Frábær leikur, við erum nokkrir vinir sem spilum hann saman, ég verð þó að viðurkenna að mér finnst ótrúlega erfitt að spotta óvini í RedSec, kannski er það bara aldurinn
ég hef ekki lent í þessu en er endalaust að lenda í einhverjum afmælis þakkarpóstum þar sem 100 manns eru taggaðir og kannski einn þeirra sem er taggður er á vinalistanum mínum
ég er á Korando og fýla í botn, þægilegir að keyra og drífa alveg helling, ég keyri á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur daglega sökum vinnu og hef aldrei fest mig á honum yfir veturinn og færðin ooooooft kostuleg á þessum vegi á kvöldin (klára vaktir á miðnætti og oft búið að kyngja niður eftir síðasta...
ég er að spila PGA Tour 2025 og Dragonkin: The Banished mest svona á milli þessra helstu leikja sem ég spila (cs og pubg).. svo kláraði ég Hell Clock demoið í einu runni og bíð speeeeeenntur eftir að sá leikur komi út (scheduled Quarter 2 2025)
Hamborgarar úr B.Jensen, reyni að elda þá í gegn en allt í lagi þó það sé smá roði í þeim. hvítlaukssmjörsteiktir sveppir pikklaður rauðlaukur rifinn mexíkóostur Ostur Beikon Egg Gúrka, Tómatur, Paprika Chilimajó á botninn og smá BBQ á toppinn
Mig langar pínu í VR headset eftir að hafa prufað þetta um helgina.. ég veit ekkert um þessi headsets og hvað er best.. Hvað mæliði með eða er eitthvað á leiðinni sem er vert að bíða eftir?
Ég ætla að farað uppfæra skjáinn hjá mér (er með 10-12ára gamlan Philips 242g 144hz skjá). hvað eruði að nota eða væruð til í að fá ykkur? ég spila aðallega fps leiki (cs, delta force, pubg) en á það til að detta í gott poe2 session. 27" væru ideal (vill ekki fara í stærra). ég er alveg til í e...
nú er ég farinn að gæla mikið við að uppfæra tölvuna, finnst fpsið vera orðið frekar lítið í helstu leikjum sem ég er að spila.. tölva.png Vantar inní þetta aflgjafann sem er Corsair RM 850x ég er alveg til í að eyða einhverjum penge í þetta til að gera hana þokkalega future proof.. hvað myndu menn ...
2 tegundir af Tartalettum í forrétt (sjávarrétta og svo með skinku), hamborgarahryggur í aðalrétt og svo jólagrautur (grjónagrautur blandað með þeyttum rjóma) með heimagerðri karamellusósu í eftirrétt
Disney+, Netflix, Crunchyroll og svo er ég með prufuáskriftina af Viaplay og reikna ekki með að endurnýja þegar prufutíminn er liðinn.. svo nota ég Fmovies fyrir það sem ég finn ekki á þeim efnisveitum sem ég er með.
Tæplega 3ja vikna golfferð til Spánar í lok apríl og svo vikuferð til Króatíu á Ultra tónlistarhátíðina í Júlí, hef ekki farið út síðan covid byrjaði þannig ég hlakka mikið til