[TS] Kröftug PC tölva sem keyrir Mac

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
Opes
FanBoy
Póstar: 792
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

[TS] Kröftug PC tölva sem keyrir Mac

Pósturaf Opes » Fim 31. Des 2009 03:33

Sælir.
Er að selja tölvuna mína. Ástæða til sölu er að ég á iMac, og mig vantar pening.

Íhlutirnir eru ekki endilega ódýrastir í þeim verslunum sem ég tengla í. Tenglarnir eru í flestum tilvikum þar sem ég keypti íhlutina.

Mynd

Tæknilegar upplýsingar:

Kassi: Antec P182 (keyptur hjá Tölvutek 21.07.09, með auka viftu Antec Tricool 120mm) - kostaði 36.990 kr. hjá Tölvutek fyrir um tveimur mánuðum
Móðurborð: Gigabyte GA-EP45T-UD3P (í ábyrgð hjá Tölvutek til 19.12.10, fékk það nýtt í ábyrgðarútskipti fyrir um tveim mánuðum) - 29.990 kr.
Örgjörvi: Intel Core2Quad Q6600 2.4GHz, get overclockað í 3.0 GHz, eða 3.2 GHz stable fyrir kaupanda (keypt hjá Tæknibæ 03.01.09) - kostaði 31.600 kr.
Örgjörvakæling: Thermalright Ultra Extreme (keypt hjá Kísildal, 29.12.08) - 14.500 kr.
Vinnsluminni: 2x2gb Mushkin DDR3 1333mhz CL9 (keypt hjá Tölvutek 05.08.09) - 24.900 kr.
Skjákort: Gigabyte GeForce 8800 Ultra (er rúmlega tveggja ára gamalt, kostaði um 45.000 kr. nýtt)
Skjákortskæling: Thermalright HR-03+ (hérna er tengill á samskonar) - 11.500 kr.
Harður diskur: 1TB Samsung (keyptur hjá computer.is, 19.12.08) - 18.900 kr.
Þráðlaust netkort: D-LinkDWA-547, 802.11n (keypt fyrir svona 7-8 mánuðum hjá Elko, ábyrgð á kt. minni[/url]) - 8.995 kr.
Aflgjafi: 650w Antec Neopower Modular (keyptur hjá Tölvutækni 22.07.09) - 19.990 kr.
Geisladrif: Samsung DVD skrifari (keyptur hjá att.is 16.09.09) - 4.950 kr.

Nótur fyrir öllu fylgja (nema þráðlausa netkortinu, það er skráð á kt.), sem gildir sem ábyrgðarskírteini. Ábyrgð gildir í tvö ár frá ofangreindum kaupdegi.

Ég setti saman tölvuna. "Cable Management"-ið er rosalegt í þessum kassa, og það varla sést í kapal! Loftflæðið er virkilega gott!
Heyrist mjög lítið í tölvunni, þar sem það er engin vifta á örgjörvanum, né skjákortinu, bara rosalega stórar kæliplötur, og gott loftfæði í kassanum. Skjákortið, og örgjörvinn eru að keyra á mjög góðu hitastigi. Tölvan hefur verið rykhreinsuð, og rykfilterarnir alltaf hreinsaðir reglulega (á um tveggja vikna fresti). Það er varla að finna ryk í þessum kassa.

Mun ekki selja í pörtum.

Er að keyra Mac OS X 10.6.2 á henni, og Windows 7 - 7600 (64bita). Allt virkar fínt í Mac OS X.

Fyrir áhugasama þá er ég að nota Chameleon 2.0 RC4, DSDT patch (skjákort með EFI strings), og nokkra kext. Bootloaderinn er uppsettur á EFI disksneiðina.
S.s. hún loadar öll kext af sér disksneið, svo kerfið er sett upp "retail".
Get afhent hana með nánast hvaða stýrikerfi sem er, en kaupandi þarf að eiga leyfið.
Get afhent hana með Mac OS X 10.6.2 nýuppsettu.
Tölvan er 100% EFi-X compatible.

Allir kassar og fullt af auka snúrum og fleira fylgir með.

Ný kostar þessi tölva tæpar 220.000 kr (miðaði skjákortið sem 15.000 kr. og örgjörvan sem 25.000 kr.).

Óska eftir tilboðum/fyrirspurnum á siggi[hjá]siggifly.net, eða í PM.
Takk fyrir.

-Siggi.




Höfundur
Opes
FanBoy
Póstar: 792
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Kröftug PC tölva sem keyrir Mac

Pósturaf Opes » Lau 02. Jan 2010 00:24

SELD!



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Kröftug PC tölva sem keyrir Mac

Pósturaf Glazier » Lau 02. Jan 2010 00:33

Á hvað ?


Tölvan mín er ekki lengur töff.