Búa til vantskælingu...


Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Búa til vantskælingu...

Pósturaf @Arinn@ » Þri 30. Jan 2007 23:46

Ég og vinur minn erum að dunda okkur að búa til waterblock á örgjörva og radiator. Okkur vantar einn hlut í allt stuffi og það er 2 icm þykkar koparplötur sem eru 50x50mm á breitt og lengd fæ ég þetta einhverstaðar ?



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2770
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 124
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf zedro » Mið 31. Jan 2007 00:12

Því miður er mig ekki að detta í hug hvar þetta getur fengist en mig dauðlagar að sjá mynd af essu til að skella inn nokkrum myndum :D

Getur prufað Gulusíðurnar undir málm....eitthvað :) svo er aldrey að vita hvað 118 segjir.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 31. Jan 2007 07:39

ég fékk svona í frirtæki uppá höfða þegar ég var að gera þetta. Minnir að það heiti málmsteypa.


"Give what you can, take what you need."


Tappi
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Fim 22. Jún 2006 11:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tappi » Mið 31. Jan 2007 08:14

Endilega koma með myndir! :lol:




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Mið 31. Jan 2007 09:43

Prufaðu Málmtækni og Sindra. :wink:

Töff að smíða waterblock sjálfur,endilega pósta myndum. [-o<




Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Mið 31. Jan 2007 20:51

gnarr skrifaði:ég fékk svona í frirtæki uppá höfða þegar ég var að gera þetta. Minnir að það heiti málmsteypa.


Já ég fékk svona uppí málmtækni uppá höfða hvað fekkstu þér þykkar plötur ? Ég keypti tvær 6mm þykkar koparplötur, þeir áttu ekki breiðara en 4cm svo ég lét það nægja svo skelli ég þessu saman blockin er þá um 1.2 cm þykk ? Hvað fekkst þú þykkt efnið hjá þeim ? Smelltir þú ekki tveim svona saman eins og samloku ? Hvað var þetta þykkt hjá þér ? Ég er kominn með hugmynd hvernig ég ætla að láta vatnið leka í gegn um blockina (sjá mynd) Mynduð þið hafa rásina öðruvísi ? En ég skal posta myndum og svona í skrefum :D Fer að byrja á þessu og ætla að dunda mér svona við þetta :D

Mynd



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Mið 31. Jan 2007 23:28

Held að

S
S
S

sé málið, kæliskápa trickið ;)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Mið 31. Jan 2007 23:42

en G leiðin ? Kalda vatnið fer beint á kjarnann í örgjörvanum og svo í hring út og í genum kæli systemið ?




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 01. Feb 2007 01:03

Mesti hitinn í miðjunni, ég held að sú aðferð sé ekkert vitlaus.



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1687
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 01. Feb 2007 08:34

Ég myndi halda að 'G' eða svona spiral væri betri upp á kælingu. Með 'S' leiðinni þá er vatnið hugsanlega byrjað að hitna þegar það kemur að miðjunni.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 01. Feb 2007 12:57

við erum að tala um kopar grunn.. eitt mest leiðandi efni sem er til. Munstrið skiptir gífurlega litlu máli. G er samt ekkert vitlaus hugmynd.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fim 01. Feb 2007 14:13

Gæti það verið í lagi að taka eina 6mm plötuna sem ég er með og bota G alveg í gegnum plötuna slípa hana svo til og taka svo 2mm koparplötu og skella undir sem snertir örgjörvann, svo tek ég hina 6mm plötuna og geri sama munstur nákvæmlega eins en bora ekki alveg alla leið í gegn en bora náttúrulega í gegn þar sem vatnið kemur inn og út ? Var að spá á þessu vegna þess að ég er bara með 2 6mm plötur sem eru 1.2 cm á þykkt þá gæti meira vatn fengið að leika um og kaldavatnið kemst ennþá nær örgjörvanum ? Er þetta bull eða ? Hvernig gerðir þú þetta t.d gnarr ? Fletch ? einhver svona kælingar meistari koma svo fer að starta þessu :D




Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fim 01. Feb 2007 17:09

? Veit enginn ?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fim 01. Feb 2007 18:46

@Arinn@ skrifaði:Gæti það verið í lagi að taka eina 6mm plötuna sem ég er með og bota G alveg í gegnum plötuna slípa hana svo til og taka svo 2mm koparplötu og skella undir sem snertir örgjörvann, svo tek ég hina 6mm plötuna og geri sama munstur nákvæmlega eins en bora ekki alveg alla leið í gegn en bora náttúrulega í gegn þar sem vatnið kemur inn og út ? Var að spá á þessu vegna þess að ég er bara með 2 6mm plötur sem eru 1.2 cm á þykkt þá gæti meira vatn fengið að leika um og kaldavatnið kemst ennþá nær örgjörvanum ? Er þetta bull eða ? Hvernig gerðir þú þetta t.d gnarr ? Fletch ? einhver svona kælingar meistari koma svo fer að starta þessu :D



Sko, þetta er eitt það versta sem þu getur gert, best er að sú hlið sem snertir cpu-inn er líka með rákum eða hvað þú vilt kalla það, strax og þú ert farin að splæsa einhverjum hlutum saman þá ertu að missa leiðni.
Rákinar þurfa ekki að vera háar, þar sem það er búið að sýna sig a 2-3mm er alveg nóg.
Síðan er kopar ekki mest hitaleiðandi málmur sem er.
Silfur leiðir hita mun betur.
Mæli með að þú kíkjir á procooling.com.
Þar eru þeir bestu sem eru að smíða þetta sjálfur,minnir líka að Ástralska overclockers forumið hafi verið stundað af góðum waterblock smiðum




Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fim 01. Feb 2007 18:56

Er nóg að göngin sem vatnið rennum í gegnum í koparnum sé bara 4 mm ?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fim 01. Feb 2007 20:22

Alveg nóg, en! botninn sem snertir cpu-inn má ekki vera minni/meiri en 2-4mm, þanning að 5-6mm kopar flatjárn er alveg tilvalið í þetta.
Svipað þykkur toppur er líka fín, þá er fín pláss til að snitta göt fyrir slöngunipplanna.Talandi um þá ,þá eru 1/2" og 3/4 stærðinar sem þú leitar að, reyndu að fá þá úr kopar(eir,messing það skiptir ekki alveg öllu).




Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fim 01. Feb 2007 20:51

ok takk kærlega fyrir þetta, þá ræðst ég bara á þetta en kannski ég sendi inn myndi hvernig ég fer að svo þið skiljið mig 100%


er nóg að göngin sem ég geri séu 2-3mm þykk á hvorri plötunni svona hehe vill vera svo 100% viss um að gera þetta alveg rétt.. :D Tými ekki að kaupa aðrar svona koparplötur helvíti dýrar.
Mynd



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fim 01. Feb 2007 20:58

Það er alve nóg að gera þetta bara á botnplötuna, hafa hina bara slétta með tveimur götum fyrir nipplanna.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fim 01. Feb 2007 21:00

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t ... highlight=


Merkilegt hvað tíminn líður hratt




Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fim 01. Feb 2007 21:58

helduru að það dugi alveg að hafa bara 3mm göng sem vatnið fer í gegnum ? Hvernig mæliru svo með að festa plöturnar saman ? Lima eða logsjóða með tini ? Ég er náttúrulega bara með 2x6mm plötur sem getir saman 1.2 cm



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 02. Feb 2007 03:54

var koparinn dýr? ég fékk eins og A4 að stærð og circa cm að þykkt á 1500kr.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fös 02. Feb 2007 11:10

Sko ég fékk 2 kubba sem voru 6mm á þykkt og 4cm breidd og 6cm á leng á 1100 krónur... sem er slatti. En dugar þetta fyrir mig semsagt ?



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Fös 02. Feb 2007 12:16

@Arinn@ skrifaði:Lima eða logsjóða með tini ?


Logsjóða með tini == lóða :?:




Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fös 02. Feb 2007 12:19

já eða svona eiginlega það heldur kannski betur ég myndi nota samt eitthvað sterkara en tin en ég gæti trúað að það sé ennþá aðveldara að líma þetta með einhhverju mjög sterku lími t.d sikaflex eða einhverju svoleðis... Eða bara hverju mæliði með að gera ?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fös 02. Feb 2007 20:53

Notaði sjálfur bara silicon, virkar á baðið, hlaut að duga í eina blokk :8)