Síða 1 af 1
3dmark06 PROBLEM - málið leyst !!
Sent: Sun 27. Jan 2008 01:12
af MuGGz
halló,
ég er að lenda í veseni með 3dmark06, enn það frýs _alltaf_ í seccond testinu, sem er forest..
myndin frýs bara og svo hangir vélin og ég get ekkert gert nema ýta á restart takkann
Evga780i
E8400
8800GTS 512mb G92
2x 1024 OCZ repear 1066mhz (er bara að keyra þau á 800mhz í augnablikinu)
Er búin að keyra aquamark og 3dmark05 án nokkura vandræða..
Einhver sem gæti komið með EINHVER ráð, allt vel þegið!
Sent: Sun 27. Jan 2008 01:25
af Yank
ertu örugglega með nýjustu útgáfu af 3Dmar06
http://www.3dmark.com/products/3dmark06/
Annars er þetta mögulega Nvidia driver support problem á svo nýtt kubbasett.
Sent: Sun 27. Jan 2008 01:31
af MuGGz
jamm, er með v1.1.0

Sent: Sun 27. Jan 2008 13:47
af MuGGz
ok þetta virðist haldast í hendur, vinnsluminnis málið mitt og 3dmark
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=16853
Sent: Þri 29. Jan 2008 00:54
af MuGGz
OK, komið í lag !!
vandamálið var ekki vinnsluminni heldur var þetta einfaldlega bara skjákortið, það var ekki að þola að fara uppí 80°c í fully load og við það var það að mynda artifacts !
ég prufaði að setja viftuna á 100% hraða og keyra nokkur 3dmark án vandræða YES!
Er búin að panta mér nýja skjákortskælingu á draslið svo þetta virki nú án þess að mynda þennan suddalega hávaða!!
http://www.thermalright.com/new_a_page/ ... hr03gt.htm
þegar hún er komin get ég loksins farið að loka kassanum hehe
Sent: Þri 29. Jan 2008 09:25
af TechHead
err.. skjákortið sem þú ert með á að "þola" að keyra allt upp í 110°c án
þess að valda artifacts eða öðrum vandræðum.
Kortið sem þú ert með myndi vera gallað.
Sent: Þri 29. Jan 2008 10:04
af ÓmarSmith
Ehh... " Á að þola "
Það er samt ekki sérlega sniðugt að keyra skjákortið á 110° þegar flest önnur skjákort eru að fara í max 90°í Load eftir langan tíma.
Held að það sé frekar eðlilegt að það Artifacti í 110°en að það " eigi " að þola það.
Mín cent.
Sent: Þri 29. Jan 2008 10:58
af TechHead
Já G92 kjarninn á að geta keyrt að 110°c án þess að valda skemmdum
samkvæmt Thermal Profile frá Nvidia.
Ég sagði aldrei að það væri sniðugt taktu eftir en hinsvegar vil ég meina að
ef g92 kort artifactar í 80°c þá er það gallað. Því eins og þú sagðir sjálfur þá
eru flest stock 8800gt kort að keyra í 90°c undir load án vandræða.
Sent: Þri 29. Jan 2008 11:36
af ÓmarSmith
Rétt, enda vænti ég þess að Steini skili kortinu á þessum forsendum, bara upp á framtþíðina að gera.
Leiðinlegt ef það bræðir bara úr sér innan árs.
Sent: Þri 29. Jan 2008 11:51
af MuGGz
skrítna við þetta er samt eitt, að félagi minn er með nákvæmlega eins kort, NX8800GTS G92, og það er að gera þetta sama, þegar það er komið nálægt 80°c þá fara koma artifacts í atitool og frýs í 3dmark06 ...

Sent: Þri 29. Jan 2008 12:34
af ÓmarSmith
hvar keyptuð þið þessi kort ?