Ekki alveg mod en Kælispurningar

Skjámynd

Höfundur
Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf Perks » Mið 14. Maí 2014 21:59

Þar sem ég er alger nýgræðingur varðandi kælingar og loftflæði í tölvubúnaði þá leita ég til ykkar kæru herrar og dömur.
eða með öðrum orðum:
Ó þér mikli vélbúnaðarguð,
meistari hita og kulda,
heyr mína bæn,


Er að spá með haf912 kassa og loftflæði.

hiti.png
hiti.png (26.44 KiB) Skoðað 1809 sinnum


Eins og sést úr speccy er hitinn í idle of hár finnst mér.
cpu 17°
cpu socket 36°
graphic 28°
hdd 29-30°

Sem leiðir að kassinn er rétt tæplega um 30° væntanlega. Giska á að herbergishitinn hafi verið um 24°venjulegur stofuhiti ish.

Svona lítur kassinn út hjá mér.
kassi.png
kassi.png (424.24 KiB) Skoðað 1809 sinnum


Spurningar mínar eru:

1. ætti ég að færa skjákortið neðar? (finnst sem vifta 1 myndi hugsanlega nýtast betur þannig) en smeykur við
viftuna á skjákortinu, þeas að það blási á móti viftu 1.

2. cpu socket tvöfalt hærri en cpu hiti? nýbúinn að skipta um kælikrem til að reyna laga það. Tillögur?

3. Er þetta bara rugl í mér og sé ágætishiti miðað við amd build. Hef ekki verið að stress prófa skjákort né örgjörva því mér finnst hitinn of hár eins og er.

4. Er einhver að nota scythe ninja 3 örgjörvakælingu. Uppá hvort minni passi undir það í slot 1 eins og á þessu móðurborði.


Ég ætla að setja aðra viftu á hliðina sem lokar kassanum. Mun blása út "ofan" af skjákorti og út um hlið.
Ég á eftir að ganga almennilega frá snúrum líka, fyrir þá sem klepra við myndina.

Fer að spila tölvuleiki í kvöld til að ath hvernig hitinn er í smá vinnslu og uppfæri ef mér farnast svo :)

Allar ábendingar vel þegnar


600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mið 14. Maí 2014 22:13

Ekkert að þessum idle hita hjá þér, svo er ekkert að marka hann. Ef að hitinn undir stress verður nálægt mörkum þá máttu hafa áhyggjur ;)



Skjámynd

Höfundur
Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf Perks » Fim 15. Maí 2014 00:38

warcraft í ultra settings 2-3 tímar

fff.png
fff.png (28.86 KiB) Skoðað 1754 sinnum


Hef ekki áhyggjur fyrr en ég fer að spila alvöru leiki ;)


600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 910
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf methylman » Fim 15. Maí 2014 11:11

Svona smá athugasemd, við hvaða aðstæður er idle hitinn mældur fórstu með tölvuna út, 17°C er vísbending um að neminn eða forritið sé að gefa rangar upplýsingar, þ.e.a.s ef þú hefur mælt hitann innanhúss. Það er bara engin lógik í því að hitinn á örgjörvanum sé 5°C undir herbergishita sem er 22°C - 24°C


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

Höfundur
Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf Perks » Fim 15. Maí 2014 12:42

Good point
Hef verið að sjá detta niður í alveg 12° á cpu hita.
Prufa fleiri forrit þegar ég kem heim. Eitthvað meira en hwmonitor sem fólk mælir með?


600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 15. Maí 2014 13:01

Ég nota alltaf coretemp til að fylgjast með örgjörvanum og MSI afterburner fyrir skjákort.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf Hnykill » Fim 15. Maí 2014 14:48

Svo er það þannig þegar örgjörva viftan er beint fyrir ofan skjákortið, og þú ferð að spila leiki, þá hitnar kortið og viftan sogar til sín heita loftið áður en hún blæs í gegnum örgjörvakælinguna. sumir þurfa að hafa viftuna þarna svo hún sé ekki fyrir minniskubbunum. en þetta er alls ekki góð uppstilling.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Höfundur
Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf Perks » Fim 15. Maí 2014 15:15

Hnykill skrifaði:Svo er það þannig þegar örgjörva viftan er beint fyrir ofan skjákortið, og þú ferð að spila leiki, þá hitnar kortið og viftan sogar til sín heita loftið áður en hún blæs í gegnum örgjörvakælinguna. sumir þurfa að hafa viftuna þarna svo hún sé ekki fyrir minniskubbunum. en þetta er alls ekki góð uppstilling.


Sæll Hnykill og takk fyrir ábendinguna.

Myndiru mæla frekar með að hafa örgjörva viftuna fyrir ofan minnið og blása í átt að viftu sem blæs úr kassanum?
Eða færa skjákortið neðar?
Eða láta örfjörvaviftuna "sjúga" loftið upp í gegnum kælinguna í stað þess að blása?
Viftu fyrir ofan skjákort til að blása út?

Ertu með einhverjar tillögur um úrbætur því eins og ég sagði í upphafi þráðar þá er ég nýliði í kælingum. Hef ekkert spáð í loftflæði í kössum áður.
Sé reyndar doldið eftir þessari örgjörvakælingu núna, tekur aðeins of mikið pláss.


600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf Hnykill » Fim 15. Maí 2014 17:35

Ekki færa skjákortið í neðri rauf. það er ekki víst að það sé 16X PCI-E rauf.. best væri að færa örgjörva viftuna svo hún væri þeim megin sem minniskubbarnir eru. þ.e.a.s ef minniskubbarnir eru ekki fyrir. hún er nefnilega nokkuð stór þessi kæling hjá þér. og láta hana blása í gegnum kælinguna í átt að útblásturviftunni að aftan, frekar en að sjúga loft í gegn.

Þetta er alveg fínasta örgjörvakæling en það skemmir að þurfa hafa viftuna þarna undir.

ég er sjálfur með þessa..

Thermaltake Water 3.0 Performer
http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... -amd-intel

einmitt til að losna við svona "memory clearence" rugl. spurninginn er bara hvort þú viljir fjárfesta í nýrri kælingu eða reyna koma viftunni á betri stað.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2377
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf littli-Jake » Fim 15. Maí 2014 18:07

Ég mundi snúa örrakælingunni 90°svo að hún blási gegnum kælinguna og viftan aftast í kassanum tæki við loftinu og kæmi því út

Ef þú ætlar að fá eitthvað vit í þessar mælingar þarftu að spila eitthvað þingra en warcraft. Þessi örri má fara í rúmlega 60°C án vandræða


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ekki alveg mod en Kælispurningar

Pósturaf Hnykill » Fim 15. Maí 2014 22:48

Ég er líka með FX 8350, yfirklukkaðan létt í 4.2 Ghz .. en þegar hann smellur í 65 C° þá lækkar hann sjálfkrafa Volt stillingarnar niður í default.. sem er ekki nóg til að keyra hann á 4.2 Ghz.. sumir þessara örgjörva rétt sleppa í gegnum skoðum til að keyra á auglýstum hraða.. 200-300 Mhz umfram það þarf hærri volt stillingar (meiri straum) sem þýðir meiri hiti. svo ef þú ert að yfirklukka og leikur/forrit hrynur.. þá er það oft örgjörvinn að lækka Volt stigið til að kæla sig niður. og getur ekki haldið yfirklukkuðum hraða. það er allavega þannig með Bulldozer/Pildrever örgjörvana. Intel örgjörvarnir myndu bræða örgjörvakælinguna hjá þér án þess að breyta nokkru.. ábyrgðin er hjá eigandanum..

Þess vegna ætla ég að kaupa Mér Intel næst.. þegar DDR4 kemur út.. nema AMD lagi svona skít.. ég þoli ekki svona rugl eins og hjá AMD.. ég er sáttur við virknina og veit að yfirklukkun þarf að vera vel úthugsuð til að ganga upp.. meiri hraði = meiri kæling og allt það. en 65 C° og eitthvað helvítis rugl tekur yfir mínar Bios stillingar ? þarna misstu þeir mig sem viðskiptavin :thumbsd

Málið er, AMD er að reyna vernda örgjörvana sína aðeins of mikið.. þeir þola 1.55 Volt og nær 90 C° til að slá feilpúst... en nei.. þeir setja skipun í Bios að lækka Voltin niður í 65 C°. AMD ætlar ekki að framleiða nýrri örgjörva en AMD FX 8350 fyrr en 2016.

Það borgar sig ekki að uppæra núna yfir í I5/I7 .. en það er svona afskiptasemi sem ég þoli ekki :face .. en mig hlakkar til að sjá hvað þeir koma með næst :/


það eina við I5/I7 örgjörvana er hátt hitastig.. það þarf helst að "delidda" þá.. https://www.youtube.com/watch?v=n3dMgRSEi2Y

Þessir örgjörvaframleiðendur ættu aðeins að hlusta á þá er kaupa frá þeim... Þegar DDR4 kemur er eins gott fyrir þá að hafa sitt á hreinu ! óþolandi afskiptasemi frá AMD og vanhugsun frá Intel !


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.