Síða 1 af 1

Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Lau 16. Okt 2010 21:39
af hagur
Sælir,

Er með þrjú kort hérna til sölu.

1. Hauppauge WinTV-PVR 150
MyndATH: Myndin sýnir NTSC útgáfu með USA type loftnetstengjum. Mitt kort er PAL og með þessum venjulegu RF loftnetstengjum.
Ég er nýbúinn að kaupa þetta notað hérna á vaktinni, ætlaði að vera með tvö svona kort í HTPC vélinni minni, en lenti í einhverju resource conflictum sem ég gat ekki reddað. Er bara með 2 PCI raufar í vélinni þannig að ég hafði ekki möguleika á að switcha milli raufa o.þ.h.
Ætla því bara að selja þetta aftur.

Þetta er analog sjónvarpskort, með composite/s-video og audio input-um, sem gerir þetta snilld til að tengja DVD-spilara/videotæki/videocamerur o.sv.frv. við tölvuna til að taka efni upp. Getur líka tengt leikjatölvur við tölvuna og tekið upp gameplay video.

Þetta kort er með innbyggðan hardware MPEG encoder, þannig að það tekur upp MPEG video án þess að trufla örgjörvann í tölvunni.

Virkar vel með SageTV, MediaPortal, Windows Media Center, BeyondTV o.fl. o.fl.

Mjöööööög solid kort. Hauppauge eru snillingar þegar kemur að sjónvarpskortum.

Verð: Bara bjóða í þetta ...

2. Intel PRO/1000 GT Gigabit Adapter
Mynd

"Alvöru" Intel netkort. Keypt í computer.is fyrir nokkrum mánuðum. Held að þetta sé nákvæmlega þetta kort hérna: http://www.computer.is/vorur/4721/

Verð: Bara bjóða í þetta ...

3. PCI hljóðkort með VIA chipsetti
MyndATH: Ekki endilega alveg sama kort, en lítur nánast 100% svona út.
VIA tremor chipset. Minnir svo að það hafi komið inn í Windows sem ENVY24 eitthvað. Veit ekki meir .... einfalt hljóðkort sem virkar fínt.

Er með mic/line-in, front/center/back out og svo SPDIF toslink tengi.

Verð: Bara bjóða í þetta ...

Svarið hér eða PM ....

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Sun 17. Okt 2010 00:49
af ohara
Er þetta Hauppauge sjónvarpskort með IR blasters en það er með sumum þessara korta?

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Sun 17. Okt 2010 09:12
af hagur
Nei, mér sýnist það ekki hafa slíkt. A.m.k er ekkert slíkt tengi aftan á kortinu.

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mán 18. Okt 2010 16:30
af ohara
Bíð 3.000 í Hauppauge kort.
Óli 840 2381

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mið 27. Okt 2010 21:03
af hagur
Var að vonast eftir aðeins meiru fyrir sjónvarpskortið ...

TTT.

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Sun 31. Okt 2010 14:16
af gummih
er hljóðkortið sterio, 5.1 eða 7.1?

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mán 01. Nóv 2010 19:46
af hagur
Það er a.m.k 5.1 ef þú notar SPDIF optical tengið. Veit ekki hvort það styðji 7.1

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mán 01. Nóv 2010 19:48
af biturk
gæti ég tengt sjónvarp símanns við þetta og notað til að taka upp i´tölvuna?

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mán 01. Nóv 2010 19:48
af gummih
spdf tengið er? og getur maður notað heyrnartól með 5.1 support í það?

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mán 01. Nóv 2010 21:17
af hagur
biturk skrifaði:gæti ég tengt sjónvarp símanns við þetta og notað til að taka upp i´tölvuna?


Já, tengir afruglaran við sjónvarpskortið með composite video og svo rautt/hvítt fyrir hljóð. Ef afruglarinn er með S-Video tengi, þá notarðu það í staðinn fyrir gula video tengið, færð aðeins betri mynd þannig.

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mán 01. Nóv 2010 21:18
af hagur
gummih skrifaði:spdf tengið er? og getur maður notað heyrnartól með 5.1 support í það?


SPDIF er digital tengi til að senda digital hljóðstraum yfir í t.d heimabíómagnara sem supportar slíkt. Nei, er nánast 100% viss um að það séu ekki til headphones sem tengjast beint í SPDIF.

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mán 01. Nóv 2010 22:36
af gummih
þarf ég þá millistykki eða?
en ef ég er með usb 5.1/7.1 heyrnartól? skiptir þá hljóðkortið máli? og ef svo er, myndi það virka með þessu hlóðkorti?

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Þri 02. Nóv 2010 08:38
af hagur
gummih skrifaði:þarf ég þá millistykki eða?
en ef ég er með usb 5.1/7.1 heyrnartól? skiptir þá hljóðkortið máli? og ef svo er, myndi það virka með þessu hlóðkorti?


Ég er ekki viss hvernig þessi multi channel heyrnatól virka, taka þau ekki bara stereo hljóð og upmixa það?

Ég hef ekki heyrt um USB heyrnatól heldur, en þau eru væntanlega þá sjálf með innbyggt USB hljóðkort og ef svo er, þá skiptir þetta hljóðkort engu máli. Það væri ekki notað.

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Fim 03. Feb 2011 17:06
af xEaRtHzHD
ok heyrðu afsakið smá forvitni hérna ég er tilvúinn að borga 20-25 þús ef þetta er Hauppauge HD Pvr ,Til að Recorda Ps3 ,..eða ??virkar það ??

er þetta einhvermegin svona í laginu
http://www.amazon.co.uk/Hauppauge-Captu ... B001M0MY10

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Fim 03. Feb 2011 20:47
af hagur
Nibb ... þetta er bara WinTV PVR-150 MCE kort, eins og myndin í upprunalega innlegginu sýnir ...

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Fös 04. Feb 2011 10:46
af bulldog
Ég býð 5 þúsund í sjónvarpskortið.

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Sun 04. Mar 2012 17:48
af jontryggvi7
Ég býð 20k í HD PVR (er í lægi að ég borgi í apríl) geturu þá bara geymt hann fyrir mig

Re: Hauppauge sjónvarpskort + Intel netkort + hljóðkort

Sent: Mið 07. Mar 2012 20:25
af hagur
Þetta er/var ekki HD-PVR, bara pci sjónvarpskort og er löngu selt.