Síða 22 af 22

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fös 14. Ágú 2020 14:11
af Sveinn
Þótt ég skilji alveg að allir vilja fá sem mest fyrir vöruna sem þeir eru að selja, þá leiðist mér svona viðskiptahættir.

Til að stikla á samtalinu á milli okkar, þá var Thor337 búinn að samþykkja að selja mér tölvu sem hann síðan hætti við og seldi öðrum dýrari nokkrum klst áður en ég ætlaði að sækja hana. Hér er samtalið okkar sem byrjaði klukkan 02:12 um nótt. Sleppi nokkrum smáatriði sem skipta engu máli í heildarmyndinni:

Sveinn skrifaði:Sæll :) Ég hef áhuga á þessu hjá þér. Ef þú hefur hugsað vel um hana og allir eru hressir, þá gæti ég sótt hana á morgun fyrir 130 þúsund. Til í það?


Thor337 skrifaði:Smá ryk hef ekki þrifið hana síðan á síðasta ári. Get sent þér mynd. Ætlaði að selja hana á 150 og er búinn að lækka verðið, þannig 140 er verðið.


Hann sendir myndir og smá detaila um ástand tölvunnar

Sveinn skrifaði:Glæsilegt! Já veistu ég held maður skelli sér bara á þetta. Ertu á staðsetning?


Thor337 skrifaði:Já er í staðsetning. Of seint að sækja þetta núna? Haha er glaðvakandi, kallinn búinn að snúa sólarhringnum við.


Sveinn skrifaði:Hehe það væri minnsta málið nema dóttirin er sofandi inn í herbergi. Ég er laus á morgun á milli 13 og 16 :)


Thor337 skrifaði:... geturðu sótt hana á morgun þá?


Sveinn skrifaði:Já ég skutlast eftir henni :) Hvað er símanúmerið þitt?


Fæ ekkert svar þar til næsta dag kl. 15:08 (sagðist vera laus milli 13 og 16):

Thor337 skrifaði:Hvað seiguru á ég að gera hana tilbúna?


Sveinn skrifaði:Þetta er svona alveg á mörkunum að ég nái þessu í dag ....


Thor337 skrifaði:Enginn séns í kvöld?


Sveinn skrifaði:Jú, en ekki fyrr en um 9 ef það er í lagi?


Fæ ekkert svar fyrr en kl. 16:55:

Thor337 skrifaði:Heyrðu seldi hana á 160, afsakið þetta.


Semsagt hefði ég bara komist út um nóttina áður þá hefði hann tapað þessum 20 þúsund kalli. Er rangt að mér að pósta þessu hér? Mér finnst það frekar augljóst að þetta voru samþykkt kaup á milli okkar.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mán 23. Nóv 2020 08:40
af jericho
Notandi
misbled

Lýsing
Notandi auglýsti til sölu 2x4GB minni. Við sömdum um verð og ég sótti vöruna 17.nóv. Tók ekki strax eftir, en ég fékk bara 1x4GB kubb. Lét strax vita og hann sagðist í síma ætla að leita að hinum og skutla til mín - annars fengi ég bara endurgreitt. Nú svarar notandi ekki skilaboðum, hvorki sms né DM á vaktinni (hafði samt áður svarað hvoru tveggja). Sé samt að notandi er enn virkur og er enn að auglýsa hluti. Vildi því vara ykkur á kauða.

Síðustu skilaboð sem ég sendi til notanda voru svona:
Sent: 19 Nov 2020, 11:17
by jericho
Sæll.

Þú talaðir um að geta komið með minniskubbinn til mín í gær (varst á leið upp á xxx). Það stóðst ekki. Langar því að óska eftir að ég skili þeim minniskubb sem ég fékk og fái endurgreitt 1500 kr.

Óska eftir svari fyrir lok dags.

kv

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Þri 26. Jan 2021 08:39
af Dropi
Pontius skrifaði:Ætlaði að kaupa i5 10600k af notanda hérna inná sem heitir Hnykill og svo fór ekki. Hann auglýsir örgjavan 30. des ég senti á hann á fyrir örgjavan og hann segir
"sæll. ég er á Akureyri en get sent þér hann.

reikningsnumerið er


kennitala "

Ég tek þessu sem grænu ljósi og legg inná hann 30k. Síðan þá hef ég ekki heyrt orð úr honum og ekki hefur verið sent á mig póst heldur. Ég sá hér á gömlum þræði að önnur manneskja hefur lend í þessu og er hræddur um það að lögfræðingar þurfa að blandast í þetta. Ráð?

Ég myndi þurrka út kennitölu og bankaupplýsingar viðkomandi hið snarasta.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Þri 26. Jan 2021 08:45
af MarsVolta
Pontius skrifaði:Ætlaði að kaupa i5 10600k af notanda hérna inná sem heitir Hnykill og svo fór ekki. Hann auglýsir örgjavan 30. des ég senti á hann á fyrir örgjavan og hann segir
"sæll. ég er á Akureyri en get sent þér hann.

reikningsnumerið er

edit

Ég tek þessu sem grænu ljósi og legg inná hann 30k. Síðan þá hef ég ekki heyrt orð úr honum og ekki hefur verið sent á mig póst heldur. Ég sá hér á gömlum þræði að önnur manneskja hefur lend í þessu og er hræddur um það að lögfræðingar þurfa að blandast í þetta. Ráð?


Ég hef verið að senda á hann pósta varðandi móðurborðið sem hann er með til sölu. Hann hefur ekki svarað neinu :sleezyjoe
Ég var reyndar líka að forvitnast hvort þessi örgjörvi væri ennþá til, þar sem ég væri til í að kaupa hann líka ef hann væri ekki farinn.
Ég held ég sleppi því að eltast við það eitthvað frekar haha

En ég myndi taka kennitöluna og reikningsnúmerið út asap vinur.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Lau 10. Apr 2021 23:02
af L0ftur
halldorra Samþykkti tilboð og við ákváðum að hittast daginn eftir, ég bauðst til að millifæra strax en hann vildi það ekki. Hann tjáir mér svo nokkru seinna að það sé komið hærra boð segir "fyrstur kemur fyrstur fær". Lélegt að mínu mati þar sem hann hafði þegar samþykkt viðskiptin.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 15. Apr 2021 19:26
af growler
krazycs samþykkir tilboð og beilar svo þegar hann fær seinna aðeins betra boð.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fös 16. Apr 2021 14:38
af L0ftur
growler skrifaði:krazycs samþykkir tilboð og beilar svo þegar hann fær seinna aðeins betra boð.


Haha hann gerði nákvæmlega það sama við mig, sætti sig við upphæð og sagði heyrumst á mrgn, svo byrjaði hann að draga í land. Ég tala svo við hann um að hittast og ganga frá þessu og þá er hann búinn að samþykkja annað boð. :face

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fös 11. Jún 2021 18:26
af jonsig
L0ftur skrifaði:
growler skrifaði:krazycs samþykkir tilboð og beilar svo þegar hann fær seinna aðeins betra boð.


Haha hann gerði nákvæmlega það sama við mig, sætti sig við upphæð og sagði heyrumst á mrgn, svo byrjaði hann að draga í land. Ég tala svo við hann um að hittast og ganga frá þessu og þá er hann búinn að samþykkja annað boð. :face


Þetta er skilgreiningin á ómerkilegu fólki eins og maður kallar það, því maður er jú eldri en þriggja vetra :) . Því miður hellingur af því fólki enda er eitthvað yfirleitt talið ómerkilegt ef það er gnægt af því. Ég get alveg sagt hreint út að halda heiðursmannasamkomulag getur verið sársaukafullt ef maður fær t.d. 20k hærra boð mínútu seinna eftir samþykkt boð, en það örugglega mikið skárra en að hafa ómerkilegheit á samviskunni, eða amk fyrir þá sem hafa þannig..

Svo er á hinn veginn að kallast auli ef maður svarar ekki PM ef maður hættir við sölu.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Sun 22. Ágú 2021 23:20
af Lubker
Agris skrifaði:
mynd af 1070 skjákorti

Goes to highest bid on friday 7pm

Starts at 35k

https://www.techpowerup.com/gpu-specs/g ... -1-0.b4403


fæ póst frá honum síðan á föstudeginum

Agris skrifaði:Okay, you can have it tomorrow call me 7813639


spjalla síðan við hann í símanum og hann er með annað kort RX 580 sem ég hef líka áhuga á og væri til í að kaupa það líka.

Næ síðan ekkert meira sambandi við hann og er búinn að hringja í hann og senda skilaboð

Lubker skrifaði:Hi, I sent you an sms, in case you have not seen it, I can pick up the GPU's, both the GTX 1070 and the Rx 580 tomorrow. You can send me a message or give me a call and let me know when to come an pick them up


Fékk síðan þessi skilaboð áðan

Agris skrifaði:Hi, they are gone

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Sun 05. Sep 2021 13:39
af Injo
Hef nákvæmlega sömu sögu að segja af Agris og Lubker hér að ofan. Hann á eitthvað mikið eftir ólært í siðferði viðskipta.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mán 06. Sep 2021 12:24
af Agris
Injo skrifaði:Hef nákvæmlega sömu sögu að segja af Agris og Lubker hér að ofan. Hann á eitthvað mikið eftir ólært í siðferði viðskipta.


when saying you will pickup today, you pickup today, it goes both ways

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 06. Okt 2021 07:11
af Lubker
Agris skrifaði:
Injo skrifaði:Hef nákvæmlega sömu sögu að segja af Agris og Lubker hér að ofan. Hann á eitthvað mikið eftir ólært í siðferði viðskipta.


when saying you will pickup today, you pickup today, it goes both ways

Good one #-o , I remember calling you on the day of pickup yet...

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Þri 29. Mar 2022 22:50
af jonsig
Stulloz var no-show.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Þri 29. Mar 2022 23:23
af Lexxinn
Mjög ómerkilegir viðskiptahættir á ferð - bróðir minn hafði samband um 19 leytið (samdægurs til að reyna klára þetta) og þá var hann búinn að afhenda kortið.
Mynd

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mán 25. Apr 2022 11:56
af Oddy
skirnirm gerir tilboð í vinnsluminni (viewtopic.php?f=11&t=91011) frá mér sem ég samþykki. Við ákveðum að senda með Póstinum en hann vill ekki gefa mér upp nafn né heimilisfang sem ég á að senda á, einungis á hvaða pósthús. Ég hef þrisvar sinnum reynt að fá svör frá honum með þetta en ekkert gengið. Nú sé ég að hann er búinn að gera tilboð í önnur minni þannig að ég hlýt að halda að honum hafi ekki verið alvara með tilboðið til mín. Þess vegna set ég þetta hérna inn.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Sun 08. Maí 2022 10:55
af Oddy
Hrímir. Hann ætlaði að versla tölvukassa og AIO vökvakælingu af mér. Ég kom þessu til Garðabæjar og gaf honum upp heimilisfangið en allt kom fyrir ekki. Hann hvorki mætti né lét vita að hann myndi ekki koma til að sækja þetta. Ég reyndi að hafa samband við hann bæði í PM og í síma en það gekk illa, að lokum náði ég af honum en þá var hann staðsettur erlendis. Sagðist hann ætla að biðja konuna sína að sækja dótið og hann myndi leggja strax inn á mig. Hvorki kom eiginkonan né lagði hann inn á mig.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Þri 09. Ágú 2022 09:58
af norex94
dragonis.

Leiðinlegt að setja svona en þegar ég lendi tvisvar í þessu frá honum þá get ég ekki annað en sett hann hér.

Fyrra skiptið á síðasta ári ætlaði ég að kaupa skjá af honum og hann búinn að samþykkja tilboðið, sendi á hann að ég er klár í að sækja en hann svarar aldrei.

Seinna skiptið núna í sumar, þá var hann að selja skjákort, og ég bauð honum eldra í skiptum og pening, hann samþykkir það. Við tölumst á að hittast um kvöldið og ég fæ addressuna hans og síma. Svo um kvöldið ríf ég kortið úr og hringi svo í hann en ekkert svar, sendi póst og ekkert svar. Hefur ekki svarað í meira en mánuð.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Sun 04. Des 2022 21:10
af gunni91
bjarkisb, samþykkti sölu á 5600x cpu, búnir að mæla okkur mót og alles, beilaði last minute. Þoli ekki svona dæmi.

Rant dagsins :pjuke

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 22. Mar 2023 10:51
af Oddy
Asi98. Við vorum búnir að sættast á verð fyrir RX 7900XT kort frá mér en þegar kom að því að klára málið hvarf hann. PM og email hafa verið send en ekkert heyrist í honum þannig að hann hefur horfið. Mæli ekki með að stunda viðskipti við hann.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 22. Mar 2023 15:24
af Kevev
.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 22. Mar 2023 15:26
af kizi86
Kevev skrifaði:johnnyblaze seldi mér íhluti, setti saman vélina fyrir mig og var alltaf tilbúinn að gefa mér ráðgjöf.
Fær mín bestu meðmæli! :D

held þú sért að villast um póst, this is for the baddies not the goodies ;)

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 24. Ágú 2023 13:37
af L0ftur
Bennsi
https://spjall.vaktin.is/memberlist.php?mode=viewprofile&u=25493

Ætlaði að kaupa af honum vél, hann samþykkti tilboð frá mér en sagðist ekki geta afhent hana strax því hann þyrfti að þrífa vélina fyrst....
Hann bað mig að bíða í viku og dróg mig á asnaeyrunum talaði um að þurfa að fá parta svo hann gæti gert "deep clean á vélina" að hans sögn, svo hækkaði hann bara verðið og sagði sorry ég þarf að nota vélina.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mán 08. Jan 2024 13:49
af Lubker
steinar993. Sendir tilboð sem ég samþykki. Segir síðan að hann vilji viðbæturnar eftirá frítt með, þó að það hafi ekki komið fram með tilboðinu. Hann sendir sms "Sæll, Steinar hérna. Hvenær get ég komið að skoða?", ég svara hvenær hentar og spyr hvenær hann kæmist. Ekkert svar. Nokkra daga seinna vill hann fá mikið lægra verð en það sem var upprunalega samþykkt, ég reyni að koma til móts með tillögum um breytingar en endar því miður á leiðindum :/

"Lol, ok. kærðu mig til yfirvalda, var þetta þinglýstur kaupsamningur? Jesús get over it."

Mæli ekki með :roll:

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fös 19. Jan 2024 17:58
af gutti
mæli ekki með Zorba ætlað kaupa af mic pakkan heyrði í honum um helginna svo búinn að send 2 skilaboðið ekkert svar frá honum í viku !!

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fös 19. Jan 2024 18:19
af Harold And Kumar
Lubker skrifaði:steinar993. Sendir tilboð sem ég samþykki. Segir síðan að hann vilji viðbæturnar eftirá frítt með, þó að það hafi ekki komið fram með tilboðinu. Hann sendir sms "Sæll, Steinar hérna. Hvenær get ég komið að skoða?", ég svara hvenær hentar og spyr hvenær hann kæmist. Ekkert svar. Nokkra daga seinna vill hann fá mikið lægra verð en það sem var upprunalega samþykkt, ég reyni að koma til móts með tillögum um breytingar en endar því miður á leiðindum :/

"Lol, ok. kærðu mig til yfirvalda, var þetta þinglýstur kaupsamningur? Jesús get over it."

Mæli ekki með :roll:

Yikes