aflgjafi


Höfundur
littel-jake
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Lau 18. Ágú 2007 20:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

aflgjafi

Pósturaf littel-jake » Lau 05. Apr 2008 14:36

gamla greyið var að gefa sig svo ég þarf víst að fá mér nýjan

er að pæla hvað maður þarf öflugna aflgjafa til að keira quad core örgjörva. Er reyndar ekki kominn með quad enþá en það er stefnan á næstu 3 mánuðum.

Ekkert owerclock og takmarkaður budget


E8400@3gHz---Intel 775-Ga-P35-DS3L--- GeForce8800GT512mb---560W aflgjafi (með wattmæli)---2x2gb DDR2 @800Mhz--- Geimt í óttalegum bakaraofni frá Aspire

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: aflgjafi

Pósturaf mind » Lau 05. Apr 2008 14:48

Skjákort er orkufrekara en örgjörvi.

Standard er 450W í dag , ættir ekki þurfa neitt meira þannig séð. (nema þú sért með þvílíkt magn af dóti)

Auk þess eru quad core ekki endilega neitt orkufrekari en aðrir , þeir eru yfirleitt á lærri klukkun.




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Re: aflgjafi

Pósturaf Yank » Lau 05. Apr 2008 19:38

Quad Core þurfa meiri straum en Dual Core örgjörvar, það er staðreynd.

Aftur á móti þá er eins og bent var hér á að ofan eru það skjákortin sem þurfa yfirleitt mun meiri straum heldur en örgjörvin, og það er því yfirleitt við leikjaspilun sem vélbúnaður er að taka mest af straum. En við leikjaspilun er bara nánast aldrei sem allir fjórir kjarnarnir eru full nýttir plús það að skjákortið sé í botni, enda nýta leikir illa alla fjóra kjarnana. Þetta á þó eftir að breitast þegar leikjaframleiðendur drullast á fætur.

Þannig skapa nýjustu leikir ekki endilega það ástand sem leikir framtíðarinnar gætu skapað þ.e. skjákortið og allir fjórir kjarnar nýttir til fulls með þeirri orkuþörf sem þarf við þær aðstæður.

Annars verður þú að gefa upp nánari upplýsingar um hvaða vélbúnað þú ætlar að keyra svo hægt sé að ákvarða hvaða stærð af aflgjafa hentar þér.



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: aflgjafi

Pósturaf Sydney » Lau 05. Apr 2008 20:55

Ég myndi segja 520w, þá ertu smá future proof.

Sjálfur fékk ég mér 800w, þarf ekkert að skipta greyið út nema að hann deyi.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: aflgjafi

Pósturaf coldcut » Sun 06. Apr 2008 18:52

ég er nú með Q6600 og 8800GTS G92 og ég er bara með 450W aflgjafa sem er 3-4 ára gamall...en eins og sidney sagði þá er 520W alveg yfirdrifið nóg og þá þarftu ekkert að fara að uppfæra aflgjafann á næstunni nema eitthvað svakalegt komi á markaðinn ;)