Thinkpad R31 til sölu

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
H
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 14:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Thinkpad R31 til sölu

Pósturaf H » Fös 03. Apr 2015 23:41

Forngripur til sölu

Thinkpad R31 (2656L1U). Framleitt 03/03 (s.s. 12 ára)
Mobile Intel Celeron-S, 1200 MHz
512 MB SDRAM (1 kubbur; hitt RAM stæðið virkar ekki)
HITACHI DVD-ROM

Vantar smá plast stykki fyrir neðan skjáinn vinstra megin.
Fyrir utan RAM stæðið, þá virkar batteríið ekki heldur (þarf s.s. að vera í sambandi). Spennubreytir fylgir.
Innbyggða þráðlausa netkortið er svo gamalt að það virðist ekki virka með WPA2, bara WEP.
Annars virkar allt annað, eftir því sem ég best veit.

Hef verið að leika mér svolítið með Puppy Linux (Wary 5.5), sem virkar ágætlega, en vill selja gripinn án HD (get látið Wary Puppy 5.5 Live CD fylgja, sé þess óskað, sem gerir það mögulegt að nota vélina án HD). Windows XP Home leyfi fylgir.
Ef einhver vill eignast þennan ódrepandi forngrip, sendið tilboð í einkaskilaboðum.