PS51D535, model PS51D535A5WXXE. Það er bilað en nothæft og fer þar af leiðandi á slikk. Fyrir ca. tveimur árum byrjuðu að sjást bleikir pixlar í staðinn fyrir hvíta/ljósgráa (sjá mynd). Sjónvarið hefur verið í notkun síðan bleikur pixlarnir komu í ljós og hefur ekkert versnað síðustu tvö ár. Hef ekki hugmynd um hvernig eða hvort það borgar sig að gera við það.

Verð ?. Til í skipti á einhverju tölvudóti.

http://www.samsung.com/se/support/model/PS51D535A5WXXE

2016-12-04 11.32.38.jpg
2016-12-04 11.32.38.jpg (2.25 MiB) Skoðað 704 sinnum




frr
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Samsung 51" sjónvarp

Pósturaf frr » Þri 20. Des 2016 11:37

Get ekki alveg áttað mig á myndinni hvort neðangreind sé vandamálið, en það er mjög sennilegt, sérstaklega ef þetta versnar þegar tækið er heitt.
Það eru spennustillingar sem þarf að eiga við, það þarf að fara varlega út af hárri spennu, en ætti ekki að vera mjög flókið (þó það hljómi þannig í myndskeiðinu, því hann fer yfir ýmislegt annað)
Varstu búinn að láta það í viðgerð?

https://www.youtube.com/watch?v=BlGlt8OUQxo

Er þetta skárra þegar þú ert nýbúinn að kveikja á tækinu?

Ef þú vilt enn losna við það, þá gæti ég haft áhuga, en ég myndi ráðleggja þér að láta kíkja á það.




Höfundur
mmugg
has spoken...
Póstar: 164
Skráði sig: Fim 13. Sep 2012 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Samsung 51" sjónvarp

Pósturaf mmugg » Þri 20. Des 2016 22:06

Vandamálið er mjög svipað og sést í þessu myndbandi:
https://youtu.be/28UxYb6_vSQ

Í athugasemdum fyrir myndbandið er einmitt verið að tala um voltage stillingar. Sá líka einhversstaðar athugasemdir um að einhverjir þéttar gætu verið byrjaðir að bólgna.

Hef ekki tekið eftir því hvort þetta sé skárra þegar nýbúið er að kveikja á tækinu.

Var ekki búinn að láta tækið í viðgerð en fékk þær upplýsingar á verkstæði að líklega þyrfti að skipta út panelnum.

Er kominn með nýtt tæki, þannig að þetta tekur bara pláss hjá mér.