Ég er nú ekki mikill ævintýramaður....

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ég er nú ekki mikill ævintýramaður....

Pósturaf audiophile » Fös 07. Apr 2006 20:12

Jæja kæru Vaktmenn, þá er komið að því ævintýri að ég láti reyna á smá Overclock á AMD64 í fyrsta skipti og langar að biðja ykkur færu menn um að handleiða mig í gegnum þetta ef þið væruð svo vænir.

Ég er búinn að lesa mig til um HTT og LDT og allt það og veit nokkurnveginn út á hvað þetta gengur, en samt maður er aldrei of viss.

Það sem ég sit svona smá fastur á áður en ég byrja er, er minnið og hvort ég sé með nógu góðar græjur.

Það sem ég er með er AMD64 3200+ Venice Core, MSI K8N Neo4 SLI, 2x512mb Kingston HyperX 2-3-2-5 1T og svo kælt með Zalman v7000-cu eða hvað það heitir. Semsagt minna blómið úr kopar. Er svo með 4 SilenX kassaviftur svo kæling inn og úr kassanum er ágæt.

Svo við byrjum þetta, þá langar mig að keyra drusluna upp í 2.2-2.4ghz og ef ég skil það rétt er best að keyra HTT multiplier niður í 4x svo að ég lendi undir 2000mhz hámarkinu á honum. En það sem ég er ekki viss um er hvort minnið þoli það 1:1 eða hvort ég eigi að nota divider á minnið og þá hvaða divider?

Segjum að ég byrji á 220mhz á FSB, það yrði þá

220*2 = 440
440*4 = 1760 HTT

Erum við þá að tala um að örrinn sé 10*220 = 2.2ghz og HTT keyrir á 1760 sem er undir þessu gullna 2000mhz sem ég hef heyrt um. Er ég á réttri leið hérna? Er þetta ekki safe svo lengi sem minnið þolir 220mhz?

Ok segjum að það virki og ég láti vaða á...

240*2 = 480
480*4 = 1920 HTT

Þá er 10*240 = 2.4ghz og HTT er í 1920, sem er undir markinu ekki satt?

En 240mhz á PC3200 minni er soldið mikið er það ekki? Ætti maður að skella á divider? Hvaða divider? Vill minnast á að minnið er að keyra á 2.5-3-3-7 2T, ekki þéttu timings sem gefið er upp sem max. Minnið og örrinn eru á stock voltage líka.

Já og hvernig læsi ég PCI-e raufinni á MSI kortinu? Á hún ekki að vera föst í 100mhz?

Á ég að láta vaða? Er ég í ruglinu? Þeir sem hafa reynslu, vinsamlega látið raust ykkar heyrast.

Takk fyrir.




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Lau 08. Apr 2006 09:59

Ef þú slakar á timings á minninu í t.d. 2,5-4-4-8 þá ættirðu að ná því upp í 240MHz.

Varðandi læsinguna á PCI-klukkuhraðanum þá er hann held ég default læstur á þessu móðurborði, annars eru þessar stillingar yfirleitt á sama stað og aðrar yfirklukkunar stllingar.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Lau 08. Apr 2006 12:23

Þakka þér fyrir það.

Þú ert semsagt að segja að með slakari timings ætti ég að geta kreyst meira úr minninu á 1:1 án þess að fara að nota divider.

En segjum að ég skelli tölvunni bara í 2.2ghz og láti þar liggja og sé sáttur við það, er eitthvað vit í því þar sem HTT er ekki í nema 1760? Er ekki málið að reyna að ná honum sem hæst án þess að fara yfir 2000?

Eða er ég að spá alltof mikið í honum :?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6423
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 08. Apr 2006 12:29

afhverju er fólk svona hrætt við að setja dividera á minnið?

1760 MHz á HTT er miklu meira en næg bandvídd.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Lau 08. Apr 2006 17:10

gnarr skrifaði:afhverju er fólk svona hrætt við að setja dividera á minnið?

1760 MHz á HTT er miklu meira en næg bandvídd.


Hreinlega af því ég kann það ekki :roll:

Ef þú getur sagt mér hvaða divider ég á að nota ef ég skell vélinni í 2.4ghz....þá skal ég hætta að vera hræddur :P

Og takk fyrir þetta með HHT. Ég skelli henni í 2.2 og sé hvað gerist ;)



Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Lau 08. Apr 2006 18:51

Jæja ekki gekk þetta vel.

Skellti minninu í 2.5-4-4-5 2T, lækkaði HT multiplier í 4x og skellti FSB í 220. Hún vildi ekki posta á því og lenti í veseni. Lækkaði FSB í 210 og þá póstaði hún en lenti í einhverju bölvuðu veseni með að komast í Windows þar sem einhver hal.dll var missing or corrupted. Leiðrétti það og skellti öllu á default aftur.

Tók hérna myndir úr BIOS og segið mér hvort eitthvað lítur vitlaust út....

Mynd

Mynd

Finst nú vera slappt að druslan komist ekki í 2.2ghz einu sinni :(



Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Lau 08. Apr 2006 20:47

Jæja....uppfærði Bios og las mig meira til....

Breytti draslinu í...

HT Multi 3x
FSB 230
Mem divider 166mhz
Timings 3-4-4-8
vcore 1.45v
mem 2.7v

Og þetta virðist vera að fúnkera núna á 2.3ghz :)

Læt þetta duga núna og sé hvort hún sé stabíl á þessu.




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mán 10. Apr 2006 17:08

audiophile.. vill bara þakka þér fyrir að vera með vel uppsettan póst, mjög þæginlegta að lesa þetta hjá þér :) síðan alltaf gott að sjá myndir í staðinn fyrir að fólk sé að pikka þetta bara inn



Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Mán 10. Apr 2006 18:23

Ekkert að þakka vinur.

Ástæðan fyrir að ég hef ekki komist inn í yfirklukkun á AMD64 ennþá er vegna óskýrra og illa uppsettra útskýringa og þess vegna þurfti ég að leggja á mig töluverða vinnu við að leita og lesa mig til þangað til að þetta small í kúpunni á mér. Svo vill einnig til að ég reyni að hafa það að markmiði að miðla þeim upplýsingum og vitsmunum sem hafa hjálpað mér til annarra á sem skiljanlegan hátt og mögulegt er.

Ég náði allvega að yfirklukka mína græju og kannski hjálpar þetta ævintýri mitt einhverjum öðrum að prófa sig áfram á sinni græju. Eða kunna kannski allir hérna á þetta nema ég.... hehe :D




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 10. Apr 2006 18:52

Ég myndi reyna þetta

CPU: 240 HTT X10 @2,4 Ghz Vcore 1,5-1,55 Ef það gengur þá 245 - 250

Minni :Divider DDR333 @ ca DDR 400 settu minnið á 2.5 3 3 8 prufaðu T2 og svo T1. Keyrðu mem test á þessu fyrst áður en þú reynir að posta inn í windows. Þú ert með fáránlega slök timings á minni og svo líka mögulega út úr kortinu því þú ert með sumt á AUTO. Veldu SPD og svo manual í bios. Setti svo manual timings sem ég taldi upp hér að ofan og rest á manual sem SPD valdi.

HTT divider = x4


Ég hef ekki enn séð venice core sem ekki fer í 2,5 Ghz. Hef þó ekki prófað nema nokkra. Þú ert líklega að lenda í vandræum vegna þess að minnið þolir ekki neitt OC að ráði. Slepptu að OC minnið og einbeittu þér að CPU!!. Þú hefur hvort eð er ekki minni í slíkt fjör. Svo er bara að fikta meira :evil:

Þitt OC þín áhætta :wink:




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Mán 10. Apr 2006 18:56

Ég er einmitt að yfirklukka aftur núna eftir að hafa verið "stock" síðan um jólin

Og ég er kominn með FSB í 275 og er á 2,5-3-3-6 timings með 2.6v

Er með multiplyer í 7.5 eins og er svo að ég er eiginlega stock á cpu hraðanum ennþá

Er annars með Venice örgjörva og ætti að geta vippað honum auðveldlega í 2.5ghz.. fór býsna nálægt því fyrir jól.. þarf bara að fá mér eitthvað temp monitor forrit..

Er SpeedFan málið í dag í þeim efnum?
Er á DFI LanParty borði