Ég er hér með P180mini tölvukassa sem ég ætla að kanna áhugann á. Kassinn er allur í topp standi fyrir utan það að fremst á honum er ekki hægt að smella aftur lokunni fyrir framan vifturnar. Sjá mynd:

Þetta sem ég hef merkt með rauðu hringjunum er semsagt eitthvað gallað, en það er alveg hægt að halla þessu aftur og loka stóra aðallokinu á kassanum. Þetta er mjög smávægilegt fyrir minn smekk og truflar ekkert.
En endilega hendið á mig tilboðum ef þið hafið áhuga. Ég er bara að kanna áhugann og mun selja vöruna ef ég fæ fullnægjandi tilboð.
Þessi kassi er hvergi fáanlegur hér á klakanum svo að ég best viti en computer.is voru einu sinni að selja hann á 27 þúsund