Afjónað vatn í vatnskælingar

Allt um yfirklukkun, fsb. volt. timing. hiti og hraðaprófanir.
Hvernig modd ertu með? Kælingar og aflgjafar.
Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 715
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 5
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Saber » Mið 16. Des 2015 15:35

Ég hringdi í eftirfarandi apótek; Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Apótekarinn, Lyf og Heilsa, Lyfjaval og Apótekið. Þeir einu sem áttu þetta á 5 lítra brúsum voru Lyf og Heilsa JL húsinu á 1060 kr. brúsinn og Lyfjaval Álftamýri á 980 kr. brúsinn.

Hinir áttu annaðhvort von á þessu og voru bara með þetta á 500 ml. brúsum.

FYI. :happy


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

methylman
Geek
Póstar: 883
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf methylman » Mið 16. Des 2015 17:04

Apotekið á Sogaveginum var með þetta á 2L brúsa á klink


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 715
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 36
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Squinchy » Mið 16. Des 2015 17:16

Ég á regglulega afjónað vatn ef einhverjum vantar fyrir lítið


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

kunglao
Ofur-Nörd
Póstar: 289
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf kunglao » Mið 16. Des 2015 17:41

5L brúsi á 1000 kall sirka er bara fínt. Þetta geymist vel í brúsanum og svo þegar þarf að skipta um vökva þá er um að gera að eiga en 2l brúsi væri hentug stærð í eitt build samt


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD


Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Axel Jóhann » Mið 16. Des 2015 20:50

Spyr sá sem ekki veit, afhverju afjónað vatn?


i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU

Skjámynd

Danni V8
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1655
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 52
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Danni V8 » Mið 16. Des 2015 21:30

Axel Jóhann skrifaði:Spyr sá sem ekki veit, afhverju afjónað vatn?

Hef spáð í þessu líka.

Veit að það á að fara afjónað vatn á t.d. rafgeyma og kælikerfi í bílum og erlendis hef ég séð allt upp í 5 lítra brúsa af afjónuðu vatni til sölu til að setja á þá, en hérlendis er bara notað kranavatn og hefur verið gert í marga áratugi án vandræða.

Hvers vegna er ekki hægt að nota kranavatn í tölvukælingar líka?


Asus Crosshair VI Hero | AMD Ryzen 7 1700 | Crosshair H75 | Corsair Vengance 16GB | Asus Strix GTX1080 | Corsair AX750

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 715
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 36
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Squinchy » Mið 16. Des 2015 21:56

Afjónað vatn getur t.d. verið gott í svona kerfi þar sem enginn lífrænn úrgangur er í vatninu til að fúlna, eitt ber þó að hafa í huga að vatn vill ekki vera afjónað og á það til að vera ætandi til að draga í sig steinefni og önnur efni

Það má svo sem segja að vatnið hérna er ekki alslæmt, í grafarholtinu er ég að mæla 33 TDS beint úr krana, hef séð tölur erlendir í kringum 250 TDS (total Dissolved Solids)
Viðhengi
33TDS.jpg
33TDS.jpg (36.66 KiB) Skoðað 2060 sinnum


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 38
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf braudrist » Mið 16. Des 2015 21:58

Ætli tölvukælingarnar séu ekki bara líklegri til að stíflast útaf steinefnunum og öðrum ólífrænum efnum sem er í vatni vegna smægðar sinnar? Maður hefur lesið að sumt fólk á Overclockers.net séu að setja frostlög (anti-freeze) í tölvukælingarnar ásamt bara venjulegu vatni með ágætum árangri. Hugsa að það sé alveg í lagi að nota venjulegt vatn en blockirnar tærast bara mikið fyrr og loopan er líklegri að stíflast.

Edit: Úr hverju eru vatnskassi í bílum — áli eða járni? Eru þeir ekki að tærast og eyðileggjast með árunum? (Spyr einn sem veit ekkert um bíla)


Intel Core-i7 5930K 3.5GHz :: ASUS Rampage V Extreme :: Crucial BallistiX Sport 32GB DDR4 :: GeForce 1080 GTX Ti 11GB :: 1TB Samsung 960 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair 1200W


brain
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf brain » Mið 16. Des 2015 22:21

Eimað vatn leiðir ekki rafmafn. http://humantouchofchemistry.com/does-d ... ricity.htm

Distilled Water VS. Tap Water
We recommend that you always use distilled water when refilling your coolant. If you buy premixed antifreeze, then you don’t have to worry about this, but if you are mixing your coolant yourself this is very important. Tap water has many different chemicals and minerals in it that can adversely affect your radiator. The minerals in particular can speed up galvanic corrosion while the chemicals may alter the coolant’s pH or interfere with the antifreeze additives. Your only safe bet is to use distilled water.

Aluminum tends to be affected more by tap water than copper-brass. This is due to aluminum being more reactive to water to begin with plus the fact that it is less noble than most other metals (if you haven’t read Part 3 of this discussion, you may want to back up and read it before continuing). Because of this, an aluminum radiator may develop pinhole leaks. This is a good indicator that corrosion is taking place inside the radiator.

By comparison, copper is a very noble metal, so it won’t degrade like aluminum; however, the other minerals in tap water may degrade and accumulate onto the copper and block the flow of coolant. With copper-brass being much weaker than aluminum, too much blockage can increase the pressure enough to bust the tube walls in the core. Needless to say, this can result in having to replace the radiator core or the radiator entirely.

While aluminum may have a bigger disadvantage than copper-brass when it involves tap water, you shouldn’t be using tap water anyways. If you have to use tap water because of an emergency, make sure you flush your cooling system as soon as possible and replace it with a mix using distilled water. Your radiator will appreciate it.


Vatnskassar yfirleitt úr kopar/eir blöndu til að leiða hita betur. Líka til úr áli. http://www.cgj.com/2013/07/10/aluminum- ... intenance/Skjámynd

kunglao
Ofur-Nörd
Póstar: 289
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf kunglao » Mið 16. Des 2015 23:39

braudrist skrifaði:Ætli tölvukælingarnar séu ekki bara líklegri til að stíflast útaf steinefnunum og öðrum ólífrænum efnum sem er í vatni vegna smægðar sinnar? Maður hefur lesið að sumt fólk á Overclockers.net séu að setja frostlög (anti-freeze) í tölvukælingarnar ásamt bara venjulegu vatni með ágætum árangri. Hugsa að það sé alveg í lagi að nota venjulegt vatn en blockirnar tærast bara mikið fyrr og loopan er líklegri að stíflast.

Edit: Úr hverju eru vatnskassi í bílum — áli eða járni? Eru þeir ekki að tærast og eyðileggjast með árunum? (Spyr einn sem veit ekkert um bíla)


Aðallega úr kopar í tölvugeiranum en áli þessir svokölluðu AIO
sama með bíla er kopar og ál aðallega


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD


Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Axel Jóhann » Fim 17. Des 2015 15:09

Nú er ég bifvélavirki og hef verið það í rú 7 ár og hef aldrei heyrst minnst á þetta að það þurfi að fara eimað vatn á kælikerfi bíla, ekki einu sinni í skólanum.


i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU

Skjámynd

kunglao
Ofur-Nörd
Póstar: 289
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf kunglao » Fim 17. Des 2015 16:15

Axel Jóhann skrifaði:Nú er ég bifvélavirki og hef verið það í rú 7 ár og hef aldrei heyrst minnst á þetta að það þurfi að fara eimað vatn á kælikerfi bíla, ekki einu sinni í skólanum.


Nei held að enginn sé að segja það en ég svosum veit þetta ekki nákvæmlega með bílana en þegar þarf vatn á tankinn þá er mar bara skella venjulegu kranavatni en í tölvuíhluti til að fyrirbyggja gróðurmyndun og bestu hugsanlegu aðstæður innan um þá er notað distilled water eða afjónað vatn á ísl.


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD


brain
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf brain » Fim 17. Des 2015 18:14

Axel Jóhann skrifaði:Nú er ég bifvélavirki og hef verið það í rú 7 ár og hef aldrei heyrst minnst á þetta að það þurfi að fara eimað vatn á kælikerfi bíla, ekki einu sinni í skólanum.


Getur það skipt máli einsog Squinchy segir

Kóði: Velja allt

 Það má svo sem segja að vatnið hérna er ekki alslæmt, í grafarholtinu er ég að mæla 33 TDS beint úr krana, hef séð tölur erlendir í kringum 250 TDS (total Dissolved Solids)


Bjó í NH, USA um 3 ára bil, þar var alltaf keypt vatn á service stöð á geymi og kælikerfi.Skjámynd

jonsig
Vaktari
Póstar: 2557
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 168
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf jonsig » Fös 18. Des 2015 03:48

Axel Jóhann skrifaði:Nú er ég bifvélavirki og hef verið það í rú 7 ár og hef aldrei heyrst minnst á þetta að það þurfi að fara eimað vatn á kælikerfi bíla, ekki einu sinni í skólanum.


Hef líka séð lærða bifvélavirkja gefa bíl rafmagn með að beintengja póla beggja rafgeymanna .

Kannski efnafræði og rafmagnsfræði er ekki í hávegum höfð í þessu námi .

Spurning hvort uppleyst efni eins og Na+, Ca2+,Fe2+ og Cu2+ séu í magni í vatninu á klakanum .


Kaby lake i7-7700k. VegaRx 64 . Gigabyte GA-Z270. Xonar Essence STX 1. IBM model-m

Electronic Engineering Technology.


slapi
spjallið.is
Póstar: 433
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf slapi » Fös 18. Des 2015 08:10

jonsig skrifaði:
Axel Jóhann skrifaði:Nú er ég bifvélavirki og hef verið það í rú 7 ár og hef aldrei heyrst minnst á þetta að það þurfi að fara eimað vatn á kælikerfi bíla, ekki einu sinni í skólanum.


Hef líka séð lærða bifvélavirkja gefa bíl rafmagn með að beintengja póla beggja rafgeymanna .

Kannski efnafræði og rafmagnsfræði er ekki í hávegum höfð í þessu námi .

Spurning hvort uppleyst efni eins og Na+, Ca2+,Fe2+ og Cu2+ séu í magni í vatninu á klakanum .Hóhóhó hér kemur menntahrokinn

Mynd
Við erum bara allir smurapar sem kunnum ekkert á tækni efnafræði eða rafmagnsfræði enda er svoleiðis langt í frá komið í bíla í dagSkjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1550
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 273
Staðsetning: MODS | REVIEWS | UNBOXING
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf jojoharalds » Fös 18. Des 2015 08:19

Ástæða fyrir þvi að afjónað vatn er notað í vatnskælingar (mjög mikilvægt)
er sú að út af öllum steinefnum og lífandi gerlum sem eru í vatninu þá getur þetta fljótt byrja að myndast þörung.
og það gerir það að verkum að vatnsdælur ,vatnskassar stiflast.(ég giska það sé ástæðan afhverju er mælt með þvi að setja afjónað vatn lika á bíla )
þvi í afjónuðu vatni er búin að drepa allt sem er lifandi.
og ekki má gleyma- afjónað vatn leiðir ekki rafmagn.


ASRock X370 Professional Gaming - Ryzen 7-1700X -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3200MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - Asus GTX 1080 Strix
Samsung 950pro 256Gb - Vatnskælt - 3x 120Gb Samsung Evo SSD @ Raid0 - 2Tb WD Black - C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

jonsig
Vaktari
Póstar: 2557
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 168
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf jonsig » Fös 18. Des 2015 19:32

Vandamálið með þörunginn er að hann er allstaðar í kringum okkur . Enginn er óhultur :) Eftir smá googl voru menn að hafa áhyggjur af tæringu líka.
Ætli menn séu að nota frostlög til að ekkert lífrænt þrýfist í kælikerfinu ?


Kaby lake i7-7700k. VegaRx 64 . Gigabyte GA-Z270. Xonar Essence STX 1. IBM model-m

Electronic Engineering Technology.

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 715
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 5
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Saber » Lau 19. Des 2015 06:37

jonsig skrifaði:Ætli menn séu að nota frostlög til að ekkert lífrænt þrýfist í kælikerfinu ?


Það er allur gangur á því hvað menn nota, en já sumir setja frostlög. Ég ætlaði að gera það en það var búið að loka bensínstöðinni þegar ég var að setja á kerfið. Endaði með að setja bara smá dropa af uppþvottalögi. Það plús silver kill coil í afjónuðu vatni ætti að halda kerfinu clean í a.m.k. ár.

Whatever works man. :sleezyjoe


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Danni V8
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1655
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 52
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Danni V8 » Lau 19. Des 2015 08:55

Axel Jóhann skrifaði:Nú er ég bifvélavirki og hef verið það í rú 7 ár og hef aldrei heyrst minnst á þetta að það þurfi að fara eimað vatn á kælikerfi bíla, ekki einu sinni í skólanum.


Þetta stendur oft á kælivökvabrúsum "Use deionozed water" eða "distilled water". Það er greinilega búið að bæta þessu við í námsefnið í dag þar sem ég er að fara í gegnum námið núna og það var minnst á þetta í kennsluefninu og það kom upp mikil umræða í tímanum um þetta.

Ég tók fyrst eftir þessu þegar ég átti fyrsta BMW-inn minn fyrir 10 árum síðan og var að skipta um vatnslás, kunni lítið á bíla þá. Googlaði upplýsingar og í þræðinum sem ég las talaði höfundur um að nota eimað vatn og ég fór að spyrjast fyrir um þannig í kjölfarið og var auðvitað sagt að nota bara kranavatn, annað væri vitleysa.

Ef þú googlar bara "Coolant distilled water" þá finnurðu helling um þetta.


Asus Crosshair VI Hero | AMD Ryzen 7 1700 | Crosshair H75 | Corsair Vengance 16GB | Asus Strix GTX1080 | Corsair AX750


ErrorCDIV
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 22. Sep 2015 00:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf ErrorCDIV » Þri 26. Jan 2016 18:56

Ekki nota afjónað vatn! Notaðu eimað vatn með Biocide.Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2647
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 220
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf hagur » Mið 27. Jan 2016 00:04

Er ekki langbest að nota vígt vatn í þetta?Skjámynd

jonsig
Vaktari
Póstar: 2557
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 168
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf jonsig » Mið 10. Feb 2016 22:29

Mynd


Kaby lake i7-7700k. VegaRx 64 . Gigabyte GA-Z270. Xonar Essence STX 1. IBM model-m

Electronic Engineering Technology.

Skjámynd

Skippo
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 21:09
Reputation: 1
Staðsetning: Úti á landi!
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf Skippo » Mið 10. Feb 2016 23:00

Gróður myndast ekki nema ljós komist að vatninu. Þeir sem eru með glærar slöngur lenda í leiðindamálum, hinir vita ekki af þessu vandamáli. Það þarf ekkert að nota afjónað vatn, venjulegt kranavatn er fínt og það lagast ef það er soðið upp á því (drepur gerla ef einhverjir eru). Frostlögur og þá langtíma hjálpar örugglega en það má s.s. setja önnur eiturefni í vatnið ef hugur stendur til þess, brennisteinssúlfíð í snefilmagni er t.d. hægt að nota, eyðir súrefni úr vatninu.

Einfaldast er að nota bara kranann, hitt er meira svona í ætt við hótel Adam.


Ég er erfiður í umgengni

Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 927
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Afjónað vatn í vatnskælingar

Pósturaf oskar9 » Fim 11. Feb 2016 10:04

Ég er að nota afjónað vatn í mína lúppu, setti frostlög útí blönduna, sirka 10-15% af heildarvatnsmagni, var að skipta um vatn í gær, fyrsta skipti síðan ég setti lúppuna upp fyrir einu og hálfu ári, sá EKKERT að lúppunni, enginn gróðurmyndun, tæring eða svona hvít filma inann í slöngunum eins og sumir lenda í.
Er að nota bæði Kopar og nikkelhúðaðar blokkir og primochill slöngur


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"