Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Skjámynd

Sveinn
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Reputation: 4
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.

Pósturaf Sveinn » Fös 14. Ágú 2020 14:11

Þótt ég skilji alveg að allir vilja fá sem mest fyrir vöruna sem þeir eru að selja, þá leiðist mér svona viðskiptahættir.

Til að stikla á samtalinu á milli okkar, þá var Thor337 búinn að samþykkja að selja mér tölvu sem hann síðan hætti við og seldi öðrum dýrari nokkrum klst áður en ég ætlaði að sækja hana. Hér er samtalið okkar sem byrjaði klukkan 02:12 um nótt. Sleppi nokkrum smáatriði sem skipta engu máli í heildarmyndinni:

Sveinn skrifaði:Sæll :) Ég hef áhuga á þessu hjá þér. Ef þú hefur hugsað vel um hana og allir eru hressir, þá gæti ég sótt hana á morgun fyrir 130 þúsund. Til í það?


Thor337 skrifaði:Smá ryk hef ekki þrifið hana síðan á síðasta ári. Get sent þér mynd. Ætlaði að selja hana á 150 og er búinn að lækka verðið, þannig 140 er verðið.


Hann sendir myndir og smá detaila um ástand tölvunnar

Sveinn skrifaði:Glæsilegt! Já veistu ég held maður skelli sér bara á þetta. Ertu á staðsetning?


Thor337 skrifaði:Já er í staðsetning. Of seint að sækja þetta núna? Haha er glaðvakandi, kallinn búinn að snúa sólarhringnum við.


Sveinn skrifaði:Hehe það væri minnsta málið nema dóttirin er sofandi inn í herbergi. Ég er laus á morgun á milli 13 og 16 :)


Thor337 skrifaði:... geturðu sótt hana á morgun þá?


Sveinn skrifaði:Já ég skutlast eftir henni :) Hvað er símanúmerið þitt?


Fæ ekkert svar þar til næsta dag kl. 15:08 (sagðist vera laus milli 13 og 16):

Thor337 skrifaði:Hvað seiguru á ég að gera hana tilbúna?


Sveinn skrifaði:Þetta er svona alveg á mörkunum að ég nái þessu í dag ....


Thor337 skrifaði:Enginn séns í kvöld?


Sveinn skrifaði:Jú, en ekki fyrr en um 9 ef það er í lagi?


Fæ ekkert svar fyrr en kl. 16:55:

Thor337 skrifaði:Heyrðu seldi hana á 160, afsakið þetta.


Semsagt hefði ég bara komist út um nóttina áður þá hefði hann tapað þessum 20 þúsund kalli. Er rangt að mér að pósta þessu hér? Mér finnst það frekar augljóst að þetta voru samþykkt kaup á milli okkar.
Síðast breytt af Sveinn á Fös 14. Ágú 2020 14:22, breytt samtals 3 sinnum.