Síða 1 af 1

Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Mán 05. Mar 2012 15:20
af BjarkiB
Hef lítið að gera með elskuna mína, og langar að fá mér fartölvu í staðinn, ekki staðráðinn í selja en langar allvega að vita hvað ég get fengið fyrir hana.
Keypti hana í mars 2010, og nánast allt er frá Buy.is. ATH. ÞAÐ ER ENGIN ÁBYRGÐ, gos sullaðist yfir vélina og móðurborðið eyðilagðist, en allt annað stóðst bilunargreiningu hjá tölvutek.

Kostaði allt saman sirka 300 þúsund.

Innihald:

Örgjörvi: Intel i7 920 @ 2,6 GHz , hefur verið overclockaður.
Móðurborð: Gigabyte GA-X58A-UD3R, keypt hjá tölvutek í fyrra, ætti að vera ábyrgð ennþá.
Skjákort: Ati Radeon HD 5850, var þvegið í vatni eftir gosið, stóðst bilunargreiningu hjá tölvutek, smá merki eftir rakann.
Vinnsluminni: Kingston Hyper X 3*2 GB (6 GB) 1600 MHz
Aflgjafi: Corsair HX 650
Turnkassi: HAF 932 Fullcase, front spreyjað rautt.

Myndir koma ef óskað er eftir.

Jaðartæki:

Lyklaborð: Microsoft Sidewinder x6
Mús: Logitech MX 518
Skjár: BenQ G2420HDBL, kostaði 40 þúsund í tölvutek.


Hvað er svo sanngjarnt verð fyrir allan pakkann? Vill helst selja turninn allan í einu.

Mbk. Bjarki.

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Mán 05. Mar 2012 16:28
af Benninho10
enginn HDD ? :)

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Mán 05. Mar 2012 18:50
af BjarkiB
Benninho10 skrifaði:enginn HDD ? :)


Er með 2*1tb en er ekki viss hvort það fer með, allavega ekki báðir.

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 14:55
af BjarkiB
Upp

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 15:00
af AciD_RaiN
Ég myndi svona í fljótu bragði skjóta á 160 þús. Endilega ef þú getur sett inn myndir þá væri það ekki slæmt. Veit um einn sem er að fara að uppfæra eftir grásleppuvertðiðina :happy

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 16:03
af ScareCrow
AciD_RaiN skrifaði:Ég myndi svona í fljótu bragði skjóta á 160 þús. Endilega ef þú getur sett inn myndir þá væri það ekki slæmt. Veit um einn sem er að fara að uppfæra eftir grásleppuvertðiðina :happy


160þús er alltof mikið fyrir þetta setup.

Ég keypti svipað setup í fyrra nema með 1200W aflgjafa,950 örgjörva á 120þús. Hlutirnir falla aðeins niður í verði eftir t.d. OC, og að t.d. skjákortið hafi fengið gos yfir sig.

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 16:10
af Tbot
Fékk fyrir nokkrum mán hérna á vaktinni Haf kassa fyrir 12 eða 13 þús.

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 16:31
af BjarkiB
Er kominn með tilboð uppá 135 þúsund fyrir allt, 5,1 Creative hátalara og 720p webcam og 1tb disk með. Teljið þið það sanngjarnt verð?

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 16:37
af Black
BjarkiB skrifaði:Er kominn með tilboð uppá 135 þúsund fyrir allt, 5,1 Creative hátalara og 720p webcam og 1tb disk með. Teljið þið það sanngjarnt verð?


ég myndi taka því, og kaupa þér síðan http://tolvutek.is/vara/samsung-300v3a- ... ilfurlitud þessa vél, i3 fartölva með 6gb vinnsluminni og 1gb skjástýringu, Bang for the buck :)

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 17:12
af AciD_RaiN
Hvernig kæling er á örranum??

Re: Verðcheck, HD 5850 i7 920 o.fl

Sent: Þri 06. Mar 2012 17:39
af BjarkiB
AciD_RaiN skrifaði:Hvernig kæling er á örgjörvanum??


CoolerMaster Hyper 212.