Yfirklukka TI-nspire CX CAS reiknivél?

Allt um yfirklukkun, fsb. volt. timing. hiti og hraðaprófanir.
Hvernig modd ertu með? Kælingar og aflgjafar.
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 970
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 224
Staða: Tengdur

Yfirklukka TI-nspire CX CAS reiknivél?

Pósturaf Njall_L » Lau 02. Maí 2020 21:17

Sælir Vaktarar

Ég er með Texas Instrument TI-nspire CX CAS reiknivél sem mér finnst stundum vera aðeins of hæg í bæði stórum útreikningum og við að skoða skjöl í henni.

Samkvæmt veraldarvefnum er örgjörvinn í þessum reiknivélum úr ARM9 fjölskyldunni og keyrir stock á 132MHz en yfirklukkarar hafa verið að ná þeim í 200MHz+, fer eftir hvernig hver örgjörvi er binned.

Mér sýnist Nover Overclocker vera vinsælasta leiðin til að yfirklukka þessar vélar en ég finn ekki mikið um hvaða áhrif það hefur á venjulega notkun, hversu stabíl vélin er og hvernig rafhlöðuending breytist.

Hefur einhver prófað þetta og er til í að deila reynslunni?


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB DDR4 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | Titan X 12GB