Síða 1 af 1

Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 15:45
af Xovius
Jæja, þá er ég að pæla í að skella Corsair H100 kælingunni sem ég á uppí hillu á skjákortið mitt. Ég las á sínum tíma þennan viewtopic.php?f=1&t=57485 þráð þar sem GullMoli setti Moli setti Thermaltake Water 3.0 Performer á 480 kortið sitt og fannst það æðisleg hugmynd á sínum tíma en svo bara gleymdi ég því. Nú var oskar9 að setja Corsair H70 á 6970 kortið sitt viewtopic.php?f=1&t=59214 og mér fannst það kjörin hugmynd. Er búinn að vera í vandamálum með hitann á 7970 kortinu mínu sérstaklega þegar ég spila CS:GO þar sem leikurinn gefur mér bara mouselag þegar ég reyni að setja v-sync á svo ég neyðist til að hleypa honum upp í 300fps sem hitar skjákortið svo skuggalega mikið að tölvan hefur verið að krassa. Svo sá ég þennan þráð og fattaði að ég á ennþá H100 uppí hillu sem ég hef ekkert betra að gera við svo ég ákvað bara að láta vaða. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég ríf í sundur skjákort svo öll tips eru vel þegin, svo var ég líka að pæla hvernig það er með thermal paste. Þarf ég eitthvað sérstakt í þetta eða dugir túban sem ég á núna?
Myndir og fullt build log koma í vikunni!

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 15:53
af Minuz1
downclocka gpu fyrir cs:go ?
Ekki það að mig langi ekki að sjá þetta hjá þér, en svona í mllitíðinni :)

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 16:01
af Stutturdreki
Xovius skrifaði:.. svo var ég líka að pæla hvernig það er með thermal paste. Þarf ég eitthvað sérstakt í þetta eða dugir túban sem ég á núna?

Það fer náttúrulega allt eftir því hvernig 'túban sem þú átt núna' er sko, ef þetta er eitthvað gamalt þá myndi ég kaupa nýtt, annars er ekkert að því að nota það sem þú átt.

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 16:06
af oskar9
Verður gaman að sjá myndir af þessu, þessar AIO kælingar virka nefnilega frábærlega á skjákort líka.

Hvernig ætlarðu að festa blokkina á kortið ? Er planið að smíða einhvern bracket eða nota plastbönd ?

ég notaði plastbönd, eitt langt utan um dæluna og fjögur minni, kom litlu böndunum fyrir þannig að þau passi í gegnum götin á skjákortinu, þá fullherti ég stóra bandið, svo dró ég litlu fjögur í gegnum skjákortið nógu langt til að ég kæmi annari plastbremsu aftan á kortið, nú er dælan föst við kortið en hangir sirka 10-15cm frá kortinu, á þessum tímapunkti setti ég arctic silver 5 krem á kjarnann og dreyfði smá úr því.
Fékk svo lánað annað par af höndum til að herða plastböndin aftan frá meðan ég stýrði blokkinni rétt á kjarnann, þegar böndin eru fullhert þá situr blokkin mjög vel á kjarnanum.

ætlarðu að líma heatsinks á memory kubbana og VRM kubbana ? Hef séð menn sleppa því en það veltur sjálfsagt á kortum, ég blandaði tveggja þátta epoxy lími við kælikrem og límdi ál heatsink á memory og VRM eins og þú sérð á minni mynd.
Svo sér kassaviftan framan á um að leika Smá lofti um kubbana og þetta helst allt mjög kalt, ég myndi ekki þora að keyra þetta heatsink laust.

eitt annað, þar sem dælan í H-100 er ferhyrnd en ekki hringlótt eins og á h-70 myndi ég mæla með að festa saman tvö dragbönd utan um dæluna en ekki eitt stórt (þeas ef þú ætlar að nota bönd)

Annars gangi þér vel og verður gaman að sjá myndir :megasmile

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 19:28
af hjalti8
einn stór galli við 7950/7970 kortin er sá að kísilflagan er staðsett neðar en málmdæmið sem umkringir hana svo að þú þarft örþunna koparplötu ef þú ætlar að gera þetta: http://www.ekwb.com/shop/ek-vga-supreme ... apter.html
Þú þarft svo að hafa í huga að leiðslurnar í H100 eru ekki mjög langar.

svo er eitthvað mjög skrítið við það að kortið sé að hitna svona mikið amk ef það er á stock klukkuhraða/voltum. Eru þá ekki brjálaðslega mikil læti í kortinu?
Annaðhvort ertu með of lítið loftflæði í kassanum eða kortið er einfaldlega eitthvað gallað og þá gæti það verið ábyrgðamál því að ef það er allt í góðu lagi með loftflæði og engin yfirklukkun í gangi þá er fáránlegt að svona kort skuli ofhitna í cs.

með almennilegu loftflæði @ stock clocks ætti kortið að vera laaaaaangt frá því að ofhitna:
Mynd

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 19:37
af Lusifer
http://www.nzxt.com/product/detail/138- ... acket.html er málið fyrir svona. Er sjálfur með H55 á mínu og þetta lækkar mitt um 12°c í loadi sem er bara sniillldddd.

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 21:15
af MuGGz
Ég setti H60 á 670FTW kortið mitt og það lækkaði um góðar 15° eða eitthvað í idle

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Þri 28. Jan 2014 22:39
af Nitruz
afherju ekki setja í dev console fps_max 100 t.d.

Re: Corsair H100 + 7970 Build log

Sent: Mið 29. Jan 2014 00:51
af Xovius
Nitruz skrifaði:afherju ekki setja í dev console fps_max 100 t.d.

Þá fæ ég strax mouselag af einhverjum ástæðum.

hjalti8 skrifaði:einn stór galli við 7950/7970 kortin er sá að kísilflagan er staðsett neðar en málmdæmið sem umkringir hana svo að þú þarft örþunna koparplötu ef þú ætlar að gera þetta: http://www.ekwb.com/shop/ek-vga-supreme ... apter.html
Þú þarft svo að hafa í huga að leiðslurnar í H100 eru ekki mjög langar.

svo er eitthvað mjög skrítið við það að kortið sé að hitna svona mikið amk ef það er á stock klukkuhraða/voltum. Eru þá ekki brjálaðslega mikil læti í kortinu?
Annaðhvort ertu með of lítið loftflæði í kassanum eða kortið er einfaldlega eitthvað gallað og þá gæti það verið ábyrgðamál því að ef það er allt í góðu lagi með loftflæði og engin yfirklukkun í gangi þá er fáránlegt að svona kort skuli ofhitna í cs.

með almennilegu loftflæði @ stock clocks ætti kortið að vera laaaaaangt frá því að ofhitna:
*Mynd*

Get reddað mér kopar og búið til svona plötu sjálfur. Svo varðandi slöngurnar þá verður það sennilega ekki vandamál. Held að ég rífi HDD bracketin sem er framaní HAF-Xinum mínum úr og setji rad'inn þar.
Varðandi læti þá er kælingin sem ég er með ekkert svo hávær þó hún fari upp í hundrað prósent, amk ekki í gegnum heyrnatólin hjá mér.
Er með þetta kort *Mynd*
Eins og ég segji þá reynir ekkert á kortið í 60fps en í 300fps er það að vinna mikið og þegar gluggarnir í litla herberginu mínu eru lokaðir hitnar það töluvert sem hjálpar skjákortinu svo ekki.

oskar9 skrifaði:Verður gaman að sjá myndir af þessu, þessar AIO kælingar virka nefnilega frábærlega á skjákort líka.

Hvernig ætlarðu að festa blokkina á kortið ? Er planið að smíða einhvern bracket eða nota plastbönd ?

ég notaði plastbönd, eitt langt utan um dæluna og fjögur minni, kom litlu böndunum fyrir þannig að þau passi í gegnum götin á skjákortinu, þá fullherti ég stóra bandið, svo dró ég litlu fjögur í gegnum skjákortið nógu langt til að ég kæmi annari plastbremsu aftan á kortið, nú er dælan föst við kortið en hangir sirka 10-15cm frá kortinu, á þessum tímapunkti setti ég arctic silver 5 krem á kjarnann og dreyfði smá úr því.
Fékk svo lánað annað par af höndum til að herða plastböndin aftan frá meðan ég stýrði blokkinni rétt á kjarnann, þegar böndin eru fullhert þá situr blokkin mjög vel á kjarnanum.

ætlarðu að líma heatsinks á memory kubbana og VRM kubbana ? Hef séð menn sleppa því en það veltur sjálfsagt á kortum, ég blandaði tveggja þátta epoxy lími við kælikrem og límdi ál heatsink á memory og VRM eins og þú sérð á minni mynd.
Svo sér kassaviftan framan á um að leika Smá lofti um kubbana og þetta helst allt mjög kalt, ég myndi ekki þora að keyra þetta heatsink laust.

eitt annað, þar sem dælan í H-100 er ferhyrnd en ekki hringlótt eins og á h-70 myndi ég mæla með að festa saman tvö dragbönd utan um dæluna en ekki eitt stórt (þeas ef þú ætlar að nota bönd)

Annars gangi þér vel og verður gaman að sjá myndir :megasmile


Hef ekki aðstöðuna til að smíða mér bracket svo ég ætla að reyna að nota plastbönd í þetta. Ég ætla svo að sjá hvort ég get sagað heatsinkin aðeins í sundur og skilið eitthvað eftir til að kæla það sem H100inn nær ekki yfir.