Síða 1 af 1

Hvar nálgast maður litla heatsinka (til að setja á m.2 disk)

Sent: Fös 13. Jan 2017 16:00
af ASUStek
Hvar nálgast maður litla heatsinka til að setja á m.2 disk hér á klakanum svona áður en ég þarf að panta nokkur stk að utan. :fly

Re: Hvar nálgast maður litla heatsinka (til að setja á m.2 disk)

Sent: Fös 13. Jan 2017 22:59
af jonsig
Er þetta að hitna eitthvað mikið? Spyr ég sem tilvonandi nvme eigandi

Re: Hvar nálgast maður litla heatsinka (til að setja á m.2 disk)

Sent: Lau 14. Jan 2017 19:05
af jojoharalds
það er svakalegur híti sem kemur af þessu,
gerði smá test með vatnskælingu og án.

Mynd
Mynd
Mynd

Re: Hvar nálgast maður litla heatsinka (til að setja á m.2 disk)

Sent: Lau 14. Jan 2017 20:22
af jonsig
Góður málmhlunkur ætti að hafa slatta áhrif á thermal disipation á þessu. Það er til thermal tape frá M3 til að líma einhvern klump á þetta. 5mm álplötubút?

Re: Hvar nálgast maður litla heatsinka (til að setja á m.2 disk)

Sent: Lau 14. Jan 2017 20:44
af rbe
er með samsung 950 pro 500gb . er að fá hærri tölur í benchmark í samsung magician. með samsung driver og enga kælingu.
kannski ekkert að marka þetta bechmark í þessu forriti ?

Re: Hvar nálgast maður litla heatsinka (til að setja á m.2 disk)

Sent: Sun 15. Jan 2017 01:49
af jonsig
Sýnist maður ekkert græða á heatsink nema maður sé að copy'a eitthvað í margar klst. Ssd'inn throttlar sig til að skemmast ekki. Svo þó hann sé of heitur til að snerta þýðir ekki að hann sé of heitur til að vinna. Þetta virðist vera controllerinn.

Fyrir utan það er samsung ssd t.d. með límmiða sem maður þyrfti að taka af til að fá góð hitaskil við sökkulinn en þá fær maður warranty void.

Re: Hvar nálgast maður litla heatsinka (til að setja á m.2 disk)

Sent: Sun 15. Jan 2017 13:04
af ASUStek
þeir náttúrulega virka eins og þeir ættu að gera og með koparlímmiðan sem samsung er að nota er dregur í sig og frá léttilega og þa engin ástæða að taka hann af.
2 eða 4 litlir heatsinkar með lími er bara svo ódýr lausn að vandamáli sem telst ekki vera mikilvægt.
alveg eytt 500kr í verri hluti :)