Síða 1 af 1

[SELD] Thinkpad T420

Sent: Fös 22. Nóv 2013 11:20
af AntiTrust
Er að selja T420 vél sem kærastan á. Alveg rosalega lítið notuð og vel með farin. Í ábyrgð hjá Nýherja til 14.8.2014.

Rafhlaðan heldur 90% hleðslu miðað við nýtt og endist í 6-8 tíma eftir því hvernig vélin er notuð. Vélin er búin Optimus skjákortalausn frá nVidia, þ.e. hún hefur tvö skjákort og skiptir yfir á milli þeirra eftir því hvort fólk er að leitast eftir lengri líftíma á rafhlöðunni eða betri virkni. Þessi tölva styður allt að 3 aukaskjái í gegnum dokku.

Specs:

Örgjörvi: Intel Core i5 2520M 2.5-3.2GHz 64bit
Minni: 1 x 4GB 1333MHz DDR3 minni (16GB mest)
Skjár: 14,1" TFT HD+ LED m. innbyggðri 720p HD myndavél
Upplausn.: 1600x900 punkta
Skjákort: nVidia NVS4200 1GB og Intel HD graphics 3000 nVIDIA með Optimus tækni - 2 skjákort.
Diskur: 500GB Seagate 7200rpm
Netkort: 10/1000 Ethernetkort og Bluetooth 3.0
Þráðlaust kort: Intel Centrino Advanced-N 6205 802.11 b/g/n 300Mb WIFI með tveimur loftnetum (2.4 og 5Ghz)
Drif: DVD-RW Multiburner drif í Ultrabayslim stæði
Rafhlaða: LiIon (9 sellu) m. allt að 9:00 klst hleðslu - Tekur auka 9 sellu rafhlöðu sem festist undir vélina.
Tengi: 4x USB 2.0 (eitt með hleðslu), VGA, Displayport, eSATA, ethernet, Firewire
Kortaraufar: ExpressCard/34
Kortalesari: 4-1 (MMC, SD, SDHC, SDXC)
Öryggi: Innbyggður TPM öryggisörgjörvi, fingrafaralesari
Lyklaborð: Vvökvaþolið með lyklaborðsljósi
Mús: UltraNav Multitouch mús og Trackpoint IV 4 hnappa mús
Byggingarefni: Koltrefjablanda sem er gríðarlega sterk
Stærð: 340.5 x 233.0mm x 30.1-30.5mm, þyngd 2,13kg
Stýrikerfi: Windows 7 Professional 64 bita eða Windows 8 Professional 64 bita

Verðhugmynd: 135.000kr

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Þri 26. Nóv 2013 13:59
af AntiTrust
Minni á þetta, skoða tilboð.

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Þri 03. Des 2013 00:46
af AntiTrust
Ekki vera feimin við að bjóða.

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Þri 10. Des 2013 10:52
af AntiTrust
Jólagjafaverð!

.. Hvað svosem það þýðir. Er í góðu skapi, hendið á mig tilboði og reynið á lukkuna.

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Fim 23. Jan 2014 08:55
af AntiTrust
Upp með þetta. Býður spennt eftir næsta eiganda.

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Fim 23. Jan 2014 11:45
af nidur
Ábyrgðin sem er eftir alltaf að styttast, koma svo

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Mán 03. Feb 2014 15:22
af AntiTrust
Hvar eru Thinkpad fanboyarnir? :)

Opinn fyrir tilboðum.

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Mán 03. Feb 2014 16:08
af chaplin
Thinkpad Fanboy reporting in.

Frá því ég eignaðist fyrstu IBM T41 skriðdrekann minn (2004, Lenovo í dag) hef ég aldrei keypt annað merki, í dag nota ég 2007 tölvu (T61, 7 ára gömul), með SSD disk, svínvirkar og aldrei feilað.

Ef e-h hér er amk að íhuga fartölvukaup og vill vél sem virkar, þá er það þess virði að skoða gripinn hjá honum, einnig topp maður í viðskiptum. :happy

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Mán 03. Feb 2014 17:02
af Jimmy
chaplin skrifaði:Ef e-h hér er amk að íhuga fartölvukaup og vill vél sem virkar, þá er það þess virði að skoða gripinn hjá honum, einnig topp maður í viðskiptum. :happy


Fyrir utan það að vera svo löðrandi í kynþokka að það hálfa væri helvítis hellingur.

En það er mögulega dass off topic.

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Þri 18. Feb 2014 11:14
af AntiTrust
Off topic leyft hérmeð svo lengi sem það er í ofangreindum stíl.

Upp með þetta.

Re: [TS] Thinkpad T420

Sent: Þri 18. Mar 2014 12:20
af AntiTrust
Tilboð: 110.000.

Bara sem dæmi þá kostar sambærilega spekkuð T440 um 240.000 - þótt það sé vissulega nýrri kynslóð af vélbúnaði.

Re: [TS] Thinkpad T420 - 110.000

Sent: Þri 18. Mar 2014 13:25
af MrSparklez
Er með T410 hérna á heimilinu, rosalega solid tölvur !! Færð varla betri skólatölvu fyrir þennann pening !