Síða 1 af 1

Ódýrir partar eða tölvan í heild sinni til sölu

Sent: Mið 09. Nóv 2011 15:01
af arnivarahlutir
Sælir allir, var að fá mér glænýja fartölvu og þarf að losna við gamla Medion turninn minn. Var að sækja hann úr viðgerð og fékk að vita að móðurborðið er ónýtt, svo ég er með til sölu eftirfarandi allt ódýrt.

Aflgjafi : ATX 300 Wött
Móðurborð : MSI 1996N
Örgjörvi : Intel Pentium 1.6 GHZ (2140)
Vinnsluminni : 2GB DDR 2
Skjákort : Nvidia Geforce 8500 GT 256 Mb DDR2
Harður diskur : 320 GB Sata
Held að kassinn sé medium.

Mér er sama hvort þið viljið festa kaup á gripnum í heild sinni eða bara einum part, sendið mér bara skilaboð ef þið hafið áhuga/spurningar :D

Re: Ódýrir partar eða tölvan í heild sinni til sölu

Sent: Mið 09. Nóv 2011 15:03
af arnivarahlutir
Ah auðvitað, gleymdi að taka fram í upptalningunni hér fyrir ofan að móðurborðið er ónýtt.

Re: Ódýrir partar eða tölvan í heild sinni til sölu

Sent: Mið 09. Nóv 2011 15:04
af chaplin
Notaðu edit takkan næst, svo tví sendir þú inn auglýsinguna, tók hina út.

Velkominn á vaktina. ;)

Re: Ódýrir partar eða tölvan í heild sinni til sölu

Sent: Mið 09. Nóv 2011 16:05
af Varasalvi
Skjákortið PCI eða PCI-Express?

Re: Ódýrir partar eða tölvan í heild sinni til sölu

Sent: Lau 12. Nóv 2011 13:40
af Bengal
Hvernig vinnsluminni er þetta? 1x2GB eða 2x1GB?
Hver er klukkuhraðinn?