
2 stk af CFI 4x eSATA boxum sem taka 4 stykki SATA diska, og með hverju boxi fylgir lítið PCIe eSATA RAID controller kort til að tengja boxin við tölvuna ef þú ert ekki með eSATA tengi fyrir. Boxin eru með blárri díóðu sem lýsir upp viftuna aftan á boxinu og hafa þessi box reynst mér frábærlega undanfarin ár, en þar sem ég er kominn yfir á Mac fartölvu er eSATA ekki í boði fyrir mig lengur. Þessi box styðja m.a. JBOD og henta því frábærlega til að tengja bland-í-poka af diskum við tölvuna. Innbyggður spennibreytir er í boxunum svo það er lágmarks snúruvesen.
15.000 kr stykkið eða besta boð, 28.000 ef bæði eru keypt saman.

Highpoint X4 með RocketRaid 2322 RAID controller PCIe korti. Þetta box tekur 4 diska í sleðum og notar Infiniband/Mini-SAS tengingu við tölvu sem í raun felur í sér fjórfaldan eSATA hraða. Boxið var með einhverja stæla við mig síðast þegar ég notaði það og því er ég ekki viss um að það sé í lagi, en ég er nokkuð viss um að kortið sé í lagi, en ég hef ekki getað prófað það lengi þar sem ég hef enga PC vél lengur til að prófa á.
Verð: Besta boð! Það er 50/50 líkur á að boxið virki og ef það virkar ertu kominn með stórkostlega hratt RAID box, ef ekki þá ertu með fínasta Mini-SAS RAID kort :-) ATH. Boxið er mjög hávært. Ég skoða öll tilboð hvað þetta box varðar! Þetta dót kostaði tæp 100þ á sínum tíma en fæst á $250 á eBay í dag. Ef þú býður mér 15þús skal ég lofa þér endurgreiðslu ef þetta virkar ekki hjá þér.

24-porta 10/100 switch frá Planet, keyptur í Tölvulistanum á sínum tíma, fæst á 5.000 kr.
Áhugasamir sendi mér PM
