Síða 1 af 1
Verðmat á nýju í kassanum RTX 4090 24GB ?
Sent: Mán 19. Jan 2026 20:23
af Zensi
Ættingi minn liggur á ónotuðu og innsigluðu Gigabyte RTX 4090 24GB Skjákorti.
Hefur einhver hugmynd hvað væri raunsætt fyrir hann að óska eftir fyrir kortið?
Re: Verðmat á nýju í kassanum RTX 4090 24GB ?
Sent: Mán 19. Jan 2026 20:38
af b3nni
Zensi skrifaði:Ættingi minn liggur á ónotuðu og innsigluðu Gigabyte RTX 4090 24GB Skjákorti.
Hefur einhver hugmynd hvað væri raunsætt fyrir hann að óska eftir fyrir kortið?
Það mun enginn þora að setja verðmiða á þetta á Íslandi en þar sem ábyrgðin er runnin út og DOA er ekki útilokað þá þarf að hafa það í huga.
Re: Verðmat á nýju í kassanum RTX 4090 24GB ?
Sent: Mán 19. Jan 2026 22:06
af Moldvarpan
Þetta er soldið erfiður tími til að verðmeta þetta kort.
5090 kortið eru að þorna upp í verslunum, það er eitt til sölu hjá computer.is á 600k, annars virðist ekkert vera til lengur á lager.
4090 kortin voru að seljast á 200-250k, það er fyrir notað kort. Hvort/hversu mikið bætist við að hafa það ónotað? Erfitt að meta það.
En ef það er að fara skrúfast fyrir alla framleiðslu á næstunni, þá munu verðin rjúka upp á öllu. 4090 gæti farið upp í verði.
En mitt mat, ca 250k at the moment.
Re: Verðmat á nýju í kassanum RTX 4090 24GB ?
Sent: Mán 19. Jan 2026 22:17
af b3nni
Moldvarpan skrifaði:Þetta er soldið erfiður tími til að verðmeta þetta kort.
5090 kortið eru að þorna upp í verslunum, það er eitt til sölu hjá computer.is á 600k, annars virðist ekkert vera til lengur á lager.
4090 kortin voru að seljast á 200-250k, það er fyrir notað kort. Hvort/hversu mikið bætist við að hafa það ónotað? Erfitt að meta það.
En ef það er að fara skrúfast fyrir alla framleiðslu á næstunni, þá munu verðin rjúka upp á öllu. 4090 gæti farið upp í verði.
En mitt mat, ca 250k at the moment.
Newegg eru með ný kort á 480þús og Ebay eru með notuð og ný kort á svipað og þá á eftir að flytja þau inn + skattur.
En hver er tilbúinn að borga það á Íslandi þegar 5090 er með 32gb og betra performance? 4090 kortin eru modduð fyrir tvöfalt Vram í AI dót á meðan 5090 borðin eru ekki komin þangað. Ég myndi ekki borga 250þús krónur fyrir 4090 kort og alls ekki untested kort.
Re: Verðmat á nýju í kassanum RTX 4090 24GB ?
Sent: Þri 20. Jan 2026 00:31
af Gurka29
Eins og var sagt hérna að þá er mjög erfitt að verðleggja 4090 í augnablikinu gæti rokkið upp í verði eða farið niður.
Myndi segja ekki undir 200 og ekki yfir 240 einhversstaðar þar á milli. Fólk verður líka að pæla í því að það getur verið erfitt að finna þessi kort til sölu á klakanum margir halda í þau og vilja ekki láta þau frá sér á svaka díl.
Re: Verðmat á nýju í kassanum RTX 4090 24GB ?
Sent: Þri 20. Jan 2026 12:42
af absalom86
Líklegra að þetta standi í stað eða hækki, þetta er ekki að fara að lækka í bráð því vörurnar næst fyrir ofan eru að fara að rjúka upp í verði út af skorti. Þetta verða mjög spes tímar í sambandi við verð á minni og skjákortum, líklega næstu ár.