Noctua NH-D14 og hraði/hávaði


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Garri » Sun 28. Okt 2012 15:35

Sælir

Var að setja saman leikjatölvu sem gekk mjög vel. Vélin er í dag OC-uð í 4.5GHz með voltin mjög hófleg. Var að keyra Intel Burn Test á Max í 20 röns og allt í lagi. Er með AsRock Extreme4 Z77 móðurborð sem ég er mjög ánægður með.

En..

Það sem böggar mig mjög er að viftustýringin á móðurborðinu virkar ekki á Noctua. örgjörva viftan er alltaf á "fullu", eða um 1230RPM, sama hvort vélin er Idle á um og jafnvel undir 30°c eða keyra Intel Burn Test á Max stillingu um 66°c

Master tengið á MB er með 4 pinnum en Noctua gefur aðeins möguleika á þremur. Er með 140mm viftuna á master tenginu og viftuna aftan á á seinna cpu tenginu. BIOS býður upp á sjálfvirka viftustýringu en virðist bara styðja PWM (Pulse with modulation) sem Noctua getur ekki nýtt sér. Er með þetta í Antec kassa með þremur viftum og handstýrðum 3ja möguleika stillinga sem allar liggja utan á kassanum í dag, hefði helst viljað að MB hefði stýrt þeim viftum líka.

Keypti viftustýringu fyrir um ári sem ég held að heiti GateWatch eða Aero af Vaktara hérna, en sýnist í fljótu að hún sé aðeins með hand-breytileg viðnám sem þýðir að ég verð sjálfur að hækka og lækka í þessum viftum sem kemur bara alls ekki til greina. Verð bara að segja það að ég hélt í einfeldni minni að það væri minnsta mál fyrir þessa framleiðendur á svona tækjum að hafa möguleika að lesa PWM frá móðurborði og nota sem grunn stýringu... datt handvirk stýring bara aldrei í hug varðandi tölvur og stýringar og það árið 2012

En sýnist að ég verði að kaupa svona stýringu. Hún verður sem sagt annað hvort að geta lesið PWM-ið frá MB eða tengst við MB og lesið sensorana ásamt hita upplýsingum og stýrt viftum á völdu Ampera range-i (viftur þurfa mismikið af Amperum til að ná topp snúning sem og lægsta mögulega snúningu osfv.)

Spurningin til ykkar er, hafið þið leyst þetta sjálfir og ef svo er, hvernig?

Eins megið þið útdeila visku ykkar ef þið hafið rekist á einhverjar sniðugar lausnir á þessu vandamáli.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Kristján » Sun 28. Okt 2012 16:09

það ætti að vera viðnám sem fylga með kælinguni og gætir notað það bara.

ef tölvan er í 66° i burn test þá mun hún ekki hitnar mikið þótt þú setur viðnámið viðhana.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Garri » Sun 28. Okt 2012 16:14

Kristján skrifaði:það ætti að vera viðnám sem fylga með kælinguni og gætir notað það bara.

ef tölvan er í 66° i burn test þá mun hún ekki hitnar mikið þótt þú setur viðnámið viðhana.

Jújú.. það fylgir meira að segja með, en alls ekki sáttur við þá lausn.

Vill að viftan sé næstum óvirk þar til hitinn fer upp fyrir 50°c eða svo (hægt að stilla í BIOS). Enda nákvæmlega ekkert að því að keyra svona örgjörva á minnst 50°c 24/7

Get líka notað handvirka stillingu í BIOS sem virkar á svipaðan hátt, það er, minnkað voltin út í viftu konstant, en hugnast sú lausn engan vegin, á sömu forsendum.



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf mundivalur » Sun 28. Okt 2012 16:16

er ss. viftustýring á Antec kassanum ? er þetta Noctua með 2. viftum
virkar ekkert af þessum á myndinni
Mynd




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Garri » Sun 28. Okt 2012 16:23

Það er handvirk stýring á Antec kassanum (þriggja stiga stilling)

Varðand Noctua (með tveimur viftum) þá stýri ég þessu sama reyndar frá BIOS og nei, sjálfvirka stýringin virkar ekki, vegna skorts á PWM vír og stýringu í Noctua. Reikna með að Level-stýringin virki (breytir væntanlega voltum flatt yfir) en hugnast sú lausn ekki. Vill að viftan snúist eins mikið og hægt er þegar hitinn fer upp fyrir eitthvað mark en hægi á sér í stiglausum fasa þar til mark-hita er náð.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Kristján » Sun 28. Okt 2012 17:04

well þá er litið hægt að gera þar sem það er ekki pwm tengi á viftunum.

mundi bara setja viðnámið á og hafa stöðugan hraða á viftunum, þá mun örrinn líka vera með stöðugari hita á sér í stað þessa að vera að fara upp og niður.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Hnykill » Sun 28. Okt 2012 17:35

Skiptu bara um viftur og seldu hinar uppí kostnað.. hljóta að vera einhverjar sambærilegar til ;)


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Garri » Sun 28. Okt 2012 22:03

Já.. takk fyrir þetta.

Hugsa að ég reyni að útvega mér 140mm viftu með PWM eiginleika. Spurning hvort slíkt fáist hér heima. Sá þessa á netinu: Thermalright TR TY-140mm en úrvalið virðist ekki vera nett svaðalegt.. en, auðvitað er svo Noctua komin með PWM viftur sem í dag fylgja SE2011 gerðinni af þessari kælingu. Umfjöllun um vifturnar á overclockers PWM Noctua P12 og P14 og síðan linkur á SSE2011 kælinguna, Noctua NH-D14 SE2011

Hvað um það..

Setti viðnámin við báðar vifturnar, annað sem átti að færa niður í 800rpm og hitt sem átti að færa niður í 900rpm, hinsvegar er báðar núna fast-settar á 900rpm og mun lægra hljóð sem þær gefa frá sér.

Prófaði líka að hafa tvær á sömu grein með stærra viðnáminu og þá fór minni (120mm) viftan ekki af stað af sjálfstáðum og sú stærri snerist í 600rpm sem virkaði mjög vel út frá hávaða og eins stóðst það Intel Burn Testið, hitinn fór mest í 65°c ef ég man rétt.

Þetta er hita niðurstaðan með vifturnar í 900rpm og VCore á 1.28v, 4.5Ghz

burn_in_test.png
burn_in_test.png (805.08 KiB) Skoðað 1125 sinnum



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Kristján » Mán 29. Okt 2012 02:00

Það er ekki að ástæðulausu að þessi kæling er besta loftkælingin.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NH-D14 og hraði/hávaði

Pósturaf Garri » Mán 29. Okt 2012 12:41

Já.. þetta er svakalega góð kæling og þarf í raun ekki svona mikið loft flæði nema verið sé að yfirklukka nokkuð grimmt.

Kristján skrifaði:...
mundi bara setja viðnámið á og hafa stöðugan hraða á viftunum, þá mun örrinn líka vera með stöðugari hita á sér í stað þessa að vera að fara upp og niður.


Nei, þessu er í raun öfugt farið. Það að hafa stöðugan hraða á viftunum þýðir aðeins að hitinn rokkar upp og niður mikið meir en þarf, kælir óþarflega mikið í Idle, eða alveg niður í 30°c og síðan hratt upp í 60°c minnst við mikið load og gaming. (væg yfirklukkun)

Hinsvegar ef ég get sett mér markhita, segjum 50°c, þá er örrinn á 50°c idle eða mest af tímanum og þegar hann er undir load, þá eykst hitinn en umleið eykst hraðinn á öllum viftum sem gerir það að verkum að hitinn hækkar minna. Jafnvel aðeins í 55-56°c undir 100% load miðað við 1300rpm í stað 900rpm eins og í dag á Noctua viftunum og ef ég hef kassavifturinar í slíkri stýringu (þær eru á lægstu stillingu í dag)

Það þýðir aðeins hitaflökkt upp á 5-6°c í stað 30°c

Almennt gildir um endingu á svona tólum og tækjum að minnka agressivar hitasveiflur sem mest.