Vifta - intake/exhaust?

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 13. Des 2008 02:57

Jæja, er hérna með ágætt skema af loftflæði í kassanum og bara ein pæling

Mynd

80mm viftan á hliðinni.. Hvort er sniðugara að hafa hana intake eða exhaust?? Ég finn alveg þegar ég sting hendinni í plássið sem skjákortsviftan er að taka inn loft að það er alveg vel heitt og því var ég að pæla; blása köldu lofti þangað, eða taka heita loftið út??



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf urban » Lau 13. Des 2008 04:47

kallt inn, alveg hiklaust.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf ManiO » Lau 13. Des 2008 10:37

Fer eftir hvern þú spyrð, kíktu bara [url="http://www.liquidninjas.com/bbs/archive/index.php/t-4156.html"]hingað[/url] og þá sérðu að þetta fer allt eftir hvað þér finnst virka best og um hvað þér finnst um ryk.

Veistu nokkuð CFM tölurnar á öllum viftunum sem blása inn og út úr kassanum?


Best er bara að prófa sig áfram.

Er 80mm á þessum stað eða er hún ofar? Ef hún er t.d. ofar, ca. á staðnum sem að örgjörvaviftan blæs loftinu út í exhaust viftuna gæti hún truflað loftflæðið þar á milli og í raun hækkað hitan þar.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

supergravity
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf supergravity » Lau 13. Des 2008 13:57

Mæli með að láta hana blása út, trikkið er að hafa alltaf meira flæði út úr kassanum en inn í hann. Ef svo er ekki þá getur heita loftið setið inni í honum þótt það sá á hreyfingu. NVIDIA voru að hamra á þessu í how-to á síðunni sinni. Sérstaklega í þínu tilfelli þar sem þú finnur heitt loft við gatið, þá villtu losna við það í staðinn fyrir að ýta þvi inn í kassann aftur. Svo er reyndar spurning hvernig flæðið að/frá skjákortsviftunni er og hversu nálægt það er viftunni sem við erum að skoða. Maður þarf svolítið að skoða hvert dæmi fyrir sig en almennt væri sniðugast að pumpa út.

kv,


\o/

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 13. Des 2008 22:12

supergravity skrifaði:Mæli með að láta hana blása út, trikkið er að hafa alltaf meira flæði út úr kassanum en inn í hann. Ef svo er ekki þá getur heita loftið setið inni í honum þótt það sá á hreyfingu. NVIDIA voru að hamra á þessu í how-to á síðunni sinni. Sérstaklega í þínu tilfelli þar sem þú finnur heitt loft við gatið, þá villtu losna við það í staðinn fyrir að ýta þvi inn í kassann aftur. Svo er reyndar spurning hvernig flæðið að/frá skjákortsviftunni er og hversu nálægt það er viftunni sem við erum að skoða. Maður þarf svolítið að skoða hvert dæmi fyrir sig en almennt væri sniðugast að pumpa út.

kv,


Jább, en málið er að það streymir heitt loft þangað frá hörðu diskunum

Og til að svara því sem kom hér að ofan: Þessi vifta er mjög neðarlega, nógu neðarlega til að hún blási lofti undir skjákortsviftuna

En er þá málið að láta hana blása loftinu út og fá þannig meira loftstreymi??




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf Gets » Lau 13. Des 2008 23:31

Láttu viftuna blása inn í kassan og settu SpeedFan í gang og athugaðu hvað hitin er á öllu í idle eftir sirka hálftíma.

Snúðu viftuni síðan við og endurtaktu leikin.

Niðurstöðurnar tala svo sínu máli.



Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 15. Des 2008 05:26

Held ég settli við það að láta hana blása út.. Skjákortið er að runna á 37-39° idle (áður á 40-41°) og svo finn ég mun kaldara loft í rýminu fyrir neðan skjákortið

Held það meiki líka meiri sens að hafa þá allavega 2 exhaust og 2 intake í stað 3ja intake og einnar exhaust

Tölvan mín var líka að taka uppá því að slökka á sér í tíma og ótíma og ég held að aflgjafinn hafi veirð eitthvað að ofhitna eða eitthvað vegna þess að það var bara ein leið fyrir heita loftið út úr kassanum og hún var beint fyrir neðan PSU viftuna.. Hún hefur ekki látið þannig leiðinlega síðan ég sneri viftunni við

Held þetta sé bara flott svona :D




Hyper_Pinjata
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf Hyper_Pinjata » Mán 15. Des 2008 05:37

Hvað ertu annars með stóran aflgjafa kermit?

ég myndi mæla með allavega 500w miðað við það sem þú ert með....miðað við að vera allavega með einn harðan disk,geisla/dvd drif + slatta af dóti í usb og þetta orkugjarna skjákort sem þú ert með.

hinsvegar er 430 alveg að "kötta" það hjá mér....enda er ekki mikið orkugjarnt hjá mér....bara 4 harðir diskar (3/4 ide,1 sata)+ 1 ide geisladrif & 7600GT...það notar ekki einusinni auka "rafmagnstengi" ólíkt "6600GT" skjákortinu sem ég eitt sinni átti,eða 9000 línan (kannski 9600+) með 6 pinna rafmagnstengi...félagi minn sem er með svoleiðis er með held ég 600w aflgjafa....


Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 15. Des 2008 05:51

Er með 500W

Samt ekkert eitthvað fancy-brand.. Heitir eitthvað Performancepower eða eitthvað




Hyper_Pinjata
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf Hyper_Pinjata » Mán 15. Des 2008 06:36

getur bara verið að aflgjafinn hjá þér sé að gefa sig,eða bara ekki nógu "kraftmikill"....lenti í svipuðu þegar ég var með tölvuna mína á 350w aflgjafa...


Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.

Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf einzi » Mán 15. Des 2008 10:29

Ég er enn á því að það eigi að vera meira flæði inn heldur en út .. en í réttum hlutföllum. Ef allar viftur blása inn og svo kannski 1 sem blæs út þá jú vissulega myndast hitavasi eða hitakassi. En ef þú ert með svipaðan fjölda af viftum sem blása inn og út ... þá ætti að skapast gegnumstreimi. Fleiri viftur sem blása út en inn og þú ert kominn með ryksugu sem keppist við að þétta allar kæliplötur áður en þú getur hreinsað þær.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf ManiO » Mán 15. Des 2008 10:46

Kíktu líka hingað, http://www.tomshardware.com/forum/23818 ... e-pressure

Það eru bæði kostir og ókostir að hafa ekki jafnvægi milli útblásturs og innblásturs, einnig skiptir staðsetning viftanna rosalegu máli, sama má segja um snúrur, staðsetningu harða diskanna (og annarra hluta sem geta hindrað loftflæði) o.fl. o.fl. o.fl.

Þetta "vandamál" er mjög tilraunakennt með það mörgum hlutum sem hafa áhrif að komast að réttri niðurstöðu er nánast ekki hægt og því verður "rétt" niðurstaða að duga manni.


Margir hafa líka viljað tala um að nota "air-flow straighteners" sem að margir verkfræðingar síðan segja að sé algert bull. Aðrir vilja nota ýmsar leiðir til að "leiða" loftið á "rétta" staði í kassanum, nota þá pappakassa t.d. til að mynda brautir fyrir loftið (virkar t.d. fyrir suma, aðra ekki, eins hækkar væntanlega hitinn annars staðar í kassanum).


Svona rétt í lokinn, þetta mál er efni í doktorsverkefni hjá verkfræðingi og eiginlega á þetta ekki heima hér þar sem að menn koma með yfirlýsingu um hvað sé rétt. Eins og sagt er, aldrei er góð vísa of oft kveðinn þá minni ég þig á að þú verður bara að prófa þig áfram í þessu og sjá hvað hentar best í þínu tilviki.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Hyper_Pinjata
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf Hyper_Pinjata » Mán 15. Des 2008 15:37

ég er svo gáfaður að vera með þetta rétt :)

Mynd


btw....þar sem "efsta rauf" er...þar eru 2x Zalman "Viftustillingar"....og fyrir neðan það er ein tóm rauf (geisladrifs) og svo kemur geisladrifið og allir hörðu diskarnir að innann....og "útblástursvifturnar blása út hjá hörðudiskunum...sem er nice :)


Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.


Axl
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 14:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vifta - intake/exhaust?

Pósturaf Axl » Mið 17. Des 2008 05:22

Mitt mat er að hafa viftu neðst í kassanum (einn eða fleiri, fer bara eftir kassa) sem blása inn á meðan þú ert með viftur efst eða ofarlega í kassanum sem blása út.