[TS] 2x8 gb PNY 1600MHz DDR3 RAM vinnsluminni-Nýtt og ónotað

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
Hauxi
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 05. Nóv 2014 14:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

[TS] 2x8 gb PNY 1600MHz DDR3 RAM vinnsluminni-Nýtt og ónotað

Pósturaf Hauxi » Mið 05. Nóv 2014 15:39

Komiði sæl.

Ætlaði þvílíkt að uppfæra gömlu tölvuna og keypti 2x 8gb 1600MHz DDR3 RAM vinnsluminni frá PNY þegar ég var í USA um daginn.

Mynd

Það kom svo í ljós að tölvan er víst ekki bara gömul heldur hundgömul og móðurborðið styður ekki stærri en 4gb minniskubba.
Get ekki skilað þessu og vil því selja þetta á góðum afslætti til að geta keypt mér 4gb kubba í staðinn. Þetta er því algjörlega ónotað minni!

Er tilbúinn að selja þetta á 18 þús, sem er minna en ég borgaði fyrir þetta í USA.
Sé að þetta er að fara á 25-30 þús. í búðum hér.

Endilega sendið mér skilaboð hér ef þið hafið áhuga.

Bestu kveðjur,
Haukur




quad
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Fös 22. Jan 2010 15:17
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: [TS] 2x8 gb PNY 1600MHz DDR3 RAM vinnsluminni-Nýtt og ón

Pósturaf quad » Mið 05. Nóv 2014 16:28

sælir, ég gæti vel verið með kubbana sem þú þarft og skipt við þig+meðgreiðsla. hvað heitir móðurborðið nákvæmlega?


Less is more... more or less