[TS] Acer Aspire 5745g vel farin ferðatölva.

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
andrif1
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 28. Sep 2011 20:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

[TS] Acer Aspire 5745g vel farin ferðatölva.

Pósturaf andrif1 » Fim 29. Sep 2011 16:03

Er að selja þessa ferðatölvu hún er keypt í október á seinasta ári og hefur lítið verið hreyft við henni hef alltaf haft hana á skrifborðinu mínu og rykhreinsað hana reglulega og lyklaborðið á henni er lítið notað svo allir takkar og allt er eins og nýtt.

Hún er með svokallað "Switchable Graphics" þannig að þú getur ýtt á einn takka á henni og þá skiptir hún yfir frá öflugu skjákorti í innbygt venjulegt skjákort sem sparar batteríið um helming og gefur manni mjög góða nýtingu á batteríinu, sem er fullkomið ef maður vill nota hana í skólann og þess háttar og svo er hún fín líka í tölvuleiki og góð í að hlusta á tónlist eða tengja við græjur þar sem það er "Dolby Home Theater Virtual Surround" kort í henni.

Ég læt hana frá mér straujaða með nýuppsettu Windows 7 Home Premium 64bit stýrikerfi.
Keypti stýrikerfið með ferðatölvunni svo ég læt það fylgja með líka svo viðkomandi getur straujað vélina og sett stýrikerfið upp aftur upp á nýtt í framtíðinni ef honum/henni listir.

Keypti einnig eins árs universal ACER ábyrgð með og er mánuður eftir af henni, hef aldrei þurft að fara með hana í viðgerð eða lent í neinum vandræðum með hana svo það ætti ekki að muna miklu. :)

Ég er mjög hrifinn af þessari tölvu en langar í raun bara losa mig við hana því ég vil eignast borðtölvu frekar en ferðatölvu þar sem ég hef lítið að gera með ferðatölvu í raun og veru.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um íhlutina í tölvunni og myndir af henni.

Mynd
Mynd
Mynd

Ég var að hugsa mér svona 100.000 fyrir allt þetta en er opinn fyrir öllum tilboðum.