Vatnskælingar / turnar

Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2763
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 118
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vatnskælingar / turnar

Pósturaf zedro » Þri 24. Mar 2015 13:49

Sælir áhugamenn um vatnskælingar,

Er nýlega byrjaður að pæla í því að setja upp vatnskælingu í kassann. Er að ærast yfir hávaða í kassanum og langar
að fá góðan milliveg á afköstum og hávaða. Ekki bætir það að jojoharalds er alltaf með vatnskælda mod klámið sitt!

Þar sem ég hef alveg núll reynslu af vatnskælingu þá leita ég til ykkar sem þekkið þetta.
Er með CoolerMaster Stacker STC-C01 og plássið ætti ekki að vera vandamál ef ég vill koma rad fyrir inní honum.
Hinsvega hef ég verið að pæla í því hvort að kaup á kassa með vatnskælingu í huga væri málið.

Þannig að miðað við að kæla CPU og GPU (1-2) hvar væri optimal?
  1. Rad inní eða utan á kassa?
  2. Einn rad eða margir rad?
  3. Kaup á sér kassa?
  4. Hvaða kassa mæla menn með?
  5. Hvar er best að versla, fæst þetta dót innanlands?
  6. Ætti ég að vatnskæla minnin?
  7. Þarf ég að huga að loftflæði í gegnum kassann fyrir minni/mobo?
    EDIT:
  8. Hvernig er best að haga viftum? Push pull eða bæði?
  9. Staðsetning á rad, er ekki fínt að hafa hann uppí topp og blása út. Með 3 viftur að framan aðdraga loft inn (gegnum síu)?
  10. Viðhald, hvar finn ég upplýsingar um viðhald á pípum/kælingu. (Vitna í scrubb sem jojoharalds notaði)
    Þarf ég að skipta um vatn reglulega? Hvaða efni þarf að blanda í vatnið? Nota ég vatn eða eitthvað annað?

Með fyrirfram þökk,
Z


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf jojoharalds » Þri 24. Mar 2015 14:56

Sæll,

þakka hrósið :) gaman að heyra að fólk her fílar það sem ég er að gera.

til að svara þessu fyrir þíg

þannig að miðað við að kæla CPU og GPU (1-2) hvar væri optimal?
Regla hér er fyrir hvern kjarna (Cpu/gpu)þarftu ekki meira en 120mm kæliflöt á Radiator.semsagt(CPU+GPU+GPU)=Einn 360mm radiator Meira en nóg.
Rad inní eða utan á kassa?
Þetta fer allt eftir hvað kemst í kassan hjá þér og hvaða look þú ert að eldast við.(mæli samt með inni upp á að geta flutt kassan ef þörf er á)
Einn rad eða margir rad?
Einn 360mm er nóg (midað við gengið í dag villtu ekki kaupa neitt óþarfa(bara mín skoðun)
Kaup á sér kassa?
Þessi stacker kassi er flott ef þú villt modda þetta (hann biður nú ekki upp á mikið loftflæði fyrir radiator)
Hvaða kassa mæla menn með?
þarf ekki vera stór getur léttilega verið með:
http://att.is/product/corsair-graphite-230t-kassi

Hvar er best að versla, fæst þetta dót innanlands?
Kassin er hjá start enn allt vatnskælidót er láng best að þú verslar hjá
performance-pcs.com

Ætti ég að vatnskæla minnin?
Það er einungis til skrauts og skílur engin Afköst.
Þarf ég að huga að loftflæði í gegnum kassann fyrir minni/mobo?
Alltaf gott að huga loftflæði :)

Vonandi hjalpar þetta :)
Síðast breytt af jojoharalds á Þri 24. Mar 2015 15:01, breytt samtals 1 sinni.


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf Xovius » Þri 24. Mar 2015 14:57

1
Það er yfirleitt þægilegra uppá mobility og svona að hafa rads inní kassanum en þú færð náttúrulega meira pláss með því að hafa þá utaná.
2
Því meira rad surface sem þú hefur því meiri kælingu færðu en það er náttúrulega balance. Fer svoldið eftir plássi. Mitt næsta watercooling upgrade verður venjulegur 360mm rad í þakið á turninum mínum og svo þykkur 240mm að framan til að kæla CPU og 2 GPU.
3
Af því sem ég veit um þinn kassa þá ætti að vera hægt að modda hann smá og setja rad í þakið og framaná en það er alltaf þægilegra að vera með kassa sem styður þetta allt natively.
4
Fer svakalega mikið eftir því hvað þér finnst flott og hvað þú ert til í að eyða.
5
Það fæst mjög lítið innanlands en sumar tölvuverslanir eru til í að flytja þetta inn fyrir þig. Annars er einhversstaðar þráður á vaktinni með allskonar síðum sem selja vatnskælingarvörum.
6
Mjög sennilega óþarfi.
7
Minni og mobo þurfa náttúrulega eitthvað loftflæði en það er ekkert sem þú þarft að hafa neinar svakalegar áhyggjur af.



Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2763
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 118
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf zedro » Þri 24. Mar 2015 15:51

Takk fyrir þessu flott svör! jojoharalds það er alltaf æði að sjá hvað kemur næst
þú er klárlega að koma nýliðum af stað í moddun það er klárt! (Ég er dæmi, er að pæla bora göt á kassann minn!)

Það vöknuðu nokkrar nýjar spurninga (bætt við upprunalega innlegg og hér)

    EDIT:
  1. Hvernig er best að haga viftum? Push pull eða bæði?
  2. Staðsetning á rad, er ekki fínt að hafa hann uppí topp og blása út. Með 3 viftur að framan aðdraga loft inn (gegnum síu)?
  3. Viðhald, hvar finn ég upplýsingar um viðhald á pípum/kælingu. (Vitna í scrubb sem jojoharalds notaði)
    Þarf ég að skipta um vatn reglulega? Hvaða efni þarf að blanda í vatnið? Nota ég vatn eða eitthvað annað?

Þetta eru eflaust frekar nubbalegar spurningar en ég er svo grænn að hálfu væri hellingur :catgotmyballs
Takk aftur fyrir svörin :happy


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf jojoharalds » Þri 24. Mar 2015 16:22

Hvernig er best að haga viftum? Push pull eða bæði?
Fer eftir hvað þú ætlar þér pull er eflaust þægilegra þegar það kemur að þvi að þrifa rykið.
Staðsetning á rad, er ekki fínt að hafa hann uppí topp og blása út. Með 3 viftur að framan aðdraga loft inn (gegnum síu)?
Það er mjög gott að haf hann á toppnum.(Viftunar framan á kassanum blása loft inni kassan ,heita loftið er að risa upp og vifturnar á radiator (pull)
eru að draga loftið svo úr kassanum í gegnum radiator og blása allt rýk í burtu í leiðinni.

Viðhald, hvar finn ég upplýsingar um viðhald á pípum/kælingu. (Vitna í scrubb sem jojoharalds notaði)
http://www.digitalstormonline.com/unlocked/staying-cool-a-brief-guide-to-pc-water-cooling-maintenance-idnum87/
Þarf ég að skipta um vatn reglulega? Hvaða efni þarf að blanda í vatnið? Nota ég vatn eða eitthvað annað?
árs fresti er must að skipta um vatn,(vökvi með lít og öllu getur dugað lengur)
efnið sem er bætt út í er Biocide,og silfur til að halda loopuna í góðu standi.
Þú villt ekki fá þörung.
Og þetta scrub er ALLS ekki must have er ekki með það í Thor D3sk né Blue Devil eð neinu öðru.
ég notaði þetta bara í þetta eina skipti þvi ég er að prófa nyjan vökva sem er ekki búin að releasa.Bara til að preppa loopuna fyrir það.


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 384
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf kunglao » Þri 24. Mar 2015 19:07

Þetta eru Kassar hannaðir með vatnskælingu í huga en því miður er ekki hægt að kaupa þá hér heima en alltaf hægt að panta á amazon.com http://www.phanteks.com/products.html
Allt vatnskælingar dót fæst ekki á klakanum en eins og hefur komið fram hjá JOJO þá er Performance-pcs mjög góður staður til að versla við og vörur frá þeim koma frekar fljótt allaveganna í mínu tilviki.
Segi bara velkomin í vatnskælinguna og moddið. Þetta er bara GAMAN


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD

Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2763
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 118
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf zedro » Fös 15. Maí 2015 21:24

Herregud hvað ég er búinn að horfa á mikið af vatnskælingarmyndböndum!

Að því tilefni ætla ég að endurvekja þennan þráð :japsmile

Fyrir áhugasama er hér svaka fræðandi myndband um vatnskælingar:
https://www.youtube.com/watch?v=SR9jEczwCZ4

CM Stackerinn minn er sko engann veginn góður í þetta project, best nýttur sem serverturn :)
Skoðaði helling af Phanteks og þeir voru ekki alveg að kveikja í mér :P

Nýjustu pælingar hjá mér eru varðandi kassa, viftur, viftustýringu, radsize.

Rakst á nýjast nýtt hjá Fraktal Design, Define S og ég verð að segja að ég er yfir mig
ástfanginn. Flottur í stílhreinn kassi, engin front bay, flott cable man pláss að aftan.
Ræður við 5 hdd (þar af 2x 2.5). Ryk filter að framan og undir. Er kominn með smá
draumauppsetningu í hann.

Var að hugsa 360 push-pull rad að framan og í toppinn, eins þykkann og kassinn
ræður við, held 60mm. Stórann res f. aftan fram radinn. Lúppa svo í pumpu, gpu,
rad, cpu, rad, res (Já ég veit að hringurinn skiptir ekki máli nema res í pumpu :) )
Jafnvel að vera með chipsett kælingu ef að móðurborðið sem ég vel er nógu mainstream
að það séu til kæliblokkir á það. Einhverstaðar neðst í lúppunni væri ég svo með drain
valve. Var einnig að pæla vera með utanályggjandi quick disconnects sem ég gæti notað
ef ég myndi gjörsamlega missa vitið og vera með external 3x3 rad, einsog Phobia 1080.

En til að kæla þessa byrjanda lúppu það var ég að pæla vera með 2x PWM stýringar sem
væru á cpu og chassin PWM headerum eða jafnvel bara vera með eina PWM stýringu sem
ræður við 11 PWM viftur. Silence beeing the name of the game. Er að verða geðveikur á
hávaðanum í kassanum mínum. Ef ég væri með eina stýringu þá gæti ég verið með 6 viftur
að framan í push pull og svo 3 í toppinn sem push.

Á þeim pælingum 360 þykkur rad vs 420 þunnur rad hvort væri málið?

Anyhow end of rant :megasmile


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2763
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 118
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf zedro » Mið 20. Maí 2015 19:46

Gimme some feedback guys! :megasmile

jojoharalds skrifaði: ...

kunglao skrifaði: ...

Xovius skrifaði: ...


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

motard2
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Fim 21. Feb 2008 19:08
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf motard2 » Mið 20. Maí 2015 21:05

Sæll

Ég var í svipuðum sporum og þú og ég fékk mér þetta http://www.ekwb.com/shop/kits-cases/kits/ek-kit-x360.html og tróð þessu í fractal r5 allt pantað í Start.

eina slæma sem ég fan að þessu kiti voru vifturnar svo þeim var skipt út fyrir noctua nf-f12 viftum og það var mikið betra hljóðlega séð.


Fractal Define S, Asus X99-S, Xeon 1660 V3 @4.4ghz, 128gb ecc Rdimm @2666 cl13, AORUS 3080 XTREME WATERFORCE WB, Corsair RM1000x, Samsung NVME SSD 950 pro 512Gb +500Gb og 1tb sata ssd

Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2763
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 118
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf zedro » Mið 20. Maí 2015 21:48

@motard2: Þakka svarið! Var einmitt að skoða þetta sama kitt fyrr í dag. Er búinn að vera skoða EKWB,
Performance-PCs, Alphacool ásamt einhverjum fleiri síðum og mið svimar við að skoða þetta allt saman. Mikið af nöfnunum á milli kitta
virðist vera mjög svipað nema sumstaðar er X og annarstaðar kemur D eða L sem ég hef enn ekki náð að tengja saman...

Er orðinn svolítið fastur á Define S build með 2 rad ásamt CPU og GPU kæliblokkum. Ekki láta mig byrja á því þegar ég reyndi að skoða
pumpu, herregud ég fékk höfuðverk, ekki var það skárra að reyna finna res sem einnig kemur í þúsund útfærslum :woozy


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 384
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf kunglao » Mið 20. Maí 2015 22:14

D5 er eða D er the "Pump"
L = Laing DDC eða MCP35X sem dæmi og eru þessar tvær vinsælustu og mest notuðu dælurnar
Svo er það Mod tops og pump tops sem það er hægt að kaupa með þessu og eru möguleikarnir Mjög margir en ef það er D5 eða MCP35x þá passa nánast ef ekki allir Mod tops,pump tops sama frá hvaða framleiðanda.


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD


gutti
Bara að hanga
Póstar: 1580
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf gutti » Mið 20. Maí 2015 23:17

Mæla með skoða þetta zedro ef þig langa gera svona http://m.youtube.com/results?q=linus%20 ... 0room&sm=1



Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2763
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 118
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vatnskælingar / turnar

Pósturaf zedro » Fim 21. Maí 2015 00:06

gutti skrifaði:Mæla með skoða þetta zedro ef þig langa gera svona http://m.youtube.com/results?q=linus%20 ... 0room&sm=1

Stór efa að ég fái að festa rad utan á blokkinni :sleezyjoe en maður má láta sig dreyma!
Er búinn með slatta af myndböndum með Linus :happy

Hann JayzTwoCents er helv. flottur í vatninu: https://www.youtube.com/user/Jayztwocents
Áður en að ég fór að pæla í vatnskælingu þá hafði ég ekki hugmynd um að það væru framleiddar
Airflow og Static pressur viftur :oops: hvað þá hver munurinn væri.


Kísildalur.is þar sem nördin versla