Síða 1 af 1
Temp á Q6600
Sent: Þri 14. Ágú 2007 19:10
af Revenant
Hvað er fínt hitastig að miða við þegar maður er að yfirklukka? Ég náði Q6600 í 3,0GHz (333fsb) á 1,29 voltum en hitinn í 100% load er 65°c (skv Intel TAT). Er með Thermalright Ultra 120 og Sharkoon "Golf Ball" á örranum.
Sent: Þri 14. Ágú 2007 19:27
af Zorba
65°° með Tr ultra og sharkoon viftu

Þú ættir að fá mun lægri hitastig með svoleiðis kælingu.Hvernig er loftflæðið í kassanum þínum?Er heatsinkið í góðu "kontakti" við örrann?
Eða er TAT að sýna vitlausar uplýsingar?

Sent: Þri 14. Ágú 2007 21:22
af CendenZ
reddaðu þér laser mæli og segðu okkur hitastig á td. NB, SB, sökkli og PSU.
síðan er náttúrulega gott stuff að mæla hitan á kassanum að innan, við vitum ekkert um kassan einsog er

Sent: Lau 18. Ágú 2007 02:05
af Revenant
Intel TAT fer með rétt mál. Tjunction hjá mér er 100° en Speedfan gerir ráð fyrir að ég hafi 85°. Trúlega eitthvað loftflæðisvandamál þá.
Sent: Þri 18. Sep 2007 18:54
af Meso
Ég er einmitt með sama setup, Q6600 m/ Thermalright ultra 120 ásamt Sharkoon viftu og er hitinn hjá mér kringum 32-34° idle og fer í rétt rúmlega 40-42° í vinnslu,
það er án yfirklukks, ég er með stepping B3 sem er heitari en nýji G0, hvorn ert þú með?