Leitin skilaði 705 niðurstöðum

af pepsico
Sun 22. Nóv 2020 01:12
Spjallborð: Verkfæraskúrinn
Þráður: Ram vandamál, boot loop
Svarað: 16
Skoðað: 2631

Re: Ram vandamál, boot loop

Það er þá tími til að taka alla tölvuna í sundur og láta hana aftur saman. Aðallega að taka móðurborðið úr kassanum og gá hvort það er sitjandi á viðeigandi standoffs allan hringinn. Þetta gæti vel verið útaf electrical shorti. Leita að skrúfum og slíkum leiðandi hlutum líka.
af pepsico
Lau 21. Nóv 2020 11:51
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: Flottur leikjaturn með 3070 korti
Svarað: 4
Skoðað: 792

Re: Flottur leikjaturn með 3070 korti

Mér skilst að Speccy rúlli yfir á hverjum 4GB og byrji að telja upp á nýtt. 4GB kort birtast því sem 4GB en 8GB, 12GB, 16GB, 20GB og 24GB kort gera það líka. 6GB kort birtast því sem 2GB o.s.frv. Tengist því eflaust að 32 bit forrit geta lent í veseni þegar þau vinna með >2^32 bit tölur (>4GB).
af pepsico
Fös 20. Nóv 2020 05:10
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: 10850k hvaða móðurborð
Svarað: 4
Skoðað: 705

Re: 10850k hvaða móðurborð

Þar sem 10850K kostar 90 þús. ódýrastur og það eru bara tvö Z490 móðurborð sem kosta 30 þús. eða minna þá erum við að velja á milli uATX Gigabyte móðurborðsins og ATX Gigabyte móðurborðsins og ég myndi persónulega mæla með ATX útgáfu yfir uATX útgáfu á sama verði: https://www.computer.is/is/product/...
af pepsico
Mið 18. Nóv 2020 18:45
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: [FARIÐ] GTX 560 | Intel 775 MB | E6600 | 2x1GB DDR2 CL4
Svarað: 2
Skoðað: 605

[FARIÐ] GTX 560 | Intel 775 MB | E6600 | 2x1GB DDR2 CL4

Gefins gegn því að vera sótt (RVK) vegna tiltektar: Skjákort GTX 560 - Dual link DVI-I*2/mini HDMI GV-N56G0C-1GI REV:1.0 https://www.gigabyte.com/Graphics-Card/GV-N56GOC-1GI#ov Móðurborð ASRock P43DE http://www.asrock.com/mb/intel/p43de/ Örgjörvi Intel Core 2 Duo 6600 https://ark.intel.com/...
af pepsico
Sun 15. Nóv 2020 22:27
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Álit á vél
Svarað: 8
Skoðað: 1233

Re: Álit á vél

Ég væri til í að heyra réttlætinguna á bakvið þau meðmæli að fara yfir 16GB af vinnsluminni án þess að hafa neinar haldbærar upplýsingar um að kaupandinn muni nokkurn tímann nýta það--og það þvert á tilmælin að nýta hverja krónu sem best.
af pepsico
Lau 31. Okt 2020 12:08
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Uppfærsla á vél til að spila COD-WZ
Svarað: 14
Skoðað: 1987

Re: Uppfærsla á vél til að spila COD-WZ

Ég mæli með því að kaupa SSD drif sem leikurinn er á, og að uppfæra örgjörvann (og móðurborðið með honum) fyrst. Skjákortið er alveg nógu gott til að keyra Warzone í 1920x1080 í low settings. Battle royale leikir eru mjög kröfuharðir á örgjörva og þessi 4c/4t örgjörvi er bara ekki fær um meira en þe...
af pepsico
Fim 22. Okt 2020 20:38
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Vantar hugmynd af góðum tölvukassa.
Svarað: 5
Skoðað: 719

Re: Vantar hugmynd af góðum tölvukassa.

https://www.computer.is/is/product/tolv ... silent-atx
Þessi er það sem ég myndi fá mér ef ég sæi einhvern tímann not í því að uppfæra úr mínum Antec P182.
af pepsico
Mið 21. Okt 2020 21:07
Spjallborð: Verkfæraskúrinn
Þráður: spurning marmari.is
Svarað: 6
Skoðað: 1927

Re: spurning marmari.is

Væntanlega miklu ódýrari rekstur að vera að flytja inn sérpantanir en að vera fyrirtæki með starfsfólk, húsnæði og lager. Myndi ekki afskrifa þessa leið bara vegna þess að þetta er ódýrara. Hérna er tengd frétt: https://www.frettabladid.is/lifid/fa-hjon-verja-jafn-miklum-tima-saman/ Það er mikill mu...
af pepsico
Mið 21. Okt 2020 02:47
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Gallaður örgjörvi?
Svarað: 2
Skoðað: 620

Re: Gallaður örgjörvi?

Slökktu á tölvunni, dreptu á aflgjafanum, taktu batterýið úr móðurborðinu, bíddu í mínútu, og skelltu því svo aftur í. Þetta resettar BIOS/UEFI og setur allt þar á default stillingar. Tölvan mun að öllum líkindum ræsa sig og þú skellir X.M.P. profile bara aftur á og sleppir hinu. Líkurnar á því að e...
af pepsico
Þri 20. Okt 2020 20:21
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: (SELT)Nvidia Asus Strix GTX 1070 til sölu
Svarað: 10
Skoðað: 2498

Re: Nvidia Asus Strix GTX 1070 til sölu

20-30 þús. er það sem ég hef séð GTX 1070 kort fara á síðustu mánuði. Ólíklegt að fá 35 þús. lengur fyrir 1070 m.v. hvað 1660 Super, 1070 Ti og 1080 kort hafa verið að fara á--en það er allt hægt.
af pepsico
Þri 20. Okt 2020 17:19
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp
Svarað: 16
Skoðað: 1722

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Ef ert handlaginn og þú treystir þér í það og vilt taka sénsinn--sem mér finnst vera mjög girnilegur--þá mæli ég með því að taka móðurborðið úr tölvunni, batteríið úr móðurborðinu, bíða í fimm mínútur, og reyna svo að rétta þessa pinna og þetta plast í norðvestri við með saumnál og reyna að láta svæ...
af pepsico
Þri 20. Okt 2020 16:52
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: TS RTX 3080
Svarað: 87
Skoðað: 11593

Re: TS RTX 3080

Eini munurinn á þessum gaur og Tölvutek er að þjónustustjóri hjá þessum gaur hefur aldrei blákalt sagt mér að honum sé alveg sama að það sem hann sé að leggja til brjóti á landslögum og að honum sé þess að auki alveg sama um lög um neytendakaup. Þið sem eruð brjáluð yfir þessu: Af hverju eruði ekki ...
af pepsico
Þri 20. Okt 2020 16:42
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp
Svarað: 16
Skoðað: 1722

Re: Hver getur lagað moðurborð????Hjalp

Gætirðu hent inn betri myndum af tenginu, helst horft beint ofan í það, og mynd af headernum á snúrunni? Plastið í norðvestri lítur vissulega út fyrir að vera tjónað en það er spurning hvort það er hægt að rétta pinnana og plastið við og bjarga þessu þannig. Það eru engin geimvísindi á bakvið svona ...
af pepsico
Fös 16. Okt 2020 18:20
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Nýja amd í evrópu
Svarað: 12
Skoðað: 1412

Re: Nýja amd í evrópu

Þú sagðir t.d. "120-130k ekkert hrikalegt" m.v. 10900K á 108 þús. (íslenskt verð). Hvaðan kemur 120-130k? Varla ertu að tala um 5900X sem er á 90 þús. í Þýskalandi m. 19% vsk. og því á 95 þús. hér heima. Væntanlega ekki heldur 5950X sem er á 137 þús. í Þýskalandi og því á 141 þús. hér heim...
af pepsico
Fös 16. Okt 2020 15:45
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Nýja amd í evrópu
Svarað: 12
Skoðað: 1412

Re: Nýja amd í evrópu

Ég skil ekki þetta viðhorf. Ef þú last fréttina þá kemur skýrt fram að verðin í evrum eru með 19% virðisaukaskatti í Þýskalandi. Hvar er "smá auka álagningin"? +$6 á 5950X, -$10 á 5900X, -$8 á 5800X, +$4 á 5600X? Ódýrari verð í Evrópu yfir heildina litið og það áður en bandarískur söluskat...
af pepsico
Þri 13. Okt 2020 20:03
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Finna hita inn í kassanum.?
Svarað: 10
Skoðað: 1282

Re: Finna hita inn í kassanum.?

Þetta er tilgangslaus æfing að mínu mati. Þú ert nú þegar að fá góðar hitatölur beint frá skjákortinu og örgjörvanum - sem eru ekki bara íhlutirnir sem breyta getu tölvunnar mest eftir hitastigi, heldur líka þeir sem eru uppruni nánast alls varma í kassanum. Ofan á það er þegar hægt að fá fullt af ö...
af pepsico
Þri 13. Okt 2020 04:34
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: 3072 MB ATI AMD radeon R9 200 series
Svarað: 3
Skoðað: 380

Re: 3072 MB ATI AMD radeon R9 200 series

https://www.msi.com/Graphics-card/r9-280-gaming-3g/specification https://www.msi.com/Graphics-card/R9-280X-GAMING-3G/Gallery Ef þú skoðar muninn á þessum kortum, 280 og 280X, ættirðu að geta séð mjög auðveldlega hvort þeirra þetta er. Mér sýnist þetta vera 280X af því að pípan á norðausturhorninu (n...
af pepsico
Sun 11. Okt 2020 16:43
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Líftími tölvumúsa
Svarað: 31
Skoðað: 5248

Re: Líftími tölvumúsa

axyne inniloft er rakara á sumrin og rakinn hjálpar switchunum að ná betra sambandi. Ekki undrast á því ef þetta vandamál vaknar aftur von bráðar og hverfur svo aftur í vor.
af pepsico
Sun 11. Okt 2020 02:33
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Líftími tölvumúsa
Svarað: 31
Skoðað: 5248

Re: Líftími tölvumúsa

Það er broslegt að heyra að þetta komi allt niður á meðferð á búnaði. Ég hef ekki lengur tölu á því hversu oft ég eða einhver sem ég þekki lendir á Logitech mús sem tvíklikkar (eða meira) strax frá upphafi eða eftir örfáar vikur af eðlilegri notkun. Þetta hrjáir ekki bara ódýru módelin þeirra heldur...
af pepsico
Lau 10. Okt 2020 14:51
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Varðandi C-Drif - vantar að skapa pláss
Svarað: 35
Skoðað: 3484

Re: Varðandi C-Drif - vantar að skapa pláss

"því í \Logs\CBS eru gölluðu skrárnar sem eru að valda því að stýrikerfið er sífellt að fylla \Temp möppuna af rusli."
"Ég vil sjá þig eyða öllum \Logs\CBS skránum fyrst".
af pepsico
Lau 10. Okt 2020 03:53
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Varðandi C-Drif - vantar að skapa pláss
Svarað: 35
Skoðað: 3484

Re: Varðandi C-Drif - vantar að skapa pláss

Þú þarft semsagt að eyða þessum C:\Windows\Logs\CBS skrám fyrst og svo fara í það verkefni að eyða út skránum í \Temp því í \Logs\CBS eru gölluðu skrárnar sem eru að valda því að stýrikerfið er sífellt að fylla \Temp möppuna af rusli. Ég vil sjá þig eyða öllum \Logs\CBS skránum fyrst og fá svo öll 2...
af pepsico
Lau 10. Okt 2020 02:00
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Varðandi C-Drif - vantar að skapa pláss
Svarað: 35
Skoðað: 3484

Re: Varðandi C-Drif - vantar að skapa pláss

Þetta er klassískt vandamál þar sem stýrikerfið er ekki að ná að vinna rétt úr sínum málum og stútfyllir því þessa möppu.
Eyddu öllum skrám í C:\Windows\Logs\CBS og C:\Windows\Temp og restartaðu svo tölvunni. Ættir þá að losna við bæði skrárnar og vandamálið til frambúðar.
af pepsico
Fim 08. Okt 2020 17:53
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: AMD Ryzen 5000 Series - afhjúpaður eftir nokkrar mín
Svarað: 62
Skoðað: 8500

Re: AMD Ryzen 5000 Series - afhjúpaður eftir nokkrar mín

5. Nóvember:
$799 R9 5950X 16-core 32-thread ?-4.9 GHz 72 MB Cache
$549 R9 5900X 12-core 24-thread 3.7-4.8 GHz 70 MB Cache
$449 R7 5800X 8-core 16-thread 3.8-4.7 GHz 36 MB Cache
$299 R5 5600X 6-core 12-thread 3.7-4.6 GHz 35 MB Cache
af pepsico
Mán 05. Okt 2020 19:56
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi
Svarað: 11
Skoðað: 978

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Ég hef séð nákvæmlega þennan 720W Inter Tech aflgjafa bila ansi oft hjá vinum og vandamönnum, virðist hafa verið gríðarlega vinsæl vara yfir árin, en það er alltaf eftir 4-8 ára notkun og þeir hafa aldrei skemmt út frá sér. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af honum í skjákortslausri uppsetningu en ég er ...
af pepsico
Mán 05. Okt 2020 19:35
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi
Svarað: 11
Skoðað: 978

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Ég skil ekki alveg hvað er að gerast í þessari sögu en: Þessi 850W aflgjafi sem þú ert með er miklu meira en nóg fyrir 10900K með RTX 3080. Auk þess er 720W aflgjafi ca. tvö til þrefalt meira en nóg fyrir skjákortslausa vél með 10900K.