Síða 19 af 22

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 06. Sep 2017 17:29
af rapport
pepsico skrifaði:Þetta finnst mér mjög sanngjörn gagnrýni svona sem einhver sem er vanur því að standa við mín orð og mínar söluauglýsingar og myndi aldrei detta svona vitleysa í hug.

Það voru margar leiðir fyrir hann að haga þessu sómasamlega en hann kaus þær ekki.

Þið um það. Ég vona að þið vitið að ég er ekki að ljúga neinu svo fólk getur bara lesið þessa gagnrýni og ákveðið af eigin hug hvernig það tekur henni.
Rita þetta ekki með ætlun um neinar afleiðingar. Bara viðvörun við annað sómafólk sem býst við því að fólk standi við sitt.


Titillinn á þræðinum "Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja"

En ekki "Listi yfir fólk sem les tilboð sem berast en svarar þeim ekki"

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 06. Sep 2017 17:35
af Alfa
Plísss guys, þessi þráður missir alveg marks í framtíðinni ef hann hefur áfram að vera svona.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 06. Sep 2017 17:50
af pepsico
Þegar einhver setur upp verð og einhver annar uppfyllir það uppsetta verð þá er það samningur.
Ef einhver ykkar er ósammála því þá get sagt ykkur það að það er löngu útrætt mál.
https://en.wikipedia.org/wiki/Offer_and_acceptance
Hvort það er "loforð" eða "pinky-swear" eða hvað ofan á það skiptir engu máli.

Titillinn á þræðinum er "listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja" og í þessu umrædda máli
ákvað einhver að setja upp þráð með lista af vörum og verðum á þeim og sveikst undan því að selja þær til kaupanda sem hafði strax samband.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 06. Sep 2017 23:09
af rapport
Eða, hann var búinn að selja öðrum og þú varst of seinn.

Og af því að hinn kaupandinn var ekki að standa sig í stykkinu og ganga hratt og vel frá kaupunum þá setur þú sökina á þann sem svaraði þér ekki, hann sem var líklegaq sjálfur tvístígandi og svaraði þér líklega ekki því að hann langaði að selja þér þetta ef hitt mundi klikka.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 09:58
af arnarj
pepsico skrifaði:Þegar einhver setur upp verð og einhver annar uppfyllir það uppsetta verð þá er það samningur.
Ef einhver ykkar er ósammála því þá get sagt ykkur það að það er löngu útrætt mál.
https://en.wikipedia.org/wiki/Offer_and_acceptance
Hvort það er "loforð" eða "pinky-swear" eða hvað ofan á það skiptir engu máli.


Á síðunni sem þú vitnar í stendur undir rules of acceptance:

There are several rules dealing with the communication of acceptance:
The acceptance must be communicated.[18][19] Theisger LJ said in Household Fire and Carriage that "an acceptance which remains in the breast of the acceptor without being actually and by legal implication communicated to the offeror, is no binding acceptance".[20] Prior to acceptance, an offer may be withdrawn.
As acceptance must be communicated, the offeror cannot include an Acceptance by Silence clause. This was affirmed in Felthouse v Bindley,[21] here an uncle made an offer to buy his nephews horse, saying that if he didn't hear anything else he would "consider the horse mine". This did not stand up in court, and it was decided there could not be acceptance by silence.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 11:51
af pepsico
Ég skil það að það séu ekkert þægilegar fréttir fyrir ykkur suma að heyra að ykkar leið til að stunda viðskipti sé í raun hægt að lýsa sem að gera samninga og svíkjast undan því að uppfylla þá en sá er raunveruleikinn.
Það er óvéfengjanlegt og löngu útrætt mál eins og áður kom fram.

Þér er líka velkomið að semja ósennilegar kenningar þangað til þú ert blár í andlitinu. Ég ætla ekki að stoppa þig.

Hvað þessa tilvitnun þína varðar arnarj þá sannar fyrri efnisgreinin mál mitt, hann gerði offer-ið með því að setja upp
söluauglýsinguna og ég uppfyllti acceptance-ið með því að senda honum skilaboð sem hann las sannanlega.
Hún er að skýra það að það er munur á því að samþykkja eitthvað og á að finnast eitthvað samþykkjanlegt í hjarta sínu.

Seinni efnisgreinin kemur málinu einfaldlega ekkert við því hún á við um tóma vitleysu sbr. ef ég hefði sent eftirfarandi skilaboð á mann með enga söluauglýsingu :
"Ég býð 10.000 krónur í vinnsluminnið sem ég veit þú átt og ef þú svarar mér ekki strax þá túlka ég þá þögn sem samþykki".

Það myndaðist samningur eftir að ég samþykkti boðið hans og þó að hann geti vissulega svikist undan því að uppfylla samninga án afleiðinga þá hélt
ég að allur tilgangurinn með þessum þræði væri að það væri allavega hægt að vara við svoleiðis fólki.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 12:56
af steiniofur
Pepsico - ertu ekki að rugla saman samningsboði (offer) og auglýsingu (advert).

Ef ég les skilgreininguna á offer í heimildunum sem þú hefur fyrir í því að þetta sé samningsbrot, sem mér finnst bara út frá almennri skynsemi mjög óraunhæft, að þá segir þar:

"Unless the offer included the key terms of the contract, it cannot be the basis of a binding contract. For example, as a minimum requirement for sale of goods contracts, a valid offer must include at least the following 4 terms: Delivery date, price, terms of payment that includes the date of payment and detail description of the item on offer including a fair description of the condition or type of service. Unless the minimum requirements are met, an offer of sale is not classified by the courts as a legal offer but is instead seen as an advertisement."


Það er ekki tiltekin nein dagsettning á afhendingu og því um auglýsingu að ræða. Því finnst mér að þú getir hætt að væla yfir "samningsbrotum" og klárt mál að þetta á ekki heima hér undir lofuðum viðskiptum og svikum, þar sem engu var lofað og ekkert var svikið.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 13:24
af pepsico
Nú ber ég sem betur fer ekki ábyrgð á Wikipedia því þessi efnisgrein er tóm steypa. Af góðri ástæðu er ekkert citation á bakvið þetta bull.

https://www.liuk.co.uk/smith-v-hughes-1871/
Eins og lesa má kemur ekki neitt af því sem þú hefur feitletrað þarna fram í Smith v Hughes.
Þú munt komast að því mjög hratt þegar þú reynir að sannreyna þetta bull.

Þetta er umrætt objective test úr Smith v Hughes:
"If, whatever a man's real intentions may be, he so conducts himself that a reasonable man would believe that he was assenting to the terms proposed by the other party, and upon that belief enters into the contract with him, the man thus conducting himself would be equally bound as if he had intended to agree to the other party's terms"

Ég er ekki að ruglast á einu né neinu. Ég get lofað þér því.

Þú getur lesið þessa grein þér til gagns og gamans:
https://www.lawteacher.net/free-law-ess ... ct-law.php

Ég treysti því að í ljósi þess að það sem gerði þig ósammála um að þetta væru lof og svik reyndist ekki rétt þá verðirðu sammála því að þetta eigi vissulega heima hér.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 14:18
af Hakuna
Mér finnst hann alveg ráða því hverjum og hvenær og hvort hann selur það sem hann auglýsti til sölu. Hvað vitum við um það hvort hann hafi fengið annað tilboð á undan þér í alla tölvuna t.d ? Ef hann segist ætla selja þér þetta og hættir svo við það er hann að svíkja þig en ef hann segir ekkert er hann ekki að gera einum né neinum neitt. Hann á þessa vöru og ræður alveg hvað hann gerir við hana.

Hvað myndir þú kalla það þegar aðili setur eitthvað til sölu en hættir svo við að selja það og ákveður að halda því sjálfur ? Þótt hann hafi fengið boð með uppsettu verði.

En ég skil alveg að þér finnst þetta leiðinlegt en þetta getur nú ekki kallast svik.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 14:55
af pepsico
Þér finnst og þér finnst. Allir hafa rétt á sinni skoðun og ég ætla ekki að rífast við það.
Það er enn óvéfengjanlegt að samningur myndaðist og að hann uppfyllti hann ekki.
Það ekki af góðri ástæðu heldur sjálfselskunni einni--til að losna við marga hluti í einu--í stað þess að virða þann samning og sitja lengur uppi með rest.

Þú spyrð hins vegar mjög góðrar spurningar; Hvað kallast það þegar aðili býður eitthvað til sölu á ákveðnu verði en hættir svo við að selja það og ákveður að halda því sjálfur?
Í því tilfelli að enginn sé búinn að samþykkja það boð kallast það sjálfsagt og er ekki búist við neinu umfram það að taka það fram.
Í því tilfelli að aðilinn sé þegar búinn að lesa skilaboð þess efnis að boðið hafi verið samþykkt kallast það að svíkjast undan því að uppfylla samning.

Hvað þér finnst og þér finnst breytir því ekki.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 15:25
af Hakuna
Hvað finnst þér þá um íbúðarkaup ?
Þar er uppsett verð á íbúð, svo eru gerð tilboð í íbúðina og stundum er boðið hærra en uppsett verð. Finnst þér þá að aðilinn sem er að selja eignina ætti frekar að taka tilboðinu sem var með uppsetta verðinu ? Eða ætti hann frekar að reyna að fá aðeins meira fyrir íbúðina sína og samþykkja boðið sem var hærra ?
Er hann að svíkja viðskiptin þótt hann taki frekar hærra boðinu ?

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 15:26
af joekimboe
pepsico skrifaði:Þér finnst og þér finnst. Allir hafa rétt á sinni skoðun og ég ætla ekki að rífast við það.
Það er enn óvéfengjanlegt að samningur myndaðist og að hann uppfyllti hann ekki.
Það ekki af góðri ástæðu heldur sjálfselskunni einni--til að losna við marga hluti í einu--í stað þess að virða þann samning og sitja lengur uppi með rest.

Þú spyrð hins vegar mjög góðrar spurningar; Hvað kallast það þegar aðili býður eitthvað til sölu á ákveðnu verði en hættir svo við að selja það og ákveður að halda því sjálfur?
Í því tilfelli að enginn sé búinn að samþykkja það boð kallast það sjálfsagt og er ekki búist við neinu umfram það að taka það fram.
Í því tilfelli að aðilinn sé þegar búinn að lesa skilaboð þess efnis að boðið hafi verið samþykkt kallast það að svíkjast undan því að uppfylla samning.

Hvað þér finnst og þér finnst breytir því ekki.


Hvað þér finnst breytir því ekki heldur. þú gerðir manninum tilboð, en gerðir ekki við hann samning.

Það er ekkert flóknara en það. samningur er varla samningur nema með samþykki beggja aðilla eða hvað ? ](*,)

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 15:39
af Tosmeister
Ef samningur myndast við það að svara auglýsingu, hvað gerist þá ef tveir svara auglýsingunni?

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 15:44
af pepsico
Þar sem þú virðist ekki hafa tök á því sem gerðist nú eða lögfræði þætti mér vænt um að þú talaðir ekki af svo mikilli vissu.

Ég gerði honum ekki tilboð. Ég samþykkti uppsett verð. Það er ótrúlega mikilvægur munur þar á.
Hefði ég gert honum móttilboð þá væri það nákvæmlega það--móttilboð--og ekkert meira.
Það sem ég gerði hins vegar var að láta hann vita af því að ég væri búinn að samþykkja hans verð og þar með myndast samningur því báðir aðilar hafa sammælst um allt og eru báðir meðvitaðir af því.

Eins og ég sagði strax í öðru mótsvarinu mínu þá er enginn tilgangur í því að ræða þetta. Svona er þetta bara og ég sagði bara hvað gerðist til
að vara sómafólk við því að það eru það ekki allir. Ef þessi þráður er ekki fyrir nákvæmlega slíkt þá biðst ég bara afsökunar á því.

En það að ætla eitthvað að bulla hér um lögfræði að eilífu er eitthvað sem ég tek ekki í mál því það er ekki það sem þessi þráður er fyrir
og er þetta því mitt síðasta innlegg nema fólk haldi áfram að fara rangt með það sem gerðist eða það sem ég hef sagt. Höfum það endilega þannig.

Ef einhver vill ræða lögfræði frekar endilega hendið frekar á mig einkaskilaboðum eða stofnið sér þráð fyrir það. Leyfum þessum þræði að vera í friði.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 15:57
af joekimboe
Djöfull ertu þver og mikill með þig!

Þetta er útboð þar sem ekki bara einn heldur margir aðilar geta gert boð og það er ekki reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

var þetta nógu lögfræðilega augljóst svar ?

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 16:00
af worghal
nennir guðjón, klemmi, klaufi eða einhver admin að færa þessi komment í nýjann þráð?
þetta er alveg umræða útaf fyrir sig, en mætti gerast í annarstaðar en hér!

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 16:56
af Nitruz
Ég bauð í meiri hlutan af þessum íhlutum í PM sem vidirh var að selja um leið og auglýsingin var sett inn, (ramið umrædda var inní því). Það tók svo nokkra daga að semja því hann var oft lengi að svara. Veit ekki hvað fór fram á milli hanns og annara en ég er nokkuð viss um að ég hafa verið fyrstur til að leggja inn tilboð. Én ég er sammála hinum um að það er ekki um svik að ræða fyrr en tilboð hefur verið samþykkt. Ég vona bara að það sé í lagi með dótið sem ég keypti því ég næ ekki að prófa það fyrr en eftir nokkra daga og gæjinn er fluttur til útlanda. 8-[

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 16:58
af einarn
Mig langar að kvarta aðeins yfir "Hilmar Örn" Keypti af honum skjá um síðustu jól. Þannig er mál með vexti að hann sagði að skjárinn væri í fullkomnu lagi, Enn ég tók eftir nokkrum föstum pixum "rauðum" og nokkrum skemmdum í panel. Skjárinn Var í ábyrð, þannig að ég fór með skjáinn í TL til að skoða og viti menn, ekki nóg með að það séu skemmdir í panel, eru fleiri pixlar fastir, enn ég tók eftir og til að toppa það allt saman þá segja þeir mér á verkstæðinu að það hefðir áður verið búið að opna skjáinn. Hvað svo sem það þýddi. Enn góðu fréttirnar eru að ég fékk skjánum skipt út á allra vandræða. Málið er að mér finnst Hilmar örn ekki hafa verið heiðarlegur um ástandið á skjánum og vildi bara benda mönnum á, að hafa varan á, ef þið lendið í að versla eitthvað við hann. Vil líka að ítreka, að ég er mjög sáttur við liðleikann hjá TL varðandi skoðun á skjánum. Hef ekkert yfir þeim að kvarta, heldur, þvert á móti.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 17:23
af ZiRiuS
Ef ég er að selja vöru hér á 100kr og þú sendir mér skilaboð um að þú viljir kaupa vöruna á 100kr og ég svara þér ekki er ég þá að svíkja lofuð viðskipti til þín?

Er ég að misskilja þig pepsico eða?

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 07. Sep 2017 17:29
af worghal
ZiRiuS skrifaði:Ef ég er að selja vöru hér á 100kr og þú sendir mér skilaboð um að þú viljir kaupa vöruna á 100kr og ég svara þér ekki er ég þá að svíkja lofuð viðskipti til þín?

Er ég að misskilja þig pepsico eða?

viewtopic.php?f=11&t=74093

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Sun 26. Nóv 2017 03:19
af pepsico
breynir74 - sagðist 24. nóv taka skjákort sem ég var með á sölu og sækja það daginn eftir.
Þ.a.l. merki ég kortið selt, upp-a ekki þráðinn, pósta kortinu ekki til sölu annars staðar sem ég ætlaði mér að gera, og fæ svo þær fréttir 26. nóvember að hann hafi bara keypt sér nýtt kort og ætli því ekki að standa við gerða samninga.

Heimspekilegar umræður um hvort þetta séu svik eða "svik" berist helst til mín í einkaskilaboð en ekki hingað á þráðinn.

Þráður:
Til sölu MSI 1060 3GB í ábyrgð hjá @tt.
Verð: 24.500 gegn því að vera sótt í 108 Reykjavík.

GTX 1060- Fös 24. Nóv 2017 20:35 - frá breynir74:
Sæll,
Tek þetta GTX 1060 kosrt hjá þér.
Sæki það á morgun.

Re: GTX 1060 - Lau 25. Nóv 2017 03:53 - frá pepsico:
Sæll,
Flott mál. Getur náð í mig í síma Númer til að hringja/SMSa á undan þér.
Er í Heimilisfang.
Mbk,
pepsico

Re: GTX 1060 - Sun 26. Nóv 2017 00:35 - frá breynir74:
Sæll, sorry ég keypti nýtt GTX 1060 kort í dag, hef ekki þörf fyrir þitt kort.

Re: GTX 1060 - Sun 26. Nóv 2017 03:14 - frá pepsico:
Finnst þér þetta í lagi á einhvern hátt?

Re: GTX 1060 - Sun 26. Nóv 2017 13:41 - frá breynir74:
'Eg baðst afsökunar, og ef þú settir að kortið væri selt á auglýsinguna þá er það ekki mitt mál, þú gerir það ekki fyrr en þú ert BÚINN að selja það.
PS: Ég bað þig ekki að taka kortið frá fyrir mig.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 29. Nóv 2017 18:17
af Mossi__
Kannski er ég svona kaldur en, að mínu mati þá eru viðskiptasvik þannig að ef einhver selur manni gallaða/ónýta vöru eða ef einhver neitar/"gleymir" að borga.

Það ef einhver segist ætla að kaupa vöru af einhverjum þýðir að hann fari beisiklí í röð. Seljandinn tekur hlutinn ekki af sölu fyrr en hún er farin og hann er búinn að fá borgað, en lætur auðvitað vita næsta mögulega kaupanda að einhver sé á undan með fyrirvara. Ef kaupandinn svo beilar þá er það bara þannig. Það er samt ekki svik. Skítt kannski, en ekki svik.

Svo, ef seljandinn lofar fleiri en einum sama hlutinn. Þá er það bara fyrstir koma fyrstir fá og eða hæstbjóðandi. Jújú, kannski skítt að gera það, en ekki svik.

Mér a.m.k. Finnst það ekki. Mér finnst svik vera að selja bilaða/gallaða vöru og/eða ljúga til um hana, eða borga ekki. Rest er bara ungentlemanly.

Og nota bene, þá er alltaf hægt að senda bara með pósti með póstkröfu. Pakka bara viðkvæmum hlutum vel inn.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 29. Nóv 2017 18:40
af Tbot
Mossi__ skrifaði:Kannski er ég svona kaldur en, að mínu mati þá eru viðskiptasvik þannig að ef einhver selur manni gallaða/ónýta vöru eða ef einhver neitar/"gleymir" að borga.

Það ef einhver segist ætla að kaupa vöru af einhverjum þýðir að hann fari beisiklí í röð. Seljandinn tekur hlutinn ekki af sölu fyrr en hún er farin og hann er búinn að fá borgað, en lætur auðvitað vita næsta mögulega kaupanda að einhver sé á undan með fyrirvara. Ef kaupandinn svo beilar þá er það bara þannig. Það er samt ekki svik. Skítt kannski, en ekki svik.

Svo, ef seljandinn lofar fleiri en einum sama hlutinn. Þá er það bara fyrstir koma fyrstir fá og eða hæstbjóðandi. Jújú, kannski skítt að gera það, en ekki svik.

Mér a.m.k. Finnst það ekki. Mér finnst svik vera að selja bilaða/gallaða vöru og/eða ljúga til um hana, eða borga ekki. Rest er bara ungentlemanly.

Og nota bene, þá er alltaf hægt að senda bara með pósti með póstkröfu. Pakka bara viðkvæmum hlutum vel inn.



Flestir sem eru eldri en tvívetur hafa lært hvað það er að vera orðheldnir sem þýðir að ef þú segir einhvað stendur þú við það.

Þitt viðhorf er einmitt sama og hinir "miklu viðskiptajöfrar" sem keyrðu landið í þrot. þ.e. skítt með allt og alla nema sjálfan mig, ert ekki með það skjalfest þá aumingja þú.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Mið 29. Nóv 2017 21:38
af Mossi__
Þú getur bara borið ábyrgð á þér og þínu.

Það er mikið prinsipp mál hjá mér að standa við það sem ég segi, og miðað við kommentið þitt geri ég ráð fyrir að þú sérst orðheldinn líka.

Ég er þakklátur þegar annað fólk er það og myndi óska þess að fleiri væru það.

En ég veit líka hvernig heimurinn virkar og að hann breytist ekki, sama hversu pirraður ég verð.

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Sent: Fim 30. Nóv 2017 11:23
af pepsico
Rosa flottur Mossi__. Þú veist sko greinilega hvernig heimurinn virkar og ert þar með mikla yfirburði á okkur hina.

Nema hvað að þú hefur misst af því að þessi þráður ber titilinn "Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja".
Það á ekki neitt heima í slíkum þræði ef það sem breynir74 gerði á ekki heima í honum.