Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
GunnarJons
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 24. Okt 2011 18:53
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf GunnarJons » Fös 16. Jan 2015 18:37

Sælir Vaktarar,

Fyrir einhverju síðan fengum við góðar viðtökur hjá ykkur þegar við auglýstum nokkur skjákort á sérverði fyrir Vaktara. Nú langar mig að gefa ykkur forskot á nokkrum fartölvum á sérstaklega góðu verði áður en þær fara í almenna sölu á útsölunni hjá okkur.

Um er að ræða nokkrar Asus Zenbook fartölvur sem komu með gölluðum touchpad. Það hefur verið settur nýr touchpad í þær allar og þær yfirfarnar, prófaðar og í toppstandi. Eins og í skjákortunum fylgir eins mánaðar endurgreiðsluréttur ef einhver vandkvæði eru með touchpadinn og auðvitað full 2 ára ábyrgð á tölvunni sjálfri.

Vélarnar eru í flestum tilvikum
• Asus Zenbook (Yfirtýpurnar eru UX31 og UX32)
• 13,3" Skjár
• i5/i7
• 4GB
• 128 SSD
• Intel HD Skjákort

Erum að lækka þær mjög hraustlega.
i5 á 89.990
i7 á 99.990


Við setjum þær inn á þriðjudaginn á útsöluna en höldum þeim bakvið fyrir Vaktara þangað til. Talið við sölumenn okkar á Suðurlandsbraut ef þið hafið áhuga og þeir ná í þær til að sýna ykkur eða sendið fyrirspurnir á verslun@tl.is.

Gunnar Jónsson
Sölu- og markaðsstjóri Tölvulistans

Mynd Mynd Mynd



Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 683
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Reputation: 46
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf flottur » Lau 17. Jan 2015 16:25

Eru einhverjir aðrir en ég að pæla í því að skella sér á eina?


Lenovo Legion dektop.


Magnific0
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 05. Maí 2014 13:23
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Magnific0 » Lau 17. Jan 2015 17:04

Fór þangað áðan kl 12:30 í dag (laugardagur), voru lengi að rifja þetta tilboð upp og svo kom uppúr krafsinu að þetta var bara 1 stk af hvoru, frábært... löngu selt. nokkrar tölvur eru ekki tvær tölvur. mesta lagi 3 þá ertu komin með nokkrar.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf HalistaX » Lau 17. Jan 2015 17:07

Magnific0 skrifaði:Fór þangað áðan kl 12:30 í dag (laugardagur), voru lengi að rifja þetta tilboð upp og svo kom uppúr krafsinu að þetta var bara 1 stk af hvoru, frábært... löngu selt. nokkrar tölvur eru ekki tvær tölvur. mesta lagi 3 þá ertu komin með nokkrar.

Þetta þykir mér nú nokkuð slapt.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Lexxinn » Lau 17. Jan 2015 17:12

HalistaX skrifaði:
Magnific0 skrifaði:Fór þangað áðan kl 12:30 í dag (laugardagur), voru lengi að rifja þetta tilboð upp og svo kom uppúr krafsinu að þetta var bara 1 stk af hvoru, frábært... löngu selt. nokkrar tölvur eru ekki tvær tölvur. mesta lagi 3 þá ertu komin með nokkrar.

Þetta þykir mér nú nokkuð slapt.


Ertu kominn með nokkrar þegar þær eru í mesta lagi 3?



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf HalistaX » Lau 17. Jan 2015 17:19

Lexxinn skrifaði:
HalistaX skrifaði:
Magnific0 skrifaði:Fór þangað áðan kl 12:30 í dag (laugardagur), voru lengi að rifja þetta tilboð upp og svo kom uppúr krafsinu að þetta var bara 1 stk af hvoru, frábært... löngu selt. nokkrar tölvur eru ekki tvær tölvur. mesta lagi 3 þá ertu komin með nokkrar.

Þetta þykir mér nú nokkuð slapt.


Ertu kominn með nokkrar þegar þær eru í mesta lagi 3?

Hann hefur væntanleg meint í minnsta lagi 3.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Magnific0
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 05. Maí 2014 13:23
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Magnific0 » Lau 17. Jan 2015 18:04

HalistaX skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
HalistaX skrifaði:
Magnific0 skrifaði:Fór þangað áðan kl 12:30 í dag (laugardagur), voru lengi að rifja þetta tilboð upp og svo kom uppúr krafsinu að þetta var bara 1 stk af hvoru, frábært... löngu selt. nokkrar tölvur eru ekki tvær tölvur. mesta lagi 3 þá ertu komin með nokkrar.

Þetta þykir mér nú nokkuð slapt.


Ertu kominn með nokkrar þegar þær eru í mesta lagi 3?

Hann hefur væntanleg meint í minnsta lagi 3.

Laukrétt laxmaður, þá getum við lokið þeirri umræðu.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf lukkuláki » Lau 17. Jan 2015 18:38

Úff þetta var lélegt ég myndi ekki tala um nokkrar nema ég væri kominn upp í amk. 7 - 8 stk eða fleiri.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Freysism
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 12:12
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Freysism » Lau 17. Jan 2015 18:43

Magnific0 skrifaði:Fór þangað áðan kl 12:30 í dag (laugardagur), voru lengi að rifja þetta tilboð upp og svo kom uppúr krafsinu að þetta var bara 1 stk af hvoru, frábært... löngu selt. nokkrar tölvur eru ekki tvær tölvur. mesta lagi 3 þá ertu komin með nokkrar.



Mjög slappt af Tölvulistanum að koma hingað og bjóða vökturum alveg rosalegt tilboð og vera svo bara með tvær tölvur á þessu tilboði ! af hverju fór þetta þá ekki bara á almenna sölu strax?


_______________________________________________________________________________
Do what you love and you'll never work a day in your live !

Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf stefhauk » Lau 17. Jan 2015 18:58

Nkl frekar lélegt hjá þeim



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7194
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1060
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf rapport » Lau 17. Jan 2015 19:04

Hvað er þetta, er ekki hægt að taka like ið sitt af OP ? -_-



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf HalistaX » Lau 17. Jan 2015 19:25

rapport skrifaði:Hvað er þetta, er ekki hægt að taka like ið sitt af OP ? -_-

Dislike'ar bara


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7194
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1060
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf rapport » Lau 17. Jan 2015 19:57

HalistaX skrifaði:
rapport skrifaði:Hvað er þetta, er ekki hægt að taka like ið sitt af OP ? -_-

Dislike'ar bara



Cant...

http://i.gyazo.com/55bea847561a1bacd86481f0ad02f0c5.png




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Klemmi » Lau 17. Jan 2015 20:11

lukkuláki skrifaði:Úff þetta var lélegt ég myndi ekki tala um nokkrar nema ég væri kominn upp í amk. 7 - 8 stk eða fleiri.


Svo ég minnist ekki á ruglið í þessari setningu, ef þetta voru ekki bara mistök/misskilningur í dag:

Vélarnar eru í flestum tilvikum


Báðum tilvikum nær lagi? Önnur er svona og hin hinsegin?



Skjámynd

Freysism
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 12:12
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Freysism » Lau 17. Jan 2015 20:48

rapport skrifaði:
HalistaX skrifaði:
rapport skrifaði:Hvað er þetta, er ekki hægt að taka like ið sitt af OP ? -_-

Dislike'ar bara



Cant...

http://i.gyazo.com/55bea847561a1bacd86481f0ad02f0c5.png


Klikkar á það sem sýnir hvað hann er með í einkun, sem er 1 (var 6) í augnarblikinu, finnur sjálfan þig og ferð í ruslafötunna :P getur svo alveg örugglega dislike'að :)


_______________________________________________________________________________
Do what you love and you'll never work a day in your live !


Gamligamli
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 31. Jan 2014 12:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Gamligamli » Lau 17. Jan 2015 22:01

Komið sælir vaktarar

Daníel Rúnar heiti ég og er verslunarstjóri á Suðurlandsbrautinni. Í gærkvöldi þegar verið var að gera þessa tölvur klárar var ég með 10 stykki sem ég tók hliðar þannig ég get fullyrt að ekki er um 2 tölvur að ræða. Þannig að því gefnu að það hafa ekki verið seldar til vaktara 7 tölvur fyrir 12:30 þá hafa þessar tölvur klárlega verið til. En líkt og Gunnarjons tekur fram voru tölvurnar ekki hafðar í almennri sölu, til að gefa ykkur forskot á þær. Að því gefnu er ég nokkuð viss um að tölvurnar séu til staðar og hér sé hreinlega um misskilning að ræða. Til að bæta úr þessu skal ég taka fram lista hér með hvaða tölvur voru til.

1x UX31AR4004H
2x UX31AR4004V
1x UX31ERY010V
2x UX31RSL83UY
1x UX32AR3013H
1x UX32AR3024H
2x UX32VDR3001

Bestu kveðjur Daníel Rúnar




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Dúlli » Lau 17. Jan 2015 22:05

Gamligamli skrifaði:Komið sælir vaktarar

Daníel Rúnar heiti ég og er verslunarstjóri á Suðurlandsbrautinni. Í gærkvöldi þegar verið var að gera þessa tölvur klárar var ég með 10 stykki sem ég tók hliðar þannig ég get fullyrt að ekki er um 2 tölvur að ræða. Þannig að því gefnu að það hafa ekki verið seldar til vaktara 7 tölvur fyrir 12:30 þá hafa þessar tölvur klárlega verið til. En líkt og Gunnarjons tekur fram voru tölvurnar ekki hafðar í almennri sölu, til að gefa ykkur forskot á þær. Að því gefnu er ég nokkuð viss um að tölvurnar séu til staðar og hér sé hreinlega um misskilning að ræða. Til að bæta úr þessu skal ég taka fram lista hér með hvaða tölvur voru til.

1x UX31AR4004H
2x UX31AR4004V
1x UX31ERY010V
2x UX31RSL83UY
1x UX32AR3013H
1x UX32AR3024H
2x UX32VDR3001

Bestu kveðjur Daníel Rúnar


Flott að fá svar en þið fáið allavega mínus frá mér fyrir að starfsmenn ykkar hafi ekki hugmynd um þetta. Asnarlegt að koma með tilboð og maður fer upp eftir og allir klóra sér í hausnum. Hreint óþolandi að fá svoleiðis og 10 stk er nú ekki mikið.




Gamligamli
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 31. Jan 2014 12:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Gamligamli » Lau 17. Jan 2015 22:14

Takk fyrir það Dúlli, satt er það að 10 stykki er ekki mikið enda voru þetta nokkrar tölvur en ekki margar :). En varðandi röngu upplýsingagjöfina bið ég viðkomandi afsökunar fyrir hönd Tölvulistanns. Við tökum öllum ábendingum með keppnisskapi þar sem við erum með mikinn metnað í gera ávalt betur og læra af mistökum.

Bestu kveðjur Daníel Rúnar.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Klemmi » Lau 17. Jan 2015 22:18

Gott að heyra að þetta hafi verið misskilningur og ég verð að segja að ég bjóst nú ekki við að þetta væru fleiri en 10stk ólíkt Dúlla :)

Það er þó annað, tvær neðstu týpurnar sýnist mér að séu i3 vélar, en þið segið að þær séu allar i5 eða i7.

Miðað við aldurinn á þessum týpum finnst mér einnig vert að spyrja, eru þetta notaðar og þá refurbished vélar? Það kemur hvergi fram hjá ykkur.




Gamligamli
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 31. Jan 2014 12:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Gamligamli » Lau 17. Jan 2015 22:37

Sæll Klemmi

Við segjum flestar eru i5 eða i7 :)

Vélarnar eru ekki Refurbished þar að segja þetta eru ekki vélar sem hafa farið RMA og komið til baka og eru í strangasti skilningi notaðar tölvur, þetta eru tölvur sem skipt var um tölvu við viðskiptavin þar sem á þessum tíma var bíðin eftir varahlutnum óeðlilega löng.

En ég vill endilega taka fram að vélarnar eru að lang flestar afar vel farnar og sést afar lítið ef eitthvað á þeim.

Bestu kveðjur Daníel Rúnar




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Klemmi » Lau 17. Jan 2015 22:58

Gamligamli skrifaði:Vélarnar eru ekki Refurbished þar að segja þetta eru ekki vélar sem hafa farið RMA og komið til baka og eru í strangasti skilningi notaðar tölvur, þetta eru tölvur sem skipt var um tölvu við viðskiptavin þar sem á þessum tíma var bíðin eftir varahlutnum óeðlilega löng.


Sæll Daníel,

þakka skjót og góð svör. Að því sögðu vil ég einnig taka fram að ég er ekki að reyna að vera með leiðindi en hér eru mínar skoðanir:

Tölva er annað hvort notuð eða ekki. Um leið og hlutur er tekinn í notkun, þá telst hann notaður. Þetta eru vélar sem hafa verið seldar viðskiptavinum og hafa komið einhverju síðar til baka vegna galla og gert við hann. Þið takið þetta ekki fram, sem ég skil ekki af hverju.

Með slíka vöru er í mínum huga ekki hægt að tala um afslátt, hvað þá stórafslátt. Þetta er notuð vara sem er ekki lengur í sölu, enda komu sumar týpurnar þarna út árið 2012 og engin með "nýjustu kynslóð örgjörva", þó svo að sú kynslóð sé orðin vel rúmlega árs gömul.

Þetta er ekkert ósanngjarnt verð fyrir þessar tölvur, sérstaklega ekki þegar tekið er tillit til þess að þeim fylgir 2 ára ábyrgð, en að sama skapi er þetta heldur ekkert brjálæðislega gott verð, frekar sanngjarnt fyrir báða aðila. Hins vegar finnst mér mjög skrítið að þessi saga þessara tölva hafi ekki verið tekið fram í upprunalegri auglýsingu, heldur að þið svarið þessu þegar einhver spyr.

Kveðja,
Klemmi



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7194
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1060
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf rapport » Lau 17. Jan 2015 23:35

Ber TL einhverja ábyrgð á því ef gögn frá fyrri eigenda eru seld með?

Ef þeir hafa keyrt einhverjar keyrslur yfir öll tóm svæði á SSD, nokkrum sinnum til að baktryggja sig, þá er diskurinn a.m.k. orðinn nokkuð notaður.

Og ef þeir hafa ekki gert það, eru þeir þá að taka sér bessaleyfi til að selja afrit af gögnum fyrri eigenda með tölvunni?

Guð hjálpi þeim ef fyrri eigandi var tónlistarmaður og STEF kemst í málið. 8-[




Gamligamli
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 31. Jan 2014 12:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf Gamligamli » Lau 17. Jan 2015 23:36

Sæll aftur Klemmi

Þetta eru alls ekki leiðindi heldur bara vel ígrundaðar spurningar sem eiga bara fullan rétt á sér. Að hluta til var það nú ekki tekið fram til einfalda auglýsinguna, þar sem tekið var fram að flestar komu með gölluðum touchpad sem eðli máls samkvæmt hefði nátturulega ekki uppgvötast nema með að viðskiptavinur hafi keypt tölvuna og notað og tekið eftir að villa var til staðar. Ég er alveg 100% sammála þér í því að um leið og hlutur sé tekinn í notkun sé hann notaður. Á engan mata var verið að reynt að halda því leyndu. Notkun orðsins afsláttur er nátturulega bara til að vitna í það verðið sé langt frá upprunalega verði. Betra orðalag hefði hugsanlega verið "á góðu verði" eða "sanngjörnu verði".

En líkt og hefur komið fram þá er að sjálfsögðu 2 ára ábyrgð á tölvunum og þar sem ekki er um refurbished tölvur að ræða heldur viðgerðar fyrir vikið bjóðum við einnig eins mánaðar endurgreiðslu rétt ef einhver vandkvæði koma upp.

Bestu kveðjur Daníel Rúnar



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf beatmaster » Lau 17. Jan 2015 23:38

Hvað varð um allar tölvurnar, eru þær uppseldar eins og sagt var í dag eða?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


vesley
Kóngur
Póstar: 4254
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Forskot á stórafslátt af Asus Zenbook fyrir Vaktara

Pósturaf vesley » Sun 18. Jan 2015 12:57

Nú svara ég fyrir sjálfann mig óháð mínu starfi..

En viðgerð vél og refurbished er nú bara sami hluturinn nema þá að "refurbished" er ekki íslenskt orð.

og vitna ég í alfræðiritið wikipedia þar sem pistillinn þar inni er bara nokkuð flottur.

The main difference between "refurbished" and "used" products is that refurbished products have been tested and verified to function properly



products that may be sold as "refurbished" include: Items returned for reasons other than defect and tested by the manufacturer


Eini munurinn væri í rauninni að þarna fór tölvan ekki til framleiðanda þar sem engin þörf var á því og hægt var að laga hana á staðnum.