Síða 1 af 1

Forrit til að fylgjast með hitanum

Sent: Mið 03. Des 2014 20:20
af Moldvarpan
Ég er búinn að vera velta þessu fyrir mér.... en nú eru til mörg forrit til þess að mæla hita tölvunnar, örgjörva, móðurborð, hdd, gpu osfv.

Ég er núna með FX 6300 örgjörvan, en er að fá rosalega mismunandi hitatölur úr Speedfan annarsvegar og Core temp hinsvegar.

Í mínu tilviki, þá finnst mér eins og Core temp hitatölurnar séu réttari með örgjörvan að gera.

Svo ég spyr, hvaða forrit eruð þið að nota? Og ef það eru eh kostir eða gallar sem að þið þekkið, þá megiði deila þeim líka.

Re: Forrit til að fylgjast með hitanum

Sent: Mið 03. Des 2014 23:41
af nidur
SpeedFan 4.50

Kostir, les allt.
Gallar, lítur ógeðslega út.

Re: Forrit til að fylgjast með hitanum

Sent: Mið 03. Des 2014 23:51
af Frost
HWMonitor. Mælir allt og lýtur vel út :megasmile

Re: Forrit til að fylgjast með hitanum

Sent: Fim 04. Des 2014 08:03
af Minuz1
Moldvarpan skrifaði:Ég er búinn að vera velta þessu fyrir mér.... en nú eru til mörg forrit til þess að mæla hita tölvunnar, örgjörva, móðurborð, hdd, gpu osfv.

Ég er núna með FX 6300 örgjörvan, en er að fá rosalega mismunandi hitatölur úr Speedfan annarsvegar og Core temp hinsvegar.

Í mínu tilviki, þá finnst mér eins og Core temp hitatölurnar séu réttari með örgjörvan að gera.

Svo ég spyr, hvaða forrit eruð þið að nota? Og ef það eru eh kostir eða gallar sem að þið þekkið, þá megiði deila þeim líka.


Getur verið að speedfan sé að gefa upp +10 gráður miðað við Core temp?

Það hafa verið einhverjir böggar varðandi kubbasett í speedfan þannig að sum gefa +10 gráður.

Re: Forrit til að fylgjast með hitanum

Sent: Fim 04. Des 2014 09:57
af Lester
Af því að þú ert með AMD örgjörva þá getur þú notað AMD Overdrive til að skoða hitann.

Annars er HWiNFO rosa fínt forrit fyrir svona hluti. Mæli hiklaust með því.