Algengar spurningar
Nýskráningar og innskráningarvandamál
- Af hverju þarf ég að skrá mig á spjallið?
- Ef þú ætlar bara að lesa spjallið þá þarftu ekki að skrá þig, en ætlir þú að taka þátt í umræðunum þá verður þú að hafa virkt notendanafn. Skráning á spjallið gefur þér líka aðgang að því sem spjallborðið hefur uppá að bjóða, t.d. að senda öðrum notendum einkaskilaboð eða tölvupóst, gera aðganginn þinn persónulegri með skjámynd, þú getur einnig gerst áskrifandi á ákveðnum flokkum á spallinu og fengið tilkynningar ef eitthvað er um að vera á þar. Skráningarferlið tekur lítinn tíma og er ókeypis, við mælum með að fólk skrái sig.
- Efst
- Hvað er COPPA?
- COPPA er skammstöfun á „Children’s Online Privacy Protection Act of 1998“, þetta eru Amerísk barnaverndarlög frá síðustu öld sem eiga ekki við á þessu spjallborði.
- Efst
- Af hverju get ég ekki nýskráð mig?
- Hugsanlega er IP talan sem þú notar á bannlista eða notendanafnið sem þú valdir óheimilt. Hafðu samband við stjórnanda til að fá nánari upplýsingar.
- Efst
- Ég nýskráði mig á spjallið en næ ekki að tengjast því, hvað gæti verið að?
- Athugaðu hvort notendanafn og lykilorð séu rétt, ef það er rétt þá gæti verið að þú eigir eftir að virkja aðganginn þinn. Athugaðu hvort þú eigir tölvupóst frá spjallinu á netfanginu sem þú gafst upp við nýskráningu. Athugaðu sérstaklega í ruslpósthólfið þitt, stundum filterar spam-sían þessar sjálfvirku sendingar út. Einnig er möguleiki á því að þú hafir gefið upp rangt tölvupóstfang. Sendu okkur tölvupóst ef þig vantar frekari aðstoð.
- Efst
- Af hverju get ég ekki innskráð mig á spjallið?
- Það geta verið nokkrar ástæður. Byrjaðu á því að athuga hvort notendanafn og lykilorð séu slegin rétt inn. Ef notendaupplýsingarnar eru réttar þá er mjöguleiki á því að þú hafir fengið bann, hafðu samband við stjórnanda til að fá nánari upplýsingar. Það gæti líka verið galli í kerfinu sem vefstjóri þyrfti að laga.
- Efst
- Ég nýskráði mig fyrir löngu síðan en núna tekst mér ekki að tengjast spjallinu?!
- Það er möguleiki að stjórnandi hafi eytt eða óvirkjað aðganginn þinn af einhverjum ástæðum. Hafðu samband við stjórnanda til að fá aðstoð.
- Efst
- Ég gleymdi lykilorðinu mínu!
- Spjallborðið getur ekki séð lykilorðið þitt en það getur búið til nýtt lykilorð og sent þér, farðu á skráningarsíðuna og ýttu á Gleymt lykilorð. Fylgdu svo leiðbeiningunum, þú ættir að geta innskráði þig í kjölfarið.
Virki þetta ekki, hafðu þá samband við stjórnanda sem getur búið til nýtt lykilorð handa þér.
- Efst
- AF hverju aftengist ég ekki sjálfkrafa þegar ég fer á spjallið?
- Þú verður að haka við Sjálfvirk innskráning þegar þú innskráir þig, spjallið sér þá um að hafa tenginguna þína virka um fyrirfram ákveðin tíma. Til þess að þetta virki þá verður þú að haka við Sjálfvirk innskráning þegar þú skráir þig inn. Það er ekki mælt með því að þú gerir þetta á öðrum tölvum en þinni svo aðrir komist ekki í notendaupplýsinganar þínar.
- Efst
- Hvað gerir “Eyða öllum kökum spjallsins”?
- Þetta eyðir öllum kökum spjallborðins, en kökurnar geyma upplýsingar þig og halda þér innskráðum á spjallborðinu. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu eyddu þá kökunum, það gæti hjálpað.
- Efst
Notendastillingar
- Hvernig breyti ég stillingunum mínum?
- Ef þú ert skráður notandi þá geymir vefþjónninn notendaupplýsingar þínar. Til að breyta þeim farðu á „Stjórnborðið mitt“; þú finnur slóðina með því að ýta á notendanafnið þitt efst á forsíðunni. Á stjórnborðinu getur þú breytt notendaupplýsingunum eins og þú vilt.
- Efst
- Hvernig kem ég í veg fyrir að aðrir sjái að ég sé tengdur spjallinu?
- Þú ferð á „Stjórnborðið mitt“ og velur „Stillingar spjallborðs“ og svo Fela stöðu mína. Aðeins þú, þráðstjórar og stjórnendur munu sjá viðveru þína á spjallinu en ekki aðrir notendur.
- Efst
- Tíminn á spjallborðinu er rangur!
- Hugsanlega ert þú á öðru tímabelti en spjallborðið. Ef það er málið, farðu á stjórnborðið þitt og breyttu tímabeltinu þannig að það passi við tímann hjá þér. Bara skráðir notendur geta breytt tímabeltisstillingum spjallborðsins.
- Efst
- Ég breytti um tímabelti en tíminn er samt rangur, hvað gæti verið að?
- Ef þú ert alveg viss um að þú hafir breytt tímabeltinu rétt og tíminn er ennþá rangur þá er klukkan á netþjóninum röng. Láttu stjórnanda vita svo hægt sé að laga villuna.
- Efst
- Tungumálið mitt er ekki á listanum!
- Annað hvort hafa stjórnendur spjallborðsins ekki bætt við þínu tungumáli á listann eða enginn hefur þýtt það. Prófaðu að spyrja stjórnendur um að bæta við tungumála pakkanum sem þú sækist eftir.
- Efst
- Hvaða mynd er þetta við hliðina á notendanafninu mínu?
- Það geta tvær myndir birst við hliðina á notendanafninu þínu. Önnur þeirra getur tengst stöðu þinni, yfirleitt sem stjarna eða stjörnur, kassar eða punktar. Hin myndin kallast smámynd en hana verður notandinn sjálfur að skaffa.
- Efst
- Hvernig birti ég smámynd við notendanafnið mitt?
- Þú finnur stillingarnar í stjórnborðinu þínu. Oft er hægt að velja um mynd af lista eða hlaða inn mynd af tölvunni þinni ef hún uppfyllir skilyrði um stærð og hlutföll.
- Efst
- Hvað er staða og hvernig breyti ég henni?
- Staðan þín birtist fyrir neðan notendanafnið og hjálpar til við að þekkja notendahópa í sundur, t.d. Stjórnendur og þráðstjórar. Sum spjallborð hafa búið til stöður sem tilkynna hversu virkur notandinn er í samræmi við fjölda innleggja / skilaboða sem hann hefur skrifað. Stjórnendur geta lækkað stöðu þína ef þú misnotar hana.
- Efst
- Þegar ég smelli á netfang annars notenda þá er ég beðin/n um að innskrá mig?
- Aðeins skráðir notendur geta sent netpóst til annara notenda í gegnum innbyggða tölvupóstforritið og aðeins stjórnandi síðunnar getur sett það í gang. Þetta er til að koma í veg fyrir misnotkun á tölvupósti af ókunnugum notendum.
- Efst
Umræður, skilaboð og innlegg
- Hvernig byrja ég umræðu á spjallinu?
- Til þess að hefja nýja umræðu á spjallborðinu, smelltu þá á viðeigandi takka á spjallsvæðinu eða umræðunni. Þú gætir þurft að skrá þig inn fyrst til að geta skrifað skilaboð.
- Efst
- Hvernig get ég breytt eða eytt skilaboðum í umræðu?
- Þú getur aðeins breytt eða eytt þínum eigin skilaboðum nema þú sért stjórnandi eða þráðstjóri á spjallinu. Stillingar spjallborðs geta komið í veg fyrir að þú getir breytt eða eytt því sem þú skrifar eða tímarammi sem takmarkar notkun þessa aðgerða.
- Efst
- Hvernig bæti ég við undirskrift á skilaboðin mín?
- Til að bæta við undirskrift þá verður þú fyrst að búa hana til á stjórnborðinu þínu. Eftir það þá getur þú bætt undirskrift við skilaboð og innleggin sem þú skrifar með því að haka við valmöguleikann á prófílnum þínum eða á meðan verið er að skrifa.
- Efst
- Hvernig bý ég til skoðanakönnun?
- Þegar verið er að byrja nýja umræðu eða breyta fyrsta innleggi umræðu, þá getur þú valið "Gera skoðanakönnun" sem er fyrir neðan aðal ritsvæðið; ef þú finnur það ekki þá hefur þú ekki heimild til að búa til kannanir. Til að búa til könnunina þá slærðu inn titil og að minnsta kosti tvo valmöguleika í viðeigandi eyður, vertu viss um að hver valmöguleiki sé stök lína á ritsvæðinu. Þú getur einnig stillt hversu mörg atkvæði hver notandi getur gefið í könnuninni og tímaramma hversu lengi könnunin sé í gangi, einnig getur þú leyft notendum að breyta um atkvæði.
- Efst
- Af hverju get ég ekki bætt við fleiri möguleikum í skoðanakönnunina ?
- Hámarks fjöldi valmöguleika í könnun er ákveðið af stjórnendum spjallborðsins. Ef þér finnst vanta fleiri valmöguleika fyrir könnunina þína hafðu þá samband við stjórnendur síðunnar um málið.
- Efst
- Hvernig get ég breytt eða eytt skoðanakönnun?
- Eins og venjulega með innlegg á spjallinu, þá getur aðeins höfundur, þráðstjóri eða stjórnandi breytt könnun. Til þess að breyta könnun velur þú að breyta fyrsta innlegginu í umræðunni en þar eiga allar stillingar tengdar könnuninni að vera. Ef enginn hefur tekið þátt í könnuninni þá getur höfundurinn breytt eða eytt henni. Hafi meðlimir greitt atkvæði í könnuninni þá getur aðeins þrjáðstjóri eða stjórnandi breytt eða eytt henni. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að könnuninni sé breytt í miðri kosningu.
- Efst
- Af hverju get ég ekki skoðað ákveðin spjallsvæði?
- Sum spjallsvæði eru afmörkuð fyrir ákveðna notendahópa. Aðgangur hvers notendahóps veltur á stillingum sem stjórnendur síðunnar hafa ákveðið. Hafðu samband við stjórnendur eða þráðstjóra til að fá aðgang að þessum svæðum sé það hægt.
- Efst
- Af hverju get ég ekki bætt við viðhengi?
- Leyfi til að bæta við viðhengjum eru stillt af stjórnendum. Getir þú ekki bætt viðhengjum við innleggin þín hafðu þá samband við stjórnanda eða þráðstjóra og fáðu nánari upplýsingar.
- Efst
- Af hverju fékk ég viðvörun?
- Öll spjallborð hefur sínar eigin reglur. Hafir þú brotið reglurnar þá áttu á hættu að fá viðvörun. Hafðu samband við stjórnendur spjallborðsins sértu óviss um ástæðu viðvöruninnar.
- Efst
- Hvernig get ég komið kvörtun á framfæri við stjórnanda eða þráðstjóra vegna umræðu?
- Ef spjallborðið leyfir kvartanir þá ættir þú að sjá takka sem leyfir þér að senda kvörtun um innlegg eða umræður sem þér finnst vera móðgandi eða fara gegn reglum síðunnar.
- Efst
- Hvað gerir „Vista uppkast“ takinn þegar ég er að skrifa skilaboð?
- Að vista skilaboð eða innlegg leyfir þér að geyma það sem þú skrifaðir til þess að senda það á spjallsvæðið eða umræðuna síðar. Þú sérð vistaða pósta á stjórnborðinu þínu.
- Efst
- Af hverju þarf að samþykkja skilaboðin mín?
- Það getur verið að stjórnendur spjallborðsins hafi ákveðið að öll innlegg á því spjallsvæði sem þú ert að skrifa á þurfi að vera yfirfarið áður en þau birtist á spjallinu. Svo er einnig möguleiki á að stjórnendur hafi sett þig í hóp sem þeir fylgjast betur með og þurfa að samþykkja öll innlegg frá meðlimum þess áður það birtist á spjallborðinu. Hafðu samband við stjórnendur spjallborðsins fyrir nánari upplýsingar.
- Efst
- Hvernig bömpa ég umræðu?
- Ef þú smellir á „Bömp“ sem er á umræðunni sem þú ert að skoða, þá getur þú „ýtt“ umræðunni á toppinn á listanum án þess að þurfa bæta innleggi við umræðuna. Ef þú sérð ekki þennan takka, þá er þetta ekki í gildi á spjallborðinu, eða það sé ákveðinn timi sem þarf að líða þar til þú getur „ýtt“ umræðunni upp aftur.
- Efst
Uppsetning og umræður
- Hvað er BBkóði?
- BBkóði er sérstök innleiðing á HTML sem virkar mjög svipað HTML í notkun. Það leyfir þér að gera innleggin þín áhugaverðari að sjá. Nánari upplýsingar um hvernig á að nota BBkóða er hægt að finna á sama stað og þú skrifar innihald umræðu. Stjórnendur spjallborðsins geta virkjað eða aftengt notkun BBkóða á spjallinu.
- Efst
- Get ég notað HTML?
- Nei, þú getur ekki notað HTML á þessu spjallborði. En þú getur notað BBkóða í staðinn ef það er til staðar því það virkar mjög svipað og HTML.
- Efst
- Hvað eru broskarlar??
- Broskarlar eða tilfinningatákn eru litlar myndir sem hægt er að nota á spjallborðinu til að sýna tilfinningar og litbrigði. Til að nota broskarla þá skrifar maður viðeigandi tákn eða velur af lista þann broskarl sem þú vilt birta í innleggi eða skilaboðum. Vinsamlegast ofnotið ekki broskarla í skilaboðum því þeir geta gert umræður óskiljanlegar eða erfiðar að lesa. Stjórnendur geta breytt innleggi annara til að fjarlægja broskarlana eða einfaldlega eytt innlegginu. Það er líka möguleiki að stjórnendur síðunnar hafi sett takmörk á hámarksfjölda broskarla sem birtast í hverju innleggi eða skilaboðum til að koma í veg fyrir ofnotkun.
- Efst
- Get ég birt myndir?
- Já það er hægt að birta myndir í skilaboðum eða innleggjum sem þú skrifar. Ef stjórnendur hafa leyft notkun viðhengja þá er hægt að hlaða inn myndum á síðuna. Annars verður þú að nota aðrar vefsíður til að hýsa myndina þína og nota vefslóðina að myndinni til að nota á þessu spjallborði. Þegar þú ert að skrifa skilaboð eða innlegg þá setur þú BBkóðann [img] [/img] utan um vefslóðina að myndinni, og hún ætti að birtast. Vinsamlegast hafið í huga að þú getur ekki birt myndir beint af tölvunni þinni eða netpósthólfi, þær verða að vera einhverstaðar á netinu til að vera nothæfar.
- Efst
- Hvað er allsherjar tilkynning?
- „Allsherjartilkynningar“ eru skilaboð frá stjórnendum síðunnar sem birtast efst á öllum spjallborðum til að tryggja að allir notendur taki eftir eftir því. Eins og nafnið gefur til kynna þá teljast þær tilkynningar mikilvægar og þú ættir að lesa þær.
- Efst
- Hvað er tilkynning?
- „Tilkynningar“ innihalda mikilvægar upplýsingar svipað og „Allsherjartilkynningar“. En ólíkt þeim þá birtast þessar tilkynningar ekki á öllum spjallborðunum heldur aðeins á viðeigandi spjallborði.
- Efst
- Hvað eru límdar umræður?
- Límdar umræður á spjallsvæðum birtast efst á listanum fyrir neðan tilkynningar. Þær fljóta yfir öllum öðrum umræðum og innihalda einhvað sem stjórnendur spjallsvæðisins vilja að þú takir eftir. Þráðstjórar hafa heimild til að líma umræður á þeim svæðum sem þeir hafa stjórna.
- Efst
- Hvað eru læstar umræður?
- Þegar umræðu hefur verið læst af stjórnanda eða umræðustjóra er ekki lengur hægt að bæta við innleggjum við þá umræðu. Það geta verið margar ástæður fyrir því að umræðu sé læst. Þú getur einnig læst þínum eigin umræðum ef spjallborðið leyfir.
- Efst
- Hvað er umræðumerki?
- Höfundur umræðunnar getur valið sér umræðumerki sem á að tilkynna hvernig umræða er í gangi.
- Efst
Notendahópar og stöður
- Hvað eru stjórnendur?
- Stjórnendur eru meðlimir sem hafa mestu stjórnina á spjallborðinu. Þeir sjá um allar stillingar og heimildir stjórnborðsins og hafa einnig fulla umsjá yfir spjallinu.
- Efst
- Hvað eru þráðstjórar?
- Þráðstjórar eru meðlimir sem fylgjast með spjallborðinu og halda því hreinu. Þeir geta breytt, læst eða eytt innleggjum á spjallinu. Þeir geta líka flutt, eytt og klofið umræðum á þeim spjallsvæðum sem þeir hafa umsjá yfir.
- Efst
- Hvað eru hópar?
- Notendum er skipt í hópa í samræmi við stöðu þeirra á spjallborðinu. Hver einasti notendahópur hefur sínar eigin heimildir á ákveðnum spjallsvæðum. Hver einasti notandi getur verið í fleiri en einum hópi. Notendahópar gerir stjórnendum spjallborðsins auðveldar að stilla hversu mikinn aðgang og heimildir meðlimir hvers hóp hafa. Sem dæmi þá eru stjórnendur og þráðstjórar notendahópar hvor um sig.
- Efst
- Hvar eru hóparnir og hvernig geng ég í þá?
- Þú getur fundið alla notendahópa undir "Hópar" sem þú sérð á stjórnborðinu þínu. Þú getur gengið í hópa með því að smella á viðeigandi takka ef hópurinn er opinn fyrir nýjum meðlimum. Til eru lokaðir hópar þar sem þú þarft að senda inn umsókn sem hópstjórinn verður að samþykkja. Það eru til faldir hópar þar sem aðeins hópstjórinn getur boðið þér inngöngu. Svo eru til frjálsir hópar sem þú getur gengið í án frekari fyrirhafnar. Hafið samt í huga að hópstjórar geta neitað þér inngöngu. Vinsamlegast áreitið ekki hópstjórann vegna þess því hann hefur sínar ástæður fyrir ákvörðuninni.
- Efst
- Hvernig get ég orðið hópstjóri?
- Hópstjóri er yfirleitt valinn eftir að hópurinn er búinn til af stjórnanda spjallborðsins. Ef þú hefur áhuga á að búa til þinn eiginn hóp, þá skaltu fyrst hafa samband við stjórnanda í einkaskilaboðum.
- Efst
- Af hverju birtast sumir hópar og notendur í mismunandi litum?
- Stjórnendur spjallborðsins geta skipað lit á mismunandi hópa sem gerir það auðveldara að þekkja fólk sem tilheyrir þeim.
- Efst
- Hvað þýðir að vera skráður notandi?
- Ef þú ert í fleiri en einum hóp þá ræður grunnhópurinn (skráðir notendur) lit og stöðu þinni sem birtist á spjallborðinu. Stjórnendur spjallborðsins geta gefið heimild til að breyta um grunnhóp í gegnum stjórnborðið þitt.
- Efst
- Hvað er „Teymið“?
- Það er síða sem birtir lista yfir starfsfólk spjallborðsins þar á meðal stjórnendur og þráðstjórar og tilheyrandi upplýsingar um svæðin sem þeir sjá um.
- Efst
Einkaskilaboð
- Ég get ekki sent einkaskilaboð!
- Það eru þrjár gildar ástæður sem koma til greina; þú ert ekki skráður notandi, stjórnendur borðsins hafa aftengt einkaskilaboð á spjallborðunu eða stjórnandi hefur fjarlægt heimild þína til að senda einkaskilaboð. Hafðu samband við stjórnanda til að fá nánari skýringu.
- Efst
- Ég fæ einkaskilaboð sem ég vil ekki fá.
- Þú getur lokað á notendur í gegnum stjórnborðið þitt sem kemur í veg fyrir að þú fáir einkaskilaboð frá þeim aðilum. Ef þú ert að fá mógandi eða særandi skilaboð frá ákveðnum notanda skaltu hafa samband við stjóranda spjallborðsins en stjórnendur geta komið í veg fyrir að sá aðili geti sent þér einkaskilaboð.
- Efst
- Ég hef verið að fá ruslpóst á netfangið mitt frá einhverjum á þessu spjallborði.
- Það þykir okkur leitt að heyra. Það eru tölvupóstsstillingarnar á spjallborðinu sem eru á verði og reyna rekja slóð notenda sem senda slíkan ruslpóst svo endilega sendu tölvupóst til stjórnanda spjallborðsins með afriti af ruslpóstinum sem þú fékkst. Það er mikilvægt að það innihaldi fyrirsögn og öll smáatriði um þann sem samdi bréfið. Þá fyrst getur stjórnendur borðsins gert einhvað í málinu.
- Efst
Vinir og óvinir
- Hvað eru vinalisti og óvinalisti?
- Þú getur notað þessa lista til að sortera aðra notendur á spjallinu. Meðlimir á vinalistanum þínum birtast á stjórnborðinu þínu svo auðvelt sé að senda þeim einkaskilaboð og sjá hvort viðkomandi sé tengdur spjallborðinu. Ef þú setur notendur á óvinalistann þinn, þá mun spjallborðið sjálfkrafa fela innlegg frá þeim svo þú þurfir ekki að lesa þau.
- Efst
- Hvernig bæti ég við eða fjarlægi notendur á vina eða óvinalista?
- Það eru tvær leiðir til að bæta fólki á listana. Hægt er að fara á prófíl viðkomandi og hinsvegar getur þú farið á stjórnborðið þitt og slegið inn notendanafn viðkomanda og bætt honum á listann. Þú notar einnig stjórnborðið þitt til að fjarlægja notendur af vina og óvinalistanum.
- Efst
Leita á spjallborðinu
- Hvernig get ég leitað á spjallinu?
- Sláðu inn leitarorð í leitargluggann sem er staðsettur á forsíðu spjallborðsins, spjallsvæðis eða umræðu. Hægt er að framkvæma nákvæma leit með því að velja tannhjólið við hliðina á stækkunarglerinu (Nákvæm leit).
- Efst
- Af hverju finn ég ekkert í leitinni?
- Þú hefur líklega verið of ónákvæmur eða notað of algeng orð. Reyndu að vera aðeins nákvæmari í orðavali og svo er „Nákvæm leit“ í boði.
- Efst
- Af hverju fæ ég auða síðu í leitinni?
- Þú hefur fengið of margar leitarniðurstöður og netþjónninn okkar ræður ekki við það. Notaðu „Nákvæma leit“ og vandaðu orðavalið og hvaða spjallsvæði þú vilt leita á.
- Efst
- Hvernig leita ég að notendum?
- Kíktu á síðuna „Meðlimir“ og smelltu á „Finna meðlim“.
- Efst
- Hvernig finn ég mín eigin innlegg og umræður?
- Þú getur fundið þín eigin innlegg og umræður með því að smella á "„Leita að innleggjum notanda“ á stjórnborðinu þínu eða í gegnum prófílinn þinn. Til að leita að einhverju ákveðnu skaltu nota ítarlega leit.
- Efst
Áskriftir og bókamerki
- Hver er munurinn á bókamerki og áskrift?
- Á gamla spjalborðinu (phpBB 3.0) bókamerki virkuðu líkt og að bókamerkja síðu í vefvafra. Þú fékkst engar tilkynningar þegar þráðurinn uppfærðist. Frá og með phpBB 3.1 (þetta spjalborð) virkar bókamerki meira eins og að gerast áskrifandi að þræði. Þú færð tilkynningu þegar bókamerktur þráður er uppfærður. Gerist þú áskrifandi af sérstöku spjallborði þá færðu tilkynningu þegar það uppfærist með nýjum þræði. Þessar stillingum er hægt að breyta á „Stjórnborðinu þínu“ undir flipanum „Stillingar spjallborðs“.
- Efst
- Hvernig gerist ég áskrifandi að ákveðnum spjallborðum eða umræðum?
- Þú getur bókamerkt eða gerst áskrifandi að ákveðnum umræðum með því að ýta á viðeigandi slóð á „Stjórna þræði“ (lítil mynd af föstum lykli) efst eða neðst á þræðinum.
Ef þú svarar þræðinum með „Láta mig vita þegar svar berst á þráðinn“ virkjað mun láta þig vita þegar svar berst á þráðinn.
- Efst
- Hvernig gerist ég áskrifandi að ákveðnu spjallborði?
- Til að gerast áskrifandi að ákveðnu spjallborði þá er box nest á spjallborðunum sem þú þarft að haka í; „Gerast áskrifandi að spjallborði“.
- Efst
- Hvernig fjarlægi ég áskriftir?
- Til að fjarlægja áskriftir; farðu á „Stjórnborðið mitt“ og fjarlægðu áskriftirnar þar.
- Efst
Viðhengi
- Hvernig viðhengi eru leyfð á þessu spjallborði?
- Stjórnendur spjallborðsins geta bannað eða leyft ákveðnar skjalategundir. Ef þú ert óviss um hvað er í boði til upphlaðningar hafðu samband við stjórnendur spjallborðsins til að fá aðstoð.
- Efst
- Hvernig finn ég öll viðhengin mín?
- Þú getur fundið lista yfir öll viðhengin þín á „Stjórnborðinu þínu“.
- Efst
phpBB 3.1.x tengd málefni
- Hvaða snillingar skrifuðu þetta flotta spjallborð?
- Kjarni þessa spjallborðs (þá meint án viðbóta), er búið til og dreyft af phpBB Limited. Nánari upplýsingar um spjallborðið; Allt um phpBB.
- Efst
- Af hverju eru ekki X þáttur virkur á þessu spjallborði?
- Ef þér finnst vanta einhverja möguleika á þetta spjallborð kíktu þá á phpBB hugmyndir, þar getur þú skoðað hvað er í boði.
- Efst
- Við hvern tala ég ef mér finnst umræðan óviðeigandi eða gruna að hún sé ólögleg?
- Þú getur haft samband við hvaða þráðstjóra eða stjórnanda sem er, þú finnur lista yfir þá á „Teymis“ síðunni. Vinstamlegast athugið að samkvæmt Íslenskum lögum og formlegum úrskurði Fjölmiðlanefndar þá er þetta spjallborð ekki fjölmiðill heldur samskiptamiðill og fellur því ekki undir fjölmiðlalög. Stjórnendur, þráðstjórar og eigendur spjallborðsins eru ekki ábyrgir fyrir skrifum annara en sín eigin.
- Efst
- Hvernig ná ég sambandi við stjórnendur spjallsins?
- Allir skráðir notendur spjallsins geta notað „Hafa samband“ formið, þ.e. ef sá linkur hefur verið virkjaður af stjórnendum.
Skráðir notendur spjallsins geta líka notað „Teymis“ tengilinn.“
- Efst