Pósturaf Hyper_Pinjata » Fim 15. Mar 2007 00:30
ég byrjaði í tölvum 7 ára,semsagt þegar við keyptum okkar fyrstu fjölskyldutölvu (árið 1997 eða 1998)
svo fékk ég gefins tölvu árið...hvað 2000 eða 2001 sem ég tók í sundur og setti saman aftur og hún virkaði
svo átti ég fullt af tölvudrasli í herberginu mínu....sem á þeim tíma kunni ég ekki að raða rétt saman til að ná í gang...svo því varð hent (5 venjulegum tölvukössum) plús 1 stór með stóru floppydrifi...ég varð reyndar fúll útí pabba fyrir að henda þessum tölvum vegna þess að ég var að rembast við að stúdera þær hehe....
svo fiktaði ég helling í tölvunni sem við uppfærðum um 2001...700mhz amd athlon held ég....sem síðar varð overclocked í 1100mhz með 512mb minni og einhverju nvidia mx440 skjákorti hehe....já maður man eftir þessum tímum
þá var ég í DCHub bransanum (já hahaha) frá sirka...2002 eða 2003...hætti svo þegar skemmtilega félagið hætti (hætti reyndar ekki fyrren Iceplanet hætti)
og síðan hef ég ekki komið við dc
en svo 2004 fékk ég tölvu í fermingargjöf sem aldrei hefur farið í viðgerð,og ef eitthvað hefur feilað í henni þá hef ég lagað það sjálfur
t.d. eitt skipti þá bara...vildi hún ekki ræsa stýrikerfið af einhverri ástæðu,þá var hún að reyna að ræsa gegnum lan (eða internetið) en sú stilling var ekki í gangi í biosnum,svo að það tók mig....einhverja klukkutíma að fatta að prufa að skoða dótið þarna...sem að er eitthver "netkortsstilling" eða eitthvað slíkt...allavega eftir "press del to enter bios" þá var eitthvað "press f8" til að fara í einhversskonar öðruvísi stillingar
.... en sú tölva var bara pirringur
núna á ég þessa fínu AMD Athlon 64bita 3500+ sem ég keypti algjörlega sjálfur og raðaði saman frá grunni (frá kassanum semsagt) og tengdi allt heila klabbið saman
----------------------
en svo er staðan þannig að ég bý hjá þrjóskri systur sem vill ekki leyfa mér að fá borðtölvuna mína hingað til reykjavíkur...þannig að ég verð víst að sætta mig við þessa acer ferðatölvu.
Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.