Það er búið að uppfæra minnið í 2GB: [hlekkur]
og skipta harða disknum út fyrir lítinn SSD: [hlekkur]
Tölvan kemur með XP seriali, var keypt í tölvutek þann 18. nóvember 2009
Ástæða sölu er að konan mín er að nota tölvuna í skóla og er orðin þreytt á að skrifa langan texta á lyklaborðinu.
Tölvan lítur mjög vel út, ég skoðaði skjáinn mjög gaumgæfilega og fann á honum 2 örlitlar rispur sem ég hafði ekki tekið eftir áður en þær sáust þegar ég leitaði eftir þeim þegar bakgrunnurinn á skjánum er hvítur. Annars sjást þessar rispur nánast ekki og ég hafði ekki tekið eftir þeim fyrr en ég fór að leita.
Tölvan hefur ekki verið mikið notuð og takkarnir á henni eru ekki farnir að glansa.
Batteríið er ennþá mjög gott, ég hef ekki mælt hvað hleðslan endist en það eru nokkrir klukkutímar, reyni að mæla það við tækifæri.
Endilega skjótið á mig tilboðum. Ég er mögulega opinn fyrir skiptum, vantar þá helst góðan hljóðlátann 550-700W PSU eða AM3+ móðurborð. Annars er ég náttúrulega mest spenntur fyrir beinhörðum peningum

