Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Skjámynd

Höfundur
Dropi
Gúrú
Póstar: 533
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Dropi » Mið 10. Júl 2019 10:51

Uppfært 7. Des 2019

Skjákortið var allt of heitt í gamla mATX kassanum og ekki hægt að keyra það með Vega64 BIOS og þurfti því að láta Vega56 BIOS duga þar til það gat fengið heimili í nýjum kassa með betra loftflæði.

Þegar upp er staðið með V64 bios fékkst +300MHz á HBM2 minninu (800 -> 1100) og -200mV undervolt á core (1200 -> 1000) með eingöngu -10Mhz (1590 -> 1580) underclock. Við þetta sparast uþb 100W (300W+ -> 200W+), hitinn mikið viðráðanlegri og kortið stöðugra. Ath þó að vega kort sé sett á ákveðna tíðni þá er það bara viðmið og ég er að sjá uþb 1500-1530 í aflestri.

MyndMynd

Skipt hefur verið um kælikrem og thermal pads til að ná hot spot og VRM hita niður. Kælikremið er Kryonaut frá Thermal Grizzly og allir thermal pads eru 1mm GP-extreme frá Gelid. Hotspot er uþb 81°C þegar thermal diode nær 55°C og ég get sennilega náð þessu niður enn meira. Allir VRM undir 70°C.

4401 stig í Superposition 1080p extreme er ekki jafn hátt og ég hef náð með þessu korti, og á vatni hafa menn náð vel yfir 5000.

MyndMynd

MyndMyndMynd


Upprunalegi þráður:


Mynd

Keypti mér notað Powercolor Vega 56 reference blower í Mars á þessu ári fyrir uþb 30 þús á ebay (220 GBP). Kortið var mjög skítugt, ryðgað og ógeðslegt í alla staði og var sent með pósti í skókassa með svo gott sem engu pökkunarefni. Sendingin kostaði mig ekkert og ég bý í Englandi svo að ég borgaði engin auka gjöld.

Næsta skref var að bíða eftir að Morpheus Vega kælingin væri til á lager, og á endanum fékkst hún hjá OCUK í Apríl. Þar sem kassinn minn er mjög þröngur var ekki pláss fyrir 120x25 viftur, og þurfti því að panta 120x15mm Noctua viftur.

- 2stk Noctua NF-A12x15 PWM - 5000kr
- 1stk Raijintek Morpheus Vega Heatpipe VGA Cooler - 9800kr
- GELID PWM Fan Adaptor - 750kr
- Thermal Grizzly Kryonaut - 2500kr

Fyrst prófaði ég að nota kælingarnar fyrir VRM sem fylgdu með Morpheus kælingunni en var mjög óánægður með þær niðurstöður, kortið keyrði heitt og við 200W power draw voru VRM að hitna mikið meira en ég kæri mig um. Þetta er sennilega útaf 15mm viftunum og lélegu loftflæði í kassanum.

Eftir að lesa mig mikið ákvað ég að skera frekar úr original VRM kælingunni og nota backplate-ið líka, þá þurfti að saga út fyrir morpheus kælingunni þar sem hún var of stór, og setja thermal pads. Ég notaði 1mm á allt nema memory VRM, þar notaði ég 2mm. Næsta skref verður að sjá hvort ég komist upp með 0.5mm / 1mm en það verður sennilega í næsta mánuði. Memory VRM er of heitur í dag með 2mm thermal pad.

Einnig notaði ég 1mm thermal pads aftan á skjákortinu til að kæla það sem gæti hitnað þar og backplateið er funheitt, stefni á að bæta loftflæði yfir backplate líka.

Núna er kortið að sitja í uþb 78°C við 250W power draw, 1630MHz core / 1100MHz HBM2 með Vega64 bios. VRM ennþá of heitir eða uþb 85-90°C eftir langt 250W session. Stefni á þykkari viftur, betra loftflæði og minni thermal pads til að laga það.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd (þessi mynd áður en ég moddaði fyrir backplate og vrm)

Þessi fær að njóta sín í stærri kassa þegar ég flyt til Íslands :)
Síðast breytt af Dropi á Lau 07. Des 2019 12:18, breytt samtals 1 sinni.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Emarki » Mið 10. Júl 2019 11:23

Glæsilegt og vel gert.

Gaman af svona þráðum hér á vaktinni.

Kv. EinarSkjámynd

Höfundur
Dropi
Gúrú
Póstar: 533
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Dropi » Mið 10. Júl 2019 11:58

Takk fyrir það Einar :)


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6240
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 694
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Sallarólegur » Mið 10. Júl 2019 13:48

=D>


Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Hnykill » Mið 10. Júl 2019 14:07

Vel gert !


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1462
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 121
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf vesi » Mið 10. Júl 2019 15:17

Vel Gert!


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Höfundur
Dropi
Gúrú
Póstar: 533
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Dropi » Lau 07. Des 2019 12:20

Þráðurinn hefur verið uppfærður með tölulegum gögnum um ágæti kortsins og hvernig því líður í nýja H710 kassanum frá NZXT :)


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)


addon
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf addon » Lau 07. Des 2019 13:20

Flott verkefni ! Vel gertSkjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15186
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1496
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf GuðjónR » Lau 07. Des 2019 13:31

Snilld!!!
Gunnarulfars
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Gunnarulfars » Lau 18. Apr 2020 20:23

Frábært að sjá þetta hjá þér! En má ég spyrja hvernig þú tengdir þessar viftur?

Notaðirðu millistykki og tengdir í skjákortið, eða er nóg að tengja við móðurborðið?Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3925
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 474
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf jonsig » Lau 18. Apr 2020 20:54

Vega 64 stakt hjá mér á vatnskælingu á balanced er ekki að dansa yfir 55c° á full blast í margar klst. Bara mín skoðun að þessi kort eru leiðindi á lofti.

Varðandi thermal paddana, þá eru notaðir 1mm og .5 mm á vega64. Þú ert að hækka hitann á íhlutnum um margar gráður fyrir hvern extra 0.5mm ef þú ert með of þykka padda.


tölvan búin að folda í nokkrar klst
Mynd
Síðast breytt af jonsig á Lau 18. Apr 2020 21:06, breytt samtals 3 sinnum.


1.Skemmtilegastur á vaktinni síðan Sun 06. Jan 2008.


Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RTX 3070Ti, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Skjámynd

Höfundur
Dropi
Gúrú
Póstar: 533
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Dropi » Mið 13. Maí 2020 09:06

Gunnarulfars skrifaði:Frábært að sjá þetta hjá þér! En má ég spyrja hvernig þú tengdir þessar viftur?

Notaðirðu millistykki og tengdir í skjákortið, eða er nóg að tengja við móðurborðið?


Sæll takk fyrir það, vifturnar eru stýrðar af skjákortinu og eru tengdar við adapter og splitter beint í skjákortið. Svo nota ég fan profile sem heldur þeim nær 100% hraða (hljóðlaust) yfir 60°C.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)

Skjámynd

Höfundur
Dropi
Gúrú
Póstar: 533
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf Dropi » Mið 13. Maí 2020 09:11

jonsig skrifaði:Vega 64 stakt hjá mér á vatnskælingu á balanced er ekki að dansa yfir 55c° á full blast í margar klst. Bara mín skoðun að þessi kort eru leiðindi á lofti.

Varðandi thermal paddana, þá eru notaðir 1mm og .5 mm á vega64. Þú ert að hækka hitann á íhlutnum um margar gráður fyrir hvern extra 0.5mm ef þú ert með of þykka padda.


tölvan búin að folda í nokkrar klst
Mynd


Dropi skrifaði:Skipt hefur verið um kælikrem og thermal pads til að ná hot spot og VRM hita niður. Kælikremið er Kryonaut frá Thermal Grizzly og allir thermal pads eru 1mm GP-extreme frá Gelid. Hotspot er uþb 81°C þegar thermal diode nær 55°C og ég get sennilega náð þessu niður enn meira. Allir VRM undir 70°C.


Ég fór í 1mm pads og reyndi allt til að koma 0.5mm á memory vrm-inn en það myndaðist alltaf bil. Ég veit af þessu og hef rifið kortið í sundur ítreka til að koma minni og minni pads án árangurs. Ég er sáttur með kortið í dag. Væri geggjað að koma því á vatn, en í dag er kassinn með það mikið loftflæði með 3x 120mm inntaks, 2x120mm efri úttaks og 1x140mm aftari úttaks og nóg rými í kringum kortið að það gjörbreyttist alveg frá því að ég reyndi þetta fyrst á mATX.

Hvaða stillingar, voltage, memory freq, core freq og core power ert þú að fá á vatni?


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3925
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 474
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Vega 56 bjargað úr námunum og Morpheus mod

Pósturaf jonsig » Mið 13. Maí 2020 09:23

Ég er bara með kortið á turbo preset, hef ekkert verið að overclocka. En eftir að ég breytti vatnskælingunni eftir að ég skrifaði þetta að ofan, þá er hann 40-42c° eftir nokkrar klst í 100% að folda. Svo maður ætti að geta yfirklukkað.

Reyndar nokkur ár síðan ég hafði kortið á lofti en minnir að það hafi verið í 80c°+ allan tíman


1.Skemmtilegastur á vaktinni síðan Sun 06. Jan 2008.


Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RTX 3070Ti, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic