Spurning varðandi viftustýringu

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Spurning varðandi viftustýringu

Pósturaf DoofuZ » Mán 28. Júl 2008 20:15

Ég er að setja saman eina tölvu og er meðal annars með viftustýringu sem heitir Explorer FX-3 og er hún víst frá EZ-Cool (sjá hér) en ég get engan vegin fundið neinar almennilegar upplýsingar um unitið á netinu :? Þetta er í fyrsta sinn sem ég nota viftustýringu svo ég er ekki alveg nógu klár á uppsetningunni (þó hún sé líklega mjög einföld) og er það þá aðallega varðandi snúrurnar og hvar ég á að tengja þær ásamt skynjurunum :-k Ég er líka með móðurborð sem hefur enginn plögg fyrir þær snúrur sem eiga líklega að tengjast við það svo ég þarf örugglega að redda mér öðru móðurborði (er sko með MS-7046 sem var áður í Medion tölvu :roll:), það þarf þá helst að vera með socket 775 og styðja bara DDR minni svo ég geti endurnýtt örgjörvann og minnið en svoleiðis hef ég ekki fundið í tölvubúðunum þannig að ég þarf þá væntanlega eitt svoleiðis notað. Einhver sem lumar á einu?
Viðhengi
8.jpg
Fara þessar snúrur í móðurborðið?
8.jpg (5.7 KiB) Skoðað 302 sinnum
740_big.jpg
Þetta er viftustýringin sem ég er með
740_big.jpg (40.21 KiB) Skoðað 302 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi viftustýringu

Pósturaf Zorglub » Mán 28. Júl 2008 20:38

Þekki þessa stýringu ekki neitt en.....
Miðað við að hún er gefin upp 3/4 pinna ættirðu bæði að geta tengt hana við móðurborðið eða í molex tengi úr aflgjafanum og þannig gætirðu haft hana og vifturnar óháðar móðurborðinu.
Tengin eru væntanlega staðlaðar karlar og kerlingar þannig þetta ætti nú bara að komast saman á einn veg :wink:
Skynjarana þarftu svo að tengja við hvern hlut ef þú vilt hafa þetta sjálfvirkt.
En ef þér finnst þetta flókið þá ættirðu bara að koma við í dalnum og fá að kíkja á leiðbeiningarnar á einni nýrri :D


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15